Það er ekki nóg að vera hæfileikaríkur hlaupari til þess að ná árangri í NFL. Þú þarft líka að fá góða aðstoð frá stóru strákunum í sóknarlínunni til þess að komast í gegnum holur.
Það veit einn besti hlaupari deildarinnar, Arian Foster hjá Houston Texans. Hann ákvað að gleðja vini sína í sóknarlínunni með góðri gjöf.
Hann keypti Segway-hjól handa þeim öllum en sjálfur hefur hann verið duglegur að nota slíkt hjól á æfingasvæðinu.
Sóknarlínumennirnir hreinlega öskruðu af gleði er Foster afhenti þeim gjöfina.
"Ég get ekkert gert án þeirra. Svona vildi ég þakka fyrir mig," sagði Foster en hann er búinn að hlaupa yfir 1.000 jarda þriðja tímabilið í röð.
Foster keypti Segway handa sóknarlínumönnunum

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn




„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn
