Ólsari keppir um gullskóinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. mars 2012 10:30 Aleksandrs Cekulajevs sést hér í búningi Víkings frá Ólafsvík. Mynd/Helgi Kristjánsson Sjálfsagt muna ekki margir eftir Lettanum Aleksandrs Cekulajevs sem lék hér á landi sumarið 2010. Helst stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík og aðrir sem fylgdust vel með keppni í 2. deild karla það sumar. Cekulajevs skoraði fjórtán mörk í 22 leikjum með Ólsurum þetta eina sumar sem hann spilaði hér á landi. Cekulajevs spilaði í JK Trans Narva í efstu deild í Eistlandi síðasta tímabil og er óhætt að fullyrða að þar hafi hann slegið í gegn – enda skoraði hann 46 mörk í 35 deildarleikjum með félaginu. Ótrúlegur árangur sem skilaði honum ofarlega á lista yfir þá sem keppa um gullskó Evrópu en hann fær markahæsti leikmaður álfunnar ár hvert. Keppt er í Eistlandi yfir sumarmánuðina, rétt eins og á Íslandi, og lauk tímabilinu þar í nóvember. Cekulajevs getur því ekki bætt við árangurinn þó svo að hann sé reyndar búinn að skipta yfir í lið sem spilar yfir vetrartímann. Hann er nú hjá FC Valletta á Möltu. Lengi vel var hann með myndarlegt forskot á næstu menn á listanum – þá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Börsunginn Lionel Messi. En þar sem þeir fá tvo punkta fyrir hvert mark þar sem þeir spila í sterkari deild voru þeir fljótir að taka fram úr Cekulajevs á stigum. Ronaldo er kominn með 30 mörk (60 stig) og Messi með 28 (56 stig). Cekulajevs fékk bara eitt stig fyrir hvert mark sem hann skoraði í Eistlandi og situr því eftir með „aðeins" 46 stig. Robin van Persie, leikmaður Arsenal, hefur einnig tekið fram úr honum með sín 25 mörk (50 stig) í ensku úrvalsdeildinni. Ejub Puresevic þjálfaði Cekulajevs hjá Víkingi fyrir tveimur árum. „Þessar fréttir komu vissulega á óvart. Hann spilaði talsvert hjá okkur en lenti líka í meiðslum. Þetta var góður leikmaður en kannski helst til mjúkur fyrir íslenska boltann. En því er ekki að neita að hann gat klárað sín færi og gerði það vel," sagði Ejub sem segir að það hafi komið til tals að hann myndi spila áfram með Víkingum. „En það náðist ekki samkomulag um það." Ejub gleðst yfir árangri Cekulajevs. „Þetta er ágætis drengur og þetta eru auðvitað glæsilegar tölur." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Sjálfsagt muna ekki margir eftir Lettanum Aleksandrs Cekulajevs sem lék hér á landi sumarið 2010. Helst stuðningsmenn Víkings frá Ólafsvík og aðrir sem fylgdust vel með keppni í 2. deild karla það sumar. Cekulajevs skoraði fjórtán mörk í 22 leikjum með Ólsurum þetta eina sumar sem hann spilaði hér á landi. Cekulajevs spilaði í JK Trans Narva í efstu deild í Eistlandi síðasta tímabil og er óhætt að fullyrða að þar hafi hann slegið í gegn – enda skoraði hann 46 mörk í 35 deildarleikjum með félaginu. Ótrúlegur árangur sem skilaði honum ofarlega á lista yfir þá sem keppa um gullskó Evrópu en hann fær markahæsti leikmaður álfunnar ár hvert. Keppt er í Eistlandi yfir sumarmánuðina, rétt eins og á Íslandi, og lauk tímabilinu þar í nóvember. Cekulajevs getur því ekki bætt við árangurinn þó svo að hann sé reyndar búinn að skipta yfir í lið sem spilar yfir vetrartímann. Hann er nú hjá FC Valletta á Möltu. Lengi vel var hann með myndarlegt forskot á næstu menn á listanum – þá Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Börsunginn Lionel Messi. En þar sem þeir fá tvo punkta fyrir hvert mark þar sem þeir spila í sterkari deild voru þeir fljótir að taka fram úr Cekulajevs á stigum. Ronaldo er kominn með 30 mörk (60 stig) og Messi með 28 (56 stig). Cekulajevs fékk bara eitt stig fyrir hvert mark sem hann skoraði í Eistlandi og situr því eftir með „aðeins" 46 stig. Robin van Persie, leikmaður Arsenal, hefur einnig tekið fram úr honum með sín 25 mörk (50 stig) í ensku úrvalsdeildinni. Ejub Puresevic þjálfaði Cekulajevs hjá Víkingi fyrir tveimur árum. „Þessar fréttir komu vissulega á óvart. Hann spilaði talsvert hjá okkur en lenti líka í meiðslum. Þetta var góður leikmaður en kannski helst til mjúkur fyrir íslenska boltann. En því er ekki að neita að hann gat klárað sín færi og gerði það vel," sagði Ejub sem segir að það hafi komið til tals að hann myndi spila áfram með Víkingum. „En það náðist ekki samkomulag um það." Ejub gleðst yfir árangri Cekulajevs. „Þetta er ágætis drengur og þetta eru auðvitað glæsilegar tölur."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira