Opið bréf til borgarstjóra: Mosku í Reykjavík - mál allra Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 14. mars 2012 06:00 Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi." Þetta er niðurstaða Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðsins og hún rataði á forsíðu Fréttablaðsins sem aðalfrétt þriðjudagsins 21. febrúar 2012. Og hvaða ásteytingarsteinar eru efst á baugi hjá nefndinni? „Í fyrsta lagi skuli múslímar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur." Það eru á 13. ár síðan undirritaður gekk á fund þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, með þáverandi formanni Félags múslíma á Íslandi, Salmanni Tamimi, sem lagði þá fram umsókn um lóð undir mosku. Nú að liðnum meira en 12 árum hafa múslímar enn ekki fengið land undir mosku. Ýmsar skýringar og aðallega ekki-skýringar hafa verið á sveimi. Ljóst er að kynþáttafordómar ýmissa kjörinna fulltrúa og embættismanna hafa staðið í vegi fyrir framgangi málsins og tafið eðlilega afgreiðslu þess. Þetta er orðin sagan endalausa og er höfuðborginni og þjóðinni til háborinnar skammar. Í áliti Kynþáttafordómanefndar eru íslensk stjórnvöld í öðru lagi hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Árin hafa liðið og umsókn Félags múslíma á Íslandi velkst um í borgarkerfinu, og margir hafa orðið til að afvegaleiða eðlilega umræðu og afgreiðslu málsins. Á meðan hafa önnur trúfélög fengið sínar umsóknir afgreiddar. Þar má nefna Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, búddista, Votta Jehóva og Ásatrúarfélagið. En múslímar, sem telja nú þegar um 750 manns, sitja á hakanum. Kynþáttafordómar, íslamófóbía (hræðsla við trúarbrögðin Íslam) og rasismi af einum og öðrum toga, eiga sér víða vaxtarreit. Það eru misvel leyndir fordómar hjá borgarfulltrúum, embættismönnum og starfsliði borgarinnar sem tafið hafa afgreiðslu þessa máls á óeðlilegan hátt. Nú er svo komið að þessi mismunun hefur vakið athygli þeirra sem fara með mannréttindamál í Evrópu, það er Evrópuráðsins. Kynþáttafordómanefndin hefur sent frá sér álit sem er rautt spjald, ekki bara fyrir borgaryfirvöld heldur fyrir þjóðina alla. Okkar allra er skömmin á meðan þetta mál hefur ekki fengið farsælan endi. Ég treysti því að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld afgreiði málið nú tafarlaust og verði við þeirri mannréttindakröfu sem borist hefur einnig frá Evrópuráðinu og verið sett í forgang af hálfu þess. Krafan er að Félag múslíma á Íslandi fái land og leyfi til að reisa hér mosku þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Krafan um mosku í Reykjavík er mál okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi." Þetta er niðurstaða Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðsins og hún rataði á forsíðu Fréttablaðsins sem aðalfrétt þriðjudagsins 21. febrúar 2012. Og hvaða ásteytingarsteinar eru efst á baugi hjá nefndinni? „Í fyrsta lagi skuli múslímar á Íslandi fá land og leyfi til að reisa þar moskur." Það eru á 13. ár síðan undirritaður gekk á fund þáverandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, með þáverandi formanni Félags múslíma á Íslandi, Salmanni Tamimi, sem lagði þá fram umsókn um lóð undir mosku. Nú að liðnum meira en 12 árum hafa múslímar enn ekki fengið land undir mosku. Ýmsar skýringar og aðallega ekki-skýringar hafa verið á sveimi. Ljóst er að kynþáttafordómar ýmissa kjörinna fulltrúa og embættismanna hafa staðið í vegi fyrir framgangi málsins og tafið eðlilega afgreiðslu þess. Þetta er orðin sagan endalausa og er höfuðborginni og þjóðinni til háborinnar skammar. Í áliti Kynþáttafordómanefndar eru íslensk stjórnvöld í öðru lagi hvött til að ljúka lagasetningu um bann við mismunun vegna kynþáttar og misréttis. Árin hafa liðið og umsókn Félags múslíma á Íslandi velkst um í borgarkerfinu, og margir hafa orðið til að afvegaleiða eðlilega umræðu og afgreiðslu málsins. Á meðan hafa önnur trúfélög fengið sínar umsóknir afgreiddar. Þar má nefna Rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna, búddista, Votta Jehóva og Ásatrúarfélagið. En múslímar, sem telja nú þegar um 750 manns, sitja á hakanum. Kynþáttafordómar, íslamófóbía (hræðsla við trúarbrögðin Íslam) og rasismi af einum og öðrum toga, eiga sér víða vaxtarreit. Það eru misvel leyndir fordómar hjá borgarfulltrúum, embættismönnum og starfsliði borgarinnar sem tafið hafa afgreiðslu þessa máls á óeðlilegan hátt. Nú er svo komið að þessi mismunun hefur vakið athygli þeirra sem fara með mannréttindamál í Evrópu, það er Evrópuráðsins. Kynþáttafordómanefndin hefur sent frá sér álit sem er rautt spjald, ekki bara fyrir borgaryfirvöld heldur fyrir þjóðina alla. Okkar allra er skömmin á meðan þetta mál hefur ekki fengið farsælan endi. Ég treysti því að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld afgreiði málið nú tafarlaust og verði við þeirri mannréttindakröfu sem borist hefur einnig frá Evrópuráðinu og verið sett í forgang af hálfu þess. Krafan er að Félag múslíma á Íslandi fái land og leyfi til að reisa hér mosku þar sem þeir geti iðkað trú sína, í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu. Krafan um mosku í Reykjavík er mál okkar allra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar