Ritstjóri blæs í orkublöðruna Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði um stöðu rammaáætlunar í leiðara fyrir skömmu og dró þar ályktanir sem vert er að ræða. Í fyrsta lagi óttaðist ritstjórinn um afdrif rammaáætlunar vegna afstöðu náttúruverndarhreyfingarinnar. Skilja mátti á ritstjóranum að almenn sátt væri um drög að tillögum um rammaáætlun í samfélaginu og að óánægju gætti einungis í röðum náttúruverndarhreyfingarinnar og þingmanna VG. Því fer fjarri. Samtök ferðaþjónustunnar, sveitarfélög og Verndarsjóður villtra laxa eru meðal þeirra fjölmörgu sem gera athugasemdir við tillögurnar og vilja fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Í öðru lagi skrifar ritstjórinn að „aðeins" um fjórðungur virkjanlegrar orku á landinu fari í nýtingarflokk samkvæmt tillögunum og að það þætti einhverjum umtalsverður sigur náttúruverndar. Tillögurnar gera ráð fyrir virkjunum sem munu framleiða 13.234 gígawattstundir. Það er orka sem jafnast á við rétt tæpar þrjár Kárahnjúkavirkjanir og aflað verður með fjölda virkjana, t.d. inni á miðju hálendi. Það þarf fjörugt ímyndunarafl til að túlka það sem sigur náttúruverndar. Fullyrðingar ritstjórans um að þetta sé fjórðungur virkjanlegrar orku í landinu standast heldur ekki skoðun. Í nýlegri skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að við séum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Tillögur í drögum að rammaáætlun fara því nærri því að klára alla orkukosti sem eftir eru í landinu, ekki nema að ritstjórinn sjái fyrir sér virkjanir í Trölladyngju, Skjálfandafljóti, Hveravöllum og fleiri svæðum með mikið og óumdeilt verndargildi. Í þriðja lagi skrifar ritstjórinn að uppbygging stóriðju sé eitt af tækifærum okkar til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar og að ákvörðun um að virkja ekki meira væri ákvörðun um að afþakka hagvöxt. Nú er það svo að hagvöxtur er hvorki algildur né óumdeildur mælikvarði á árangur. Líklega stuðlaði Orkuveita Reykjavíkur að miklum hagvexti á þeim árum sem fyrirtækinu var stýrt nærri gjaldþroti með óábyrgum fjárfestingum, þ.á.m. í virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Almenningur hefur fengið að greiða fyrir þau hagvaxtaráhrif með miklum hækkunum orkuverðs og meðfylgjandi verðbólguáhrifum á fasteignalán. Um áhrif stóriðju á atvinnuuppbyggingu má einnig deila. Þannig minnti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á það á nýafstöðnu Viðskiptaþingi að gæta þyrfti að því að risavaxin verkefni, t.d. í orkufrekum iðnaði, gerðu ekki illt verra með ruðningsáhrifum. Þá hefur Finnbogi Jónsson, núverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sagt að störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi. Skapa mætti mun fleiri störf við nýsköpun fyrir sama fé. Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í samfélaginu með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald. Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki náð að rækja það hlutverk í aðdraganda bankahrunsins, þeir hafi þvert á móti átt stóran hlut í því hve umræða um fjármálafyrirtækin var bæði umfangsmikil og lofsamleg. Fjölmiðlar tóku þannig virkan þátt í að blása upp bankabólu þar til hún sprakk. Ætla þeir líka að blása í orkubóluna af sama ákafa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Tengdar fréttir Ramminn í ruslið? Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. 14. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins fjallaði um stöðu rammaáætlunar í leiðara fyrir skömmu og dró þar ályktanir sem vert er að ræða. Í fyrsta lagi óttaðist ritstjórinn um afdrif rammaáætlunar vegna afstöðu náttúruverndarhreyfingarinnar. Skilja mátti á ritstjóranum að almenn sátt væri um drög að tillögum um rammaáætlun í samfélaginu og að óánægju gætti einungis í röðum náttúruverndarhreyfingarinnar og þingmanna VG. Því fer fjarri. Samtök ferðaþjónustunnar, sveitarfélög og Verndarsjóður villtra laxa eru meðal þeirra fjölmörgu sem gera athugasemdir við tillögurnar og vilja fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Í öðru lagi skrifar ritstjórinn að „aðeins" um fjórðungur virkjanlegrar orku á landinu fari í nýtingarflokk samkvæmt tillögunum og að það þætti einhverjum umtalsverður sigur náttúruverndar. Tillögurnar gera ráð fyrir virkjunum sem munu framleiða 13.234 gígawattstundir. Það er orka sem jafnast á við rétt tæpar þrjár Kárahnjúkavirkjanir og aflað verður með fjölda virkjana, t.d. inni á miðju hálendi. Það þarf fjörugt ímyndunarafl til að túlka það sem sigur náttúruverndar. Fullyrðingar ritstjórans um að þetta sé fjórðungur virkjanlegrar orku í landinu standast heldur ekki skoðun. Í nýlegri skýrslu um orkustefnu fyrir Ísland kemur fram að við séum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Tillögur í drögum að rammaáætlun fara því nærri því að klára alla orkukosti sem eftir eru í landinu, ekki nema að ritstjórinn sjái fyrir sér virkjanir í Trölladyngju, Skjálfandafljóti, Hveravöllum og fleiri svæðum með mikið og óumdeilt verndargildi. Í þriðja lagi skrifar ritstjórinn að uppbygging stóriðju sé eitt af tækifærum okkar til atvinnuuppbyggingar og hagvaxtar og að ákvörðun um að virkja ekki meira væri ákvörðun um að afþakka hagvöxt. Nú er það svo að hagvöxtur er hvorki algildur né óumdeildur mælikvarði á árangur. Líklega stuðlaði Orkuveita Reykjavíkur að miklum hagvexti á þeim árum sem fyrirtækinu var stýrt nærri gjaldþroti með óábyrgum fjárfestingum, þ.á.m. í virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Almenningur hefur fengið að greiða fyrir þau hagvaxtaráhrif með miklum hækkunum orkuverðs og meðfylgjandi verðbólguáhrifum á fasteignalán. Um áhrif stóriðju á atvinnuuppbyggingu má einnig deila. Þannig minnti Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, á það á nýafstöðnu Viðskiptaþingi að gæta þyrfti að því að risavaxin verkefni, t.d. í orkufrekum iðnaði, gerðu ekki illt verra með ruðningsáhrifum. Þá hefur Finnbogi Jónsson, núverandi framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, sagt að störf í stóriðju séu þau dýrustu í heimi. Skapa mætti mun fleiri störf við nýsköpun fyrir sama fé. Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í samfélaginu með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald. Í rannsóknarskýrslu Alþingis segir að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki náð að rækja það hlutverk í aðdraganda bankahrunsins, þeir hafi þvert á móti átt stóran hlut í því hve umræða um fjármálafyrirtækin var bæði umfangsmikil og lofsamleg. Fjölmiðlar tóku þannig virkan þátt í að blása upp bankabólu þar til hún sprakk. Ætla þeir líka að blása í orkubóluna af sama ákafa?
Ramminn í ruslið? Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma átti að vera búið að afgreiða sem ályktun frá Alþingi fyrir janúarlok. Enn er málið þó ekki komið á dagskrá þingsins. Ýmis ákvæði draganna sem lögð voru fram til umsagnar á síðasta ári standa einkum í þingmönnum Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyrir að ráðast í virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem margir í þingflokki VG geta ekki hugsað sér. Fleiri svæði, sem samkvæmt drögunum eru í nýtingarflokki, eru umdeild. 14. febrúar 2012 06:00
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun