19. aldar iðnvæðing á Suðurnesjum? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. Af hverju þykir það sjálfsagt (sbr. það sem komið hefur fram í máli forstjóra Landsnets) að það skili sér beint í hærra orkuverði til almennings ef raforkuflutningskerfi sem byggt er fyrir einkafyrirtæki í Helguvík verður dýrara en Landsnet gerði ráð fyrir? Í fyrsta lagi hefur viðkomandi einkafyrirtæki væntanlega samið sérstaklega um annað og lægra orkuverð en við hin borgum. Í öðru lagi, hefði ekki átt að taka tillit til þessa í hagkvæmniútreikningum fyrirtækisins? Var það kannski hugmyndin að almenningur stæði undir kostnaði sem snýr að umhverfi, aðlögun eða auknum gæðum almennt? Eru umhverfismál og gæði kannski alfarið á kostnað almennings – eitthvað sem greiðist eftir skatt en ekki með sköttum? Þriðja leiðinÞað er eitt að byggja álver og annað hvernig það er gert. Það er eitt að byggja raforkuflutningskerfi fyrir loftlínur og annað hvernig það er gert. Iðnaðarmannvirki þarf ekki að hanna með sama hætti og gert var snemma á tuttugustu öld – tímarnir eru breyttir. Auðvitað er hægt að aðlaga iðnaðarmannvirki að nútímanum, landslaginu og samfélaginu – og í sátt við það – með umhverfisvæn sjónarmið í huga. Til þess þarf bara vilja og það kostar ekki meira ef rétt er að farið. Þriðja leiðin felur í sér lausnir sem uppfylla bæði tæknilegar og umhverfislegar kröfur á hagkvæman hátt. Þrýstingur á breytingar eykst nú hratt með vaxandi umhverfisvakningu og tilheyrandi umhverfiskröfum í mannvirkjahönnun. Það er e.t.v. ráð að hafa þetta í huga, þar sem mannvirkin sem nú stendur til að reisa á Reykjanesskaganum munu standa þar um margra áratuga skeið. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að háspennumöstur í formi „skúlptúra“, eins og oft vill verða niðurstaðan í arkitektasamkeppnum um háspennumöstur, eru ólíkleg til þess að vera lausn á vandamálinu sem hér er rætt. Það krefst þekkingar að greina á milli skúlptúra annars vegar og lausna hins vegar, sem ekki bara uppfylla kröfur til tæknilegs hlutverks, umhverfis og kostnaðar, heldur jafnframt bæta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina. Háspennustrengir í jörðuHáspennustrengur í jörðu er krefjandi framkvæmd í umhverfislegu tilliti. Vegagerð fyrir þungavinnuvélar, stórir skurðir og fyllingar tilheyra slíkri framkvæmd. Breitt svöðusár verður eftir í landslaginu sem í íslenskum aðstæðum er oft viðkvæmt. Í samhengi við Suðvesturlínur er um að ræða mosa og hraun, svöðusár sem ekki verður lagað eftir á. Um þetta hefur verið skrifað í Fréttablaðinu (Gústaf Adolf Skúlason, 25. nóvember 2011). Engu að síður ber að ígrunda þennan valkost vel, ef valið stendur á milli þess og þeirrar lausnar sem Landsnet býður upp á. Hér þarf bráðnauðsynlega að kanna þriðju leiðina. Að lokum Hér er ekki mælt gegn loftlínum sem slíkum, við þurfum rafmagn. Hér er bent á að valkostirnir eru fleiri en tveir. Í þriðju leiðinni er að finna aðrar lausnir sem gætu verið grundvöllur að meiri sátt um framkvæmdir eins og þær sem hér er rætt um – stóriðnaðarframkvæmdir. Það má ekki gleyma því að niðurgrafinn háspennustrengur út eftir Reykjanesskaganum veldur óafturkræfu umhverfisraski. Jarðstrengur er því frá umhverfissjónarmiðum að vissu leyti vafasöm framkvæmd. Kostnaðarhliðin er þekkt og hefur verið rædd mikið í fjölmiðlum. Fjárfesting í orkuflutningskerfum er skv. sérfræðingum áhættuminnsta fjárfestingin sem hægt er að gera í orkugeiranum í dag. Umhverfisslys vofir nú yfir Reykjanesi og með breyttri hugsun má enn koma í veg fyrir það. Um leið er fjárfest í nýrri sýn, forsendum og aðferðum – þekkingu. Nútíma verkfræði býr yfir mýmörgum möguleikum til þess að skapa nýjar raunverulega hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir sem endurspegla samtímann og getu hans til að leysa flókin verkefni vel. Forðumst umhverfisslys á Reykjanesskaga. Greinina má lesa í fullri lengd á: www.linudans.org Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. Af hverju þykir það sjálfsagt (sbr. það sem komið hefur fram í máli forstjóra Landsnets) að það skili sér beint í hærra orkuverði til almennings ef raforkuflutningskerfi sem byggt er fyrir einkafyrirtæki í Helguvík verður dýrara en Landsnet gerði ráð fyrir? Í fyrsta lagi hefur viðkomandi einkafyrirtæki væntanlega samið sérstaklega um annað og lægra orkuverð en við hin borgum. Í öðru lagi, hefði ekki átt að taka tillit til þessa í hagkvæmniútreikningum fyrirtækisins? Var það kannski hugmyndin að almenningur stæði undir kostnaði sem snýr að umhverfi, aðlögun eða auknum gæðum almennt? Eru umhverfismál og gæði kannski alfarið á kostnað almennings – eitthvað sem greiðist eftir skatt en ekki með sköttum? Þriðja leiðinÞað er eitt að byggja álver og annað hvernig það er gert. Það er eitt að byggja raforkuflutningskerfi fyrir loftlínur og annað hvernig það er gert. Iðnaðarmannvirki þarf ekki að hanna með sama hætti og gert var snemma á tuttugustu öld – tímarnir eru breyttir. Auðvitað er hægt að aðlaga iðnaðarmannvirki að nútímanum, landslaginu og samfélaginu – og í sátt við það – með umhverfisvæn sjónarmið í huga. Til þess þarf bara vilja og það kostar ekki meira ef rétt er að farið. Þriðja leiðin felur í sér lausnir sem uppfylla bæði tæknilegar og umhverfislegar kröfur á hagkvæman hátt. Þrýstingur á breytingar eykst nú hratt með vaxandi umhverfisvakningu og tilheyrandi umhverfiskröfum í mannvirkjahönnun. Það er e.t.v. ráð að hafa þetta í huga, þar sem mannvirkin sem nú stendur til að reisa á Reykjanesskaganum munu standa þar um margra áratuga skeið. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að háspennumöstur í formi „skúlptúra“, eins og oft vill verða niðurstaðan í arkitektasamkeppnum um háspennumöstur, eru ólíkleg til þess að vera lausn á vandamálinu sem hér er rætt. Það krefst þekkingar að greina á milli skúlptúra annars vegar og lausna hins vegar, sem ekki bara uppfylla kröfur til tæknilegs hlutverks, umhverfis og kostnaðar, heldur jafnframt bæta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina. Háspennustrengir í jörðuHáspennustrengur í jörðu er krefjandi framkvæmd í umhverfislegu tilliti. Vegagerð fyrir þungavinnuvélar, stórir skurðir og fyllingar tilheyra slíkri framkvæmd. Breitt svöðusár verður eftir í landslaginu sem í íslenskum aðstæðum er oft viðkvæmt. Í samhengi við Suðvesturlínur er um að ræða mosa og hraun, svöðusár sem ekki verður lagað eftir á. Um þetta hefur verið skrifað í Fréttablaðinu (Gústaf Adolf Skúlason, 25. nóvember 2011). Engu að síður ber að ígrunda þennan valkost vel, ef valið stendur á milli þess og þeirrar lausnar sem Landsnet býður upp á. Hér þarf bráðnauðsynlega að kanna þriðju leiðina. Að lokum Hér er ekki mælt gegn loftlínum sem slíkum, við þurfum rafmagn. Hér er bent á að valkostirnir eru fleiri en tveir. Í þriðju leiðinni er að finna aðrar lausnir sem gætu verið grundvöllur að meiri sátt um framkvæmdir eins og þær sem hér er rætt um – stóriðnaðarframkvæmdir. Það má ekki gleyma því að niðurgrafinn háspennustrengur út eftir Reykjanesskaganum veldur óafturkræfu umhverfisraski. Jarðstrengur er því frá umhverfissjónarmiðum að vissu leyti vafasöm framkvæmd. Kostnaðarhliðin er þekkt og hefur verið rædd mikið í fjölmiðlum. Fjárfesting í orkuflutningskerfum er skv. sérfræðingum áhættuminnsta fjárfestingin sem hægt er að gera í orkugeiranum í dag. Umhverfisslys vofir nú yfir Reykjanesi og með breyttri hugsun má enn koma í veg fyrir það. Um leið er fjárfest í nýrri sýn, forsendum og aðferðum – þekkingu. Nútíma verkfræði býr yfir mýmörgum möguleikum til þess að skapa nýjar raunverulega hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir sem endurspegla samtímann og getu hans til að leysa flókin verkefni vel. Forðumst umhverfisslys á Reykjanesskaga. Greinina má lesa í fullri lengd á: www.linudans.org
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun