Þjórsá í biðflokk og Reykjanes í nýtingu 23. mars 2012 07:45 Fyrirhuguð virkjun við Urriðafoss fer í biðflokk ásamt tveimur öðrum virkjunum í Þjórsá. Fréttablaðið/anton Þjórsá verður tímabundið sett í biðflokk í nýrri tillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Í tillögu verkefnisstjórnar var gert ráð fyrir þremur virkjunum í ánni. Einu breytingarnar sem gerðar verða á tillögunni felast í því að færa svæði úr nýtingarflokki í biðflokk. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu um málið í gær, en það hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn með þessum breytingum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Unnið er að því að tryggja meirihluta fyrir tillögunni. Að auki verða svæði á hálendinu, Hágöngur I og II og Strokköldur, færð í biðflokk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða varðandi Þjórsá. Ætlunin er að safna frekari gögnum, ekki síst varðandi hugmyndir um að viðhalda stofni villtra laxa í ánni. Orri Vigfússon, stjórnarformaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, hefur talað fyrir þeirri hugmynd. Meðalveiði síðustu ára er um 3.000 laxar, langflestir í net. Orri hefur sagt að hreinsa megi Þjórsá svo hún nýtist í stangveiði og 40 laxar veiddir á stöng skili einu ársverki. Það þýddi 75 ársverk miðað við veidda laxa nú. Nokkuð hefur verið deilt um svæði á Reykjanesinu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að hrófla við þeim úr nýtingarflokki. Von er á þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis um að færa Búlandsvirkjun í nýtingarflokk.- kóp Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þjórsá verður tímabundið sett í biðflokk í nýrri tillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Í tillögu verkefnisstjórnar var gert ráð fyrir þremur virkjunum í ánni. Einu breytingarnar sem gerðar verða á tillögunni felast í því að færa svæði úr nýtingarflokki í biðflokk. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu um málið í gær, en það hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn með þessum breytingum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Unnið er að því að tryggja meirihluta fyrir tillögunni. Að auki verða svæði á hálendinu, Hágöngur I og II og Strokköldur, færð í biðflokk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða varðandi Þjórsá. Ætlunin er að safna frekari gögnum, ekki síst varðandi hugmyndir um að viðhalda stofni villtra laxa í ánni. Orri Vigfússon, stjórnarformaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, hefur talað fyrir þeirri hugmynd. Meðalveiði síðustu ára er um 3.000 laxar, langflestir í net. Orri hefur sagt að hreinsa megi Þjórsá svo hún nýtist í stangveiði og 40 laxar veiddir á stöng skili einu ársverki. Það þýddi 75 ársverk miðað við veidda laxa nú. Nokkuð hefur verið deilt um svæði á Reykjanesinu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að hrófla við þeim úr nýtingarflokki. Von er á þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis um að færa Búlandsvirkjun í nýtingarflokk.- kóp
Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira