Lífeyriskerfið þarf að endurmeta Ögmundur Jónasson skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Róttækrar hugsunar er þörf til að endurskipuleggja lífeyriskerfi landsmanna. Í ljósi reynslunnar þarf að endurskoða alla stefnumótun og lagaumgjörð. Fólki mislíkar að fjármunir þess séu háðir duttlungum markaðar í þeim mæli sem nú er, en ekki nýttir til markvissarar uppbyggingar á innviðum samfélagsins eins og gert var í meira mæli fyrr á tíð. Þá er augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd er orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir um 120 milljarða á ári. Helminginn mega þeir fara með úr landi, svo framarlega sem gjaldeyrisforðinn leyfir. Hinn helminginn verða þeir að fjárfesta hér heima. Það geta þeir gert hjá ríki og sveitarfélögum, sem að mínum dómi er heppilegasti kosturinn. En eftirspurn opinberra aðila eru takmörk sett og má hugsa sér að hluti þess fjármagns sem fólk leggur til lífeyris, og byggir á sjóðsmyndun, fari til fjárfestinga í atvinnulífinu. Ég tel hins vegar að blandan í okkar lífeyriskokkteil þurfi að breytast hvað varðar ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun. Ég tel að falla eigi frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. Alamannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé. Drýgstur hluti þess fjár gæti komið úr nýjum Auðlindasjóði sem um er rætt að setja á laggirnar. En svo að það sé sagt alveg skýrt: Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Um þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að lífeyriskerfin verða að koma til endurskoðunar inn í framtíðina og ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Róttækrar hugsunar er þörf til að endurskipuleggja lífeyriskerfi landsmanna. Í ljósi reynslunnar þarf að endurskoða alla stefnumótun og lagaumgjörð. Fólki mislíkar að fjármunir þess séu háðir duttlungum markaðar í þeim mæli sem nú er, en ekki nýttir til markvissarar uppbyggingar á innviðum samfélagsins eins og gert var í meira mæli fyrr á tíð. Þá er augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd er orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir um 120 milljarða á ári. Helminginn mega þeir fara með úr landi, svo framarlega sem gjaldeyrisforðinn leyfir. Hinn helminginn verða þeir að fjárfesta hér heima. Það geta þeir gert hjá ríki og sveitarfélögum, sem að mínum dómi er heppilegasti kosturinn. En eftirspurn opinberra aðila eru takmörk sett og má hugsa sér að hluti þess fjármagns sem fólk leggur til lífeyris, og byggir á sjóðsmyndun, fari til fjárfestinga í atvinnulífinu. Ég tel hins vegar að blandan í okkar lífeyriskokkteil þurfi að breytast hvað varðar ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun. Ég tel að falla eigi frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. Alamannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé. Drýgstur hluti þess fjár gæti komið úr nýjum Auðlindasjóði sem um er rætt að setja á laggirnar. En svo að það sé sagt alveg skýrt: Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Um þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að lífeyriskerfin verða að koma til endurskoðunar inn í framtíðina og ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar