Mugison „beint úr ævintýrunum“ Guðni Ágústsson skrifar 3. janúar 2012 06:00 Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það. Mugison er vestfirskur galdramaður, kemur nánast alskapaður út úr berginu fyrir vestan, sonur byggðar sinnar, er rödd landsins sem talar til okkar. Allt í fari hans er látlaust, hann er listamaður af guðsnáð, syngur, spilar, semur og hrífur fólkið, allt í senn. Svo kallar hann fólkið í landinu til sín og gefur því frítt inn á tónleika og loksins fer hann í tónlistarhöllina Hörpu og annar hver maður í landinu hlustar og horfir á hann flytja list sína í sjónvarpinu. Sjálfur er hann hógvær og prúður en gamansamur, listin og söngurinn hittir beint í mark. Í útlitinu búa töfrar, hann er „gamaldags“, með alskegg, vel klæddur með bindi í ullarsparifötum með svartan afahatt á kollinum. Hann er svo hreinn og saklaus, fellur vel að sársaukanum eftir hrunið, ögrun við græðgina, hann gefur, þeir tóku og stálu, áttu orðið allt sem skipti máli, tónlistarmenn og söngvara líka. Nafnið út af fyrir sig, Mugison, er dularfullt, fer vel sem listamannsnafn og fellur ágætlega að íslensku. "Allt hægt í lífinu“Mugison er fiskimaður eða íslenskur bóndi en í leiðinni heimsborgari, víðförull og ratvís í frægðinni. Hefur komið við sögu bæjarfélags síns í miklu verki. „Aldrei fór ég suður“. Hann boðar okkur nýja en gamla tíma, gefðu þá verður þér gefið. Mundu að þú ert hlekkur í keðju byggðar svo og þjóðar. Þegar Mugison var spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika þá svarar hann á sinn draumkennda hátt. „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Á bak við hann er svo einn magnaðasti karlakór landsins, Fjallabræður. Fjallabræður eiga sér marga aðdáendur af sömu ástæðu, í þeim býr frelsið, þeir syngja baráttusöngva. Þeir fylla dalinn af hlátri og það er eins og brimið lemji klettótta strönd eða fjöll hrynji þegar þeir rísa hæst. Það er á svona stundum að maður skynjar að eitthvað er að gerast sem gefur þjóðinni nýja von. Nokkrum kvöldum síðar er Harpa opnuð á ný og þá er þar kominn annar söngvari og talent Páll Óskar Hjálmtýsson náttúrubarn og einstakur maður sviðs og söngva sem boðar einnig gleðina og að hver stund verði að snúast um bjartsýni og trú. Er Harpa leiðin?Enn á þjóðin Ríkisútvarpið og þjóðin á Hörpu, þetta mikla tónlistarhús sem er skilgetið afkvæmi hinna stóru og óraunhæfu drauma eða vitleysu sem fór úr böndunum í aðdraganda hrunsins. Harpa er risin og kannski liggja í þessu húsi draumar um sameiningu og nýja bjartsýni. Í upphafi síðustu aldar fóru fyrir hugsjónum og endurreisn landsins skáld og stjórnmálamenn. Nú er eins og þessir „listamenn“ nái ekki eyrum þjóðarinnar. Við Íslendingar höfum hins vegar aldrei átt jafnmarga söngvara, konur og karla sem rísa hátt og frábæra kóra um allt land. Væri kannski gott fyrir okkur öll að einu sinni í mánuði verði Harpa opnuð þjóðinni með söng og stórtónleikum listamanna? Og að sjónvarpið jafnframt flytti slíka gleði inn á hvert heimili? Landið á ærinn auð og hér er gnægð tækifæra en það sem skortir á er að landsmenn hvar sem þeir standa taki arm í arm og horfi fram á veginn. Eða eins og Mugison sagði: „Það er allt hægt í þessu lífi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aldrei fór ég suður Guðni Ágústsson Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hann kom, sá og sigraði, undramaður ársins. Oftast tekur það langan tíma að ná inn í hjarta þjóðar sinnar, en Mugison gerði það á einu augabragði. Hann vekur von og kærleika og eitthvað í fari hans hæfir stundinni og linar þá sundrungu sem hefur tröllriðið þjóðinni um nokkurn tíma. Í hrifningu sinni fara menn að ræða um hann sem forseta eða frelsara en málið snýst ekki um það. Mugison er vestfirskur galdramaður, kemur nánast alskapaður út úr berginu fyrir vestan, sonur byggðar sinnar, er rödd landsins sem talar til okkar. Allt í fari hans er látlaust, hann er listamaður af guðsnáð, syngur, spilar, semur og hrífur fólkið, allt í senn. Svo kallar hann fólkið í landinu til sín og gefur því frítt inn á tónleika og loksins fer hann í tónlistarhöllina Hörpu og annar hver maður í landinu hlustar og horfir á hann flytja list sína í sjónvarpinu. Sjálfur er hann hógvær og prúður en gamansamur, listin og söngurinn hittir beint í mark. Í útlitinu búa töfrar, hann er „gamaldags“, með alskegg, vel klæddur með bindi í ullarsparifötum með svartan afahatt á kollinum. Hann er svo hreinn og saklaus, fellur vel að sársaukanum eftir hrunið, ögrun við græðgina, hann gefur, þeir tóku og stálu, áttu orðið allt sem skipti máli, tónlistarmenn og söngvara líka. Nafnið út af fyrir sig, Mugison, er dularfullt, fer vel sem listamannsnafn og fellur ágætlega að íslensku. "Allt hægt í lífinu“Mugison er fiskimaður eða íslenskur bóndi en í leiðinni heimsborgari, víðförull og ratvís í frægðinni. Hefur komið við sögu bæjarfélags síns í miklu verki. „Aldrei fór ég suður“. Hann boðar okkur nýja en gamla tíma, gefðu þá verður þér gefið. Mundu að þú ert hlekkur í keðju byggðar svo og þjóðar. Þegar Mugison var spurður hvers konar yfirlýsing það væri að bjóða þjóðinni til ókeypis tónleika þá svarar hann á sinn draumkennda hátt. „Það er allt hægt í þessu lífi.“ Á bak við hann er svo einn magnaðasti karlakór landsins, Fjallabræður. Fjallabræður eiga sér marga aðdáendur af sömu ástæðu, í þeim býr frelsið, þeir syngja baráttusöngva. Þeir fylla dalinn af hlátri og það er eins og brimið lemji klettótta strönd eða fjöll hrynji þegar þeir rísa hæst. Það er á svona stundum að maður skynjar að eitthvað er að gerast sem gefur þjóðinni nýja von. Nokkrum kvöldum síðar er Harpa opnuð á ný og þá er þar kominn annar söngvari og talent Páll Óskar Hjálmtýsson náttúrubarn og einstakur maður sviðs og söngva sem boðar einnig gleðina og að hver stund verði að snúast um bjartsýni og trú. Er Harpa leiðin?Enn á þjóðin Ríkisútvarpið og þjóðin á Hörpu, þetta mikla tónlistarhús sem er skilgetið afkvæmi hinna stóru og óraunhæfu drauma eða vitleysu sem fór úr böndunum í aðdraganda hrunsins. Harpa er risin og kannski liggja í þessu húsi draumar um sameiningu og nýja bjartsýni. Í upphafi síðustu aldar fóru fyrir hugsjónum og endurreisn landsins skáld og stjórnmálamenn. Nú er eins og þessir „listamenn“ nái ekki eyrum þjóðarinnar. Við Íslendingar höfum hins vegar aldrei átt jafnmarga söngvara, konur og karla sem rísa hátt og frábæra kóra um allt land. Væri kannski gott fyrir okkur öll að einu sinni í mánuði verði Harpa opnuð þjóðinni með söng og stórtónleikum listamanna? Og að sjónvarpið jafnframt flytti slíka gleði inn á hvert heimili? Landið á ærinn auð og hér er gnægð tækifæra en það sem skortir á er að landsmenn hvar sem þeir standa taki arm í arm og horfi fram á veginn. Eða eins og Mugison sagði: „Það er allt hægt í þessu lífi“.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar