Telja tölvupóst frá Steingrími setja málið í sérkennilegt ljós 26. janúar 2012 08:00 Krefst frávísunar Baldur krefst þess að máli hans verði vísað frá, til vara að dómur héraðsdóms verði ómerktur, til þrautarvara að hann verði sýknaður og til þrautarþrautarvara að refsingin verði milduð úr tveggja ára fangelsisdómi. Aðstandendur Baldurs sátu næst honum á fremsta bekk í gær.Fréttablaðið/gva Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi. Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknar FME með bréfi 7. maí 2009. Hann hafði þá verið í leyfi frá störfum í fjármálaráðuneytinu vegna rannsóknarinnar. Undir lok mánaðarins ritaði hann Steingrími J. Sigfússyni bréf þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann vildi snúa aftur til fyrra starfs síns þegar tímabundnu leyfi hans lyki. Að samkomulagi varð að hann tæki við störfum ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu til áramóta en tæki í kjölfarið aftur við starfinu í fjármálaráðuneytinu. Þá er komið að því sem Baldri og verjanda hans þykir grunsamlegt og þeir sáu sérstaka ástæðu til að ljá máls á fyrir dómnum: Steingrímur J. Sigfússon sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins tölvupóst 9. júní sama árs – sem Karl kallaði í gær „einkennilegan" – þar sem sagði að Baldur mundi snúa aftur til fyrri starfa í ráðuneytinu um næstu áramót „nema eitthvað annað komi til í millitíðinni". Tveimur dögum síðar birtist síðan frétt í Morgunblaðinu um tilfærslu ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta og var sérstaklega tekið fram að samkvæmt heimildum blaðsins mundi Baldur „að líkindum hætta störfum um næstu áramót". Á fundi FME viku síðar var svo ákveðið að hefja rannsókn á máli Baldurs að nýju, enda hefðu borist ábendingar um hvar nýjar upplýsingar gæti verið að finna sem réttlættu það. Í ræðu sinni fór Karl ekki nánar út í það hvaða þýðingu hann teldi þessa atburðarás hafa í málinu. Karl lagði mesta áherslu á það í málsvörninni að hrekja það að nokkrar nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem réttlættu endurupptökuna. Vegna þess að ekkert nýtt hefði komið fram hefði endurupptakan verið ólögmæt og bryti gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um endurtekna málsmeðferð. Því bæri að vísa málinu frá dómi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, benti á að Hæstiréttur hefði þegar dæmt um þetta atriði á rannsóknarstigi en því mótmælti Karl og taldi þann dóm ekki koma í veg fyrir að hægt yrði að taka afstöðu til þess nú. Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson spurði Sigríði í marggang hverjar hinar nýju upplýsingar hefðu verið, og svarið kom að lokum; upplýsingar um fund með Landsbankastjórum og skýrslutökur í kjölfarið af Jónínu S. Lárusdóttur og Áslaugu Árnadóttur, sem báðar gegndu um skeið stöðu ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Sigríður krafðist þess að refsing Baldurs yrði þyngd, enda hefði ásetningur hans verið einbeittur, brotið stórfellt og framið í opinberu starfi. Hæstiréttur mun að líkindum kveða upp dóm innan þriggja vikna. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi. Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknar FME með bréfi 7. maí 2009. Hann hafði þá verið í leyfi frá störfum í fjármálaráðuneytinu vegna rannsóknarinnar. Undir lok mánaðarins ritaði hann Steingrími J. Sigfússyni bréf þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann vildi snúa aftur til fyrra starfs síns þegar tímabundnu leyfi hans lyki. Að samkomulagi varð að hann tæki við störfum ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu til áramóta en tæki í kjölfarið aftur við starfinu í fjármálaráðuneytinu. Þá er komið að því sem Baldri og verjanda hans þykir grunsamlegt og þeir sáu sérstaka ástæðu til að ljá máls á fyrir dómnum: Steingrímur J. Sigfússon sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins tölvupóst 9. júní sama árs – sem Karl kallaði í gær „einkennilegan" – þar sem sagði að Baldur mundi snúa aftur til fyrri starfa í ráðuneytinu um næstu áramót „nema eitthvað annað komi til í millitíðinni". Tveimur dögum síðar birtist síðan frétt í Morgunblaðinu um tilfærslu ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta og var sérstaklega tekið fram að samkvæmt heimildum blaðsins mundi Baldur „að líkindum hætta störfum um næstu áramót". Á fundi FME viku síðar var svo ákveðið að hefja rannsókn á máli Baldurs að nýju, enda hefðu borist ábendingar um hvar nýjar upplýsingar gæti verið að finna sem réttlættu það. Í ræðu sinni fór Karl ekki nánar út í það hvaða þýðingu hann teldi þessa atburðarás hafa í málinu. Karl lagði mesta áherslu á það í málsvörninni að hrekja það að nokkrar nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem réttlættu endurupptökuna. Vegna þess að ekkert nýtt hefði komið fram hefði endurupptakan verið ólögmæt og bryti gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um endurtekna málsmeðferð. Því bæri að vísa málinu frá dómi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, benti á að Hæstiréttur hefði þegar dæmt um þetta atriði á rannsóknarstigi en því mótmælti Karl og taldi þann dóm ekki koma í veg fyrir að hægt yrði að taka afstöðu til þess nú. Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson spurði Sigríði í marggang hverjar hinar nýju upplýsingar hefðu verið, og svarið kom að lokum; upplýsingar um fund með Landsbankastjórum og skýrslutökur í kjölfarið af Jónínu S. Lárusdóttur og Áslaugu Árnadóttur, sem báðar gegndu um skeið stöðu ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Sigríður krafðist þess að refsing Baldurs yrði þyngd, enda hefði ásetningur hans verið einbeittur, brotið stórfellt og framið í opinberu starfi. Hæstiréttur mun að líkindum kveða upp dóm innan þriggja vikna. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira