200 milljarða króna sveifla í sjávarútvegi 22. febrúar 2012 06:00 löndun Viðsnúningurinn í sjávarútveginum er um 200 milljarðar íslenskra króna frá árslokum 2008. Fréttablaðið/ Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. Steingrímur sagði þetta til marks um að sjávarútvegurinn væri að endurheimta sinn fyrri styrk frá því fyrir hrun. Fjárfestingar væru að aukast og í heildina tekið væri afkoman góð með framlegð upp undir 30 prósent af tekjum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um starfsumhverfi sjávarútvegsins. Hann sagði sjávarútveginn búa við meiri skattlagningu en aðrar atvinnugreinar. Hann greiddi til að mynda 4,5 milljarða króna í veiðigjald sem að öllum líkindum hefðu að öðrum kosti runnið til fjárfestinga og framþróunar í greininni. Gunnar Bragi minnti á að sjávarútvegur væri hátækniiðnaður en byggi við mun meiri óvissu en aðrar greinar. „Hvernig gengi ferðaþjónustunni ef menn vissu ekki hvaða flugfélög myndu fljúga næsta sumar til og frá landinu?" Þetta endurspeglaði áhyggjur flestra stjórnarandstæðinga sem töldu óvissuna í greininni allt of mikla. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa skapað óþolandi óvissu um greinina, ekki síst með frumvarpi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. „Það er ekki langt síðan sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að það tæki hann ekki meira en um þrjár vikur að ganga þannig frá málum að hann gæti komið með frumvarp inn í þingið," sagði Illugi. Steingrímur hefði verið tvo mánuði í embætti, en ekkert bólaði á frumvarpinu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði til þess að hagnaður sjávarútvegsins á síðasta ári hefði verið á fimmta tug milljarða króna. Tímabært væri að sjávarútvegurinn skilaði almenningi eðlilegri hlutdeild í þeim arði. „Það eru dregin að landi sem nemur 10 kg af fiski á hvern íbúa á landinu á hverjum einasta degi allan ársins hring." Tryggja yrði hlutdeild þjóðarinnar í aflaverðmætinu. Steingrímur sagði óvissu í sjávarútvegi ekki uppfinningu ríkisstjórnarinnar. Lengi hefði verið deilt um fyrirkomulag fiskveiða og sú deila yrði ekki leyst fyrr en menn tækju höndum saman um málið. Af orðum Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var ekki að sjá að sú sátt væri í sjónmáli: „Það er lífsspursmál að spúla dekkið og losna við óværuna. Ríkisstjórnina burt." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. Steingrímur sagði þetta til marks um að sjávarútvegurinn væri að endurheimta sinn fyrri styrk frá því fyrir hrun. Fjárfestingar væru að aukast og í heildina tekið væri afkoman góð með framlegð upp undir 30 prósent af tekjum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um starfsumhverfi sjávarútvegsins. Hann sagði sjávarútveginn búa við meiri skattlagningu en aðrar atvinnugreinar. Hann greiddi til að mynda 4,5 milljarða króna í veiðigjald sem að öllum líkindum hefðu að öðrum kosti runnið til fjárfestinga og framþróunar í greininni. Gunnar Bragi minnti á að sjávarútvegur væri hátækniiðnaður en byggi við mun meiri óvissu en aðrar greinar. „Hvernig gengi ferðaþjónustunni ef menn vissu ekki hvaða flugfélög myndu fljúga næsta sumar til og frá landinu?" Þetta endurspeglaði áhyggjur flestra stjórnarandstæðinga sem töldu óvissuna í greininni allt of mikla. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa skapað óþolandi óvissu um greinina, ekki síst með frumvarpi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. „Það er ekki langt síðan sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að það tæki hann ekki meira en um þrjár vikur að ganga þannig frá málum að hann gæti komið með frumvarp inn í þingið," sagði Illugi. Steingrímur hefði verið tvo mánuði í embætti, en ekkert bólaði á frumvarpinu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði til þess að hagnaður sjávarútvegsins á síðasta ári hefði verið á fimmta tug milljarða króna. Tímabært væri að sjávarútvegurinn skilaði almenningi eðlilegri hlutdeild í þeim arði. „Það eru dregin að landi sem nemur 10 kg af fiski á hvern íbúa á landinu á hverjum einasta degi allan ársins hring." Tryggja yrði hlutdeild þjóðarinnar í aflaverðmætinu. Steingrímur sagði óvissu í sjávarútvegi ekki uppfinningu ríkisstjórnarinnar. Lengi hefði verið deilt um fyrirkomulag fiskveiða og sú deila yrði ekki leyst fyrr en menn tækju höndum saman um málið. Af orðum Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var ekki að sjá að sú sátt væri í sjónmáli: „Það er lífsspursmál að spúla dekkið og losna við óværuna. Ríkisstjórnina burt." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira