Vilja endurheimta æskulýðsfulltrúann 22. mars 2012 09:30 Blönduós Vinsæll æskulýðsfulltrúi er hættur vegna lágra launa en segir sig langa að snúa aftur og margir skora á bæjaryfirvðld að greiða fyrir því. Áskorun með undirskriftum 48 íbúa Blönduósbæjar vegna starfsloka æskulýðsfulltrúa var tekin fyrir í bæjarráði á þriðjudag. „Mér finnst þetta náttúrlega alveg frábært," segir Rannveig Rós Bjarnadóttir á Hólabaki, sem verið hefur æskulýðsfulltrúi frá árinu 2006 en sagði starfinu upp í fyrrahaust vegna bágra launakjara og lét af störfum um síðustu mánaðamót. Starfsvettvangur hennar var félagsmiðstöðin Skjólið. „Það er eindregin ósk þeirra sem skrifa undir að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að gera allt hvað þau geta til að halda í Rannveigu. Viljum við með þessum undirskriftalista skora á stjórn Blönduósbæjar að taka þetta mál fyrir á stjórnar- og/eða nefndarfundum bæjarins og reyna að ná sáttum við Rannveigu í málinu," segir í áskoruninni. Bæjarráðið sagði að því hefði verið ókunnugt um að æskulýðsfulltrúinn væri ósáttur við starfskjörin. „Æskulýðsfulltrúi hefur unnið farsælt starf og leitt er ef starfslok hennar beri að með ósætti," bókaði bæjarráðið. „Ég hef þá líklega unnið mína vinnu, ég vona það að minnsta kosti," segir Rannveig um undirskriftasöfnunina sem hún kveðst ekki hafa vitað af. Spurð hvort hún geti hugsað sér að snúa aftur ef kjörin verði betri svarar Rannveig einfaldlega: „Já, mig langar það."- gar Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
Áskorun með undirskriftum 48 íbúa Blönduósbæjar vegna starfsloka æskulýðsfulltrúa var tekin fyrir í bæjarráði á þriðjudag. „Mér finnst þetta náttúrlega alveg frábært," segir Rannveig Rós Bjarnadóttir á Hólabaki, sem verið hefur æskulýðsfulltrúi frá árinu 2006 en sagði starfinu upp í fyrrahaust vegna bágra launakjara og lét af störfum um síðustu mánaðamót. Starfsvettvangur hennar var félagsmiðstöðin Skjólið. „Það er eindregin ósk þeirra sem skrifa undir að bæjaryfirvöld sjái sóma sinn í því að gera allt hvað þau geta til að halda í Rannveigu. Viljum við með þessum undirskriftalista skora á stjórn Blönduósbæjar að taka þetta mál fyrir á stjórnar- og/eða nefndarfundum bæjarins og reyna að ná sáttum við Rannveigu í málinu," segir í áskoruninni. Bæjarráðið sagði að því hefði verið ókunnugt um að æskulýðsfulltrúinn væri ósáttur við starfskjörin. „Æskulýðsfulltrúi hefur unnið farsælt starf og leitt er ef starfslok hennar beri að með ósætti," bókaði bæjarráðið. „Ég hef þá líklega unnið mína vinnu, ég vona það að minnsta kosti," segir Rannveig um undirskriftasöfnunina sem hún kveðst ekki hafa vitað af. Spurð hvort hún geti hugsað sér að snúa aftur ef kjörin verði betri svarar Rannveig einfaldlega: „Já, mig langar það."- gar
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira