Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2012 06:00 Jovan Zdravevski hefur aðeins spilað í tæpar 62 mínútur í deildinni í vetur. Fréttablaðið/Valli Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugðist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann," segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin festist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann áftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfingar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum," segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór útaf í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikjum. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leikirnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda," segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvægur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálpar okkur að teygja varnir mótherjanna," segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira
Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugðist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann," segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin festist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann áftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfingar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum," segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór útaf í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikjum. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leikirnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda," segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvægur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálpar okkur að teygja varnir mótherjanna," segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira