Golf

Jimenez fótbrotnaði á skíðum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Miguel Angel Jimenez er elsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni. Mynd/Getty
Miguel Angel Jimenez er elsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni. Mynd/Getty
Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez verður frá keppni næstu fimm mánuði eftir að hafa fótbrotnað á skíðum. Hann var á skíðum í Andalúsíu á Spáni þegar hann varð fyrir því óláni að fótbrotna á hægri fótlegg.

Hann var strax fluttur á sjúkrahús og fór í kjölfarið í aðgerð. „Ég verð frá í þrjá, fjóra eða fimm mánuði. Þá get ég kannski farið að keppa aftur," segir Jimenez í yfirlýsingu.

Jimenez, sem er 48 ára gamall, er einn af bestu kylfingum Evrópu og á að baki fjöldi sigra á Evrópumótaröðinni. Hann vann Hong Kong Open mótið í nóvember og varð um leið elsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×