Nýtt er orðið til Örn Bárður Jónsson skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Í hinni helgu bók, Biblíunni, segir á einum stað: „…hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til.“ Stjórnarskráin er komin á ellilaunaaldur, orðin 67 ára. Hún var sett til bráðabirgða á sínum tíma og til stóð að endurskoða hana fljótlega í árdaga lýðveldisins. Alþingi hefur gert nokkrar tilraunir í áranna rás en án marktæks árangurs. Einu stóru breytingarnar voru lagfæringar á mannréttindakaflanum árið 1995. Svo hófst hið hugrakka ferli undir forystu núverandi forsætisráðherra. Stjórnlaganefnd var sett á laggirnar sem falið var að halda þjóðfund og skrifa skýrslu um málið og fá hana síðan Stjórnlagaþingi í hendur. Stjórnlagaþing breyttist í Stjórnlagaráð eins og við þekkjum eftir að fulltrúar úr Hæstarétti ógiltu kosningarnar með súrrealískum rökum sínum. Í Stjórnlagaráði náðist sá undraverði árangur á mettíma að til varð frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem allir ráðsmenn stóðu einhuga að. Nú hefur Alþingi haft málið til skoðunar og leitað álits hjá ýmsum aðilum eins og vera ber. Meirihluti Stjórnlaganefndar hefur sýnt þá háttvísi að fjalla ekki opinberlega um frumvarp Stjórnlagaráðs enda tók ráðið við starfi nefndarinnar og var falið að þróa það áfram og svo liggur það fyrir að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hyggst ekki kalla á nefndarfólkið til álitsgjafar. Það voru mikil forréttindi að fá að sitja í Stjórnlagaráði. Ég veit að margir gagnmerkir háskólamenn hefðu gjarnan viljað koma að þessu mikilvæga verkefni. Það hefði líka verið fengur að þeim flestum. En ef allir hefðu komið til starfa sem það hefðu viljað, þá hefði líklega lítið orðið úr verki. Við vonum hins vegar innilega að þeir sem ekki komu að þessu sinni að sjálfu borðinu þar sem stjórnarskrárfrumvarpið okkar var samið, láti það ekki trufla sig heldur líti jákvæðum, sanngjörnum og uppbyggilegum augum á okkar brautryðjendastarf. Nú virðist staðan hins vegar vera sú að Alþingi velkist í nokkrum vafa um meðferð frumvarpsins. Ég er sannfærður um að á Alþingi situr margt gott fólk en þar er líka hópur sem í skjóli flokks síns stendur gegn réttarbótum í landinu. Þetta er fólk sem vill standa vörð um sérhagsmuni og órétt, vill t.d. ekki að auðlindirnar verði í þjóðareign, að atkvæðavægi verði jafnt um allt land eða að held skilrúm verði sett milli valdþátta í stjórnskipun landsins. Alþingi hefur ekki tekist að breyta stjórnarskrá landsins á afgerandi hátt í heilan mannsaldur. Alþingi er á margan hátt ófært um að vinna þá vinnu. Þess vegna var öðrum falið að semja frumvarpið, fulltrúum fólksins, sem kosnir voru sem einstaklingar en ekki flokksbundnir sérhagsmunagæslumenn. Ef Alþingi kemur ekki sjálft með betra frumvarp og það nú strax á næstu vikum þá verður að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs fyrir þjóðina og fá afstöðu hennar. Núverandi stjórnarskrá er úrelt á mörgum sviðum en sú nýja er róttæk réttarbót sem tekur þeirri gömlu fram á öllum sviðum leyfi ég mér að fullyrða. Nú þarf Alþingi að sýna djörfung og dug og klára málið í stað þess að drepa því á dreif og láta sérhyggjuna grassera áfram eins og meinvarp í þjóðarlíkamanum. Nýtt er orðið til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í hinni helgu bók, Biblíunni, segir á einum stað: „…hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til.“ Stjórnarskráin er komin á ellilaunaaldur, orðin 67 ára. Hún var sett til bráðabirgða á sínum tíma og til stóð að endurskoða hana fljótlega í árdaga lýðveldisins. Alþingi hefur gert nokkrar tilraunir í áranna rás en án marktæks árangurs. Einu stóru breytingarnar voru lagfæringar á mannréttindakaflanum árið 1995. Svo hófst hið hugrakka ferli undir forystu núverandi forsætisráðherra. Stjórnlaganefnd var sett á laggirnar sem falið var að halda þjóðfund og skrifa skýrslu um málið og fá hana síðan Stjórnlagaþingi í hendur. Stjórnlagaþing breyttist í Stjórnlagaráð eins og við þekkjum eftir að fulltrúar úr Hæstarétti ógiltu kosningarnar með súrrealískum rökum sínum. Í Stjórnlagaráði náðist sá undraverði árangur á mettíma að til varð frumvarp að nýrri stjórnarskrá sem allir ráðsmenn stóðu einhuga að. Nú hefur Alþingi haft málið til skoðunar og leitað álits hjá ýmsum aðilum eins og vera ber. Meirihluti Stjórnlaganefndar hefur sýnt þá háttvísi að fjalla ekki opinberlega um frumvarp Stjórnlagaráðs enda tók ráðið við starfi nefndarinnar og var falið að þróa það áfram og svo liggur það fyrir að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hyggst ekki kalla á nefndarfólkið til álitsgjafar. Það voru mikil forréttindi að fá að sitja í Stjórnlagaráði. Ég veit að margir gagnmerkir háskólamenn hefðu gjarnan viljað koma að þessu mikilvæga verkefni. Það hefði líka verið fengur að þeim flestum. En ef allir hefðu komið til starfa sem það hefðu viljað, þá hefði líklega lítið orðið úr verki. Við vonum hins vegar innilega að þeir sem ekki komu að þessu sinni að sjálfu borðinu þar sem stjórnarskrárfrumvarpið okkar var samið, láti það ekki trufla sig heldur líti jákvæðum, sanngjörnum og uppbyggilegum augum á okkar brautryðjendastarf. Nú virðist staðan hins vegar vera sú að Alþingi velkist í nokkrum vafa um meðferð frumvarpsins. Ég er sannfærður um að á Alþingi situr margt gott fólk en þar er líka hópur sem í skjóli flokks síns stendur gegn réttarbótum í landinu. Þetta er fólk sem vill standa vörð um sérhagsmuni og órétt, vill t.d. ekki að auðlindirnar verði í þjóðareign, að atkvæðavægi verði jafnt um allt land eða að held skilrúm verði sett milli valdþátta í stjórnskipun landsins. Alþingi hefur ekki tekist að breyta stjórnarskrá landsins á afgerandi hátt í heilan mannsaldur. Alþingi er á margan hátt ófært um að vinna þá vinnu. Þess vegna var öðrum falið að semja frumvarpið, fulltrúum fólksins, sem kosnir voru sem einstaklingar en ekki flokksbundnir sérhagsmunagæslumenn. Ef Alþingi kemur ekki sjálft með betra frumvarp og það nú strax á næstu vikum þá verður að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs fyrir þjóðina og fá afstöðu hennar. Núverandi stjórnarskrá er úrelt á mörgum sviðum en sú nýja er róttæk réttarbót sem tekur þeirri gömlu fram á öllum sviðum leyfi ég mér að fullyrða. Nú þarf Alþingi að sýna djörfung og dug og klára málið í stað þess að drepa því á dreif og láta sérhyggjuna grassera áfram eins og meinvarp í þjóðarlíkamanum. Nýtt er orðið til.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun