Landsnet greiðir fyrir risa- stjóriðju á kostnað almennings 28. mars 2012 08:00 Í svargrein sinni við gagnrýni undirritaðs velur Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, að misnota aðstöðu sína í tilraun til þess afvegaleiða lesendur. Enginn misskilningur er til staðar af hálfu undirritaðs og ágæt þekking á hlutverki Landsnets fyrir hendi, þótt eflaust sé hún meiri hjá forstjóra fyrirtækisins, eðli málsins samkvæmt. Eftir frekari skoðun er þó ljóst að staðan er verri en ég upphaflega ætlaði. Landsnet hefur skv. lögum skyldum að gegna gagnvart þjóðfélaginu öllu en sinnir þeim ekki með samfélagslega hagsmuni að leiðarljósi. Stóriðjuvæðing af gamla skólanum er leiðarljósið. Fyrirtækið getur ekki eingöngu séð til þess að almenningur borgi fyrir raforkuflutningskerfi stóriðjuvera – í stað þess að arðsemi stóriðjurekstursins geri það – heldur eru kostnaðarútreikningar beintengdir stórri kostnaðarbreytu sem fyrirtækið skilgreinir sjálft á forsendum sérhagsmuna, í samráði við ráðgjafana sem forstjórinn treystir svo vel (raforkulög 65/2003, sbr. breytingu á 12. gr. með lögum 19/2011). Þótt kveðið sé á um þjóðhagslega hagkvæmni og umhverfissjónarmið virðist enga skilgreinda hvata að finna í þá veru. Þvert á útúrsnúninga forstjóra fyrirtækisins þá getur Landsnet einmitt hámarkað hagnað sinn á kostnað samfélagsins, innan ramma laganna. Undirritaður hefur ekki misskilið skoðun sína, þrátt fyrir tilraunir forstjóra Landsnets til þess að halda öðru fram. Táknmynd liðinna tíma endurspeglast ekki síst í aðferðafræði Landsnets sem vinnur ötullega að því að fá sífellt fleiri í samfélaginu upp á móti sér. Sú aðferðafræði við greiningu á gæðum gegn hagkvæmni – svo ekki sé talað um sjónræn áhrif – er sömuleiðis endurspeglun úreltra forsendna og einkennist af skammtímasjónarmiðum um arðsemi en ekki samfélagslegri hagkvæmni til langs tíma. Ef Landsnet vill fræðast um þróun nýrra lausna verður fyrirtækið að opna vettvang fyrir það en ekki loka sig af með ráðgjöfum sínum. Það er e.t.v. mat forstjóra Landsnets að möstrin sem ráðgert er að reisa hafi lítil umhverfisáhrif. Í matsskýrslu kemur hinsvegar fram að þessi nýju möstur eru helmingi hærri en þau sem þar eru fyrir og þau munu standa í tvöfaldri til þrefaldri röð í þeirri hæð og þekja 110m til 140m breitt svæði yfir marga tugi kílómetra. Nýr háspennuskógur á Reykjanesskaga verður að veruleika! Þá liggja engar upplýsingar fyrir um sjónræn áhrif tengivirkis á Njarðvíkurheiði með tilheyrandi víravirki ásamt stórri 18m hárri 4.000m2 byggingu – beint við bæjardyr Reykjanesbæjar. E.t.v. er það mat forstjórans að allt þetta hafi engin áhrif á umhverfið. Í reynd er um alvarleg neikvæð umhverfisáhrif að ræða (matsskýrsla bls.28 og 60). Myndir á vefsvæðinu www.sudvesturlinur.is eru ósannfærandi og sjónarhornin virðast valin með það í huga að gera sem minnst úr sjónrænum áhrifum nýju mastranna. Þar eru t.a.m. nokkrar myndir þar sem ekkert sést – hvorki fyrir né eftir breytingu. Eru þetta þá ósýnileg möstur? Er það nútímaverkfræðin sem forstjóri Landsnets vísar til? Reynt er að því er virðist að fela þá neikvæðu birtingarmynd sem mun blasa við Suðurnesjafólki sem og öllum ferðamönnum sem sækja Ísland heim um flugstöðina. Sérhagsmunagæsla Landsnets felst m.a. í skilgreiningunni á hagkvæmni. Neikvæðu afleiðingarnar sem felast í hönnunarvinnu Landsnets og ráðgjafanna traustu eru hreinlega af allt annarri stærðargráðu en mögulega afleiddar breytingar á hinu skilgreinda „flutningsgjaldi“ sem vísað er í. Um er að ræða neikvæða ímynd svæðisins í heild í marga áratugi, lækkun fasteignaverðs, verri skilyrði til uppbyggingar ferðamennsku og minnkun gæða rýmisins sem íbúar svæðisins búa við. Víðtæk efnahagsleg neikvæð áhrif eru það sem hlýst af sérhagsmunagæslunni, sem og slæm fyrstu kynni erlendra gesta af landinu. Það sorglega er auðvitað að til eru umhverfisvænni sem og hagkvæmari lausnir – um það eru dæmi víða sem ekki er rými fyrir hér. Landsnet hefur þær ekki. Vill fyrirtækið fá nýjar lausnir í hendur í gegnum fjölmiðla? Málið er flóknara en svo. E.t.v. er háspennulínan sem liggur niður í Reyðarfjörð dæmi um nýsköpunina sem forstjórinn er að tala um. Eða vinningstillagan í arkitektasamkeppninni 2008 – hreinræktað stálgrindarmastur. Er ástandið á Hellisheiði að mati forstjórans merki um framsýnina sem hann telur Landsnet framfylgja? Ryðguð stálgrindarmöstur í umvörpum – bæði ný og gömul. Þetta er það sem Landsnet getur státað sig af – í reynd afrakstur fákeppni og hvergi merki um framsýni að finna. Suðvesturlínur er enn eitt dæmið um úrelda hugsun og fullkominn skort á framsýni. Hvernig getur forstjóri Landsnets fullyrt svona stoltur að hann sé með hagkvæmustu lausnina? Á hverju byggir það? Útreikningar undirritaðs sýna allt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í svargrein sinni við gagnrýni undirritaðs velur Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, að misnota aðstöðu sína í tilraun til þess afvegaleiða lesendur. Enginn misskilningur er til staðar af hálfu undirritaðs og ágæt þekking á hlutverki Landsnets fyrir hendi, þótt eflaust sé hún meiri hjá forstjóra fyrirtækisins, eðli málsins samkvæmt. Eftir frekari skoðun er þó ljóst að staðan er verri en ég upphaflega ætlaði. Landsnet hefur skv. lögum skyldum að gegna gagnvart þjóðfélaginu öllu en sinnir þeim ekki með samfélagslega hagsmuni að leiðarljósi. Stóriðjuvæðing af gamla skólanum er leiðarljósið. Fyrirtækið getur ekki eingöngu séð til þess að almenningur borgi fyrir raforkuflutningskerfi stóriðjuvera – í stað þess að arðsemi stóriðjurekstursins geri það – heldur eru kostnaðarútreikningar beintengdir stórri kostnaðarbreytu sem fyrirtækið skilgreinir sjálft á forsendum sérhagsmuna, í samráði við ráðgjafana sem forstjórinn treystir svo vel (raforkulög 65/2003, sbr. breytingu á 12. gr. með lögum 19/2011). Þótt kveðið sé á um þjóðhagslega hagkvæmni og umhverfissjónarmið virðist enga skilgreinda hvata að finna í þá veru. Þvert á útúrsnúninga forstjóra fyrirtækisins þá getur Landsnet einmitt hámarkað hagnað sinn á kostnað samfélagsins, innan ramma laganna. Undirritaður hefur ekki misskilið skoðun sína, þrátt fyrir tilraunir forstjóra Landsnets til þess að halda öðru fram. Táknmynd liðinna tíma endurspeglast ekki síst í aðferðafræði Landsnets sem vinnur ötullega að því að fá sífellt fleiri í samfélaginu upp á móti sér. Sú aðferðafræði við greiningu á gæðum gegn hagkvæmni – svo ekki sé talað um sjónræn áhrif – er sömuleiðis endurspeglun úreltra forsendna og einkennist af skammtímasjónarmiðum um arðsemi en ekki samfélagslegri hagkvæmni til langs tíma. Ef Landsnet vill fræðast um þróun nýrra lausna verður fyrirtækið að opna vettvang fyrir það en ekki loka sig af með ráðgjöfum sínum. Það er e.t.v. mat forstjóra Landsnets að möstrin sem ráðgert er að reisa hafi lítil umhverfisáhrif. Í matsskýrslu kemur hinsvegar fram að þessi nýju möstur eru helmingi hærri en þau sem þar eru fyrir og þau munu standa í tvöfaldri til þrefaldri röð í þeirri hæð og þekja 110m til 140m breitt svæði yfir marga tugi kílómetra. Nýr háspennuskógur á Reykjanesskaga verður að veruleika! Þá liggja engar upplýsingar fyrir um sjónræn áhrif tengivirkis á Njarðvíkurheiði með tilheyrandi víravirki ásamt stórri 18m hárri 4.000m2 byggingu – beint við bæjardyr Reykjanesbæjar. E.t.v. er það mat forstjórans að allt þetta hafi engin áhrif á umhverfið. Í reynd er um alvarleg neikvæð umhverfisáhrif að ræða (matsskýrsla bls.28 og 60). Myndir á vefsvæðinu www.sudvesturlinur.is eru ósannfærandi og sjónarhornin virðast valin með það í huga að gera sem minnst úr sjónrænum áhrifum nýju mastranna. Þar eru t.a.m. nokkrar myndir þar sem ekkert sést – hvorki fyrir né eftir breytingu. Eru þetta þá ósýnileg möstur? Er það nútímaverkfræðin sem forstjóri Landsnets vísar til? Reynt er að því er virðist að fela þá neikvæðu birtingarmynd sem mun blasa við Suðurnesjafólki sem og öllum ferðamönnum sem sækja Ísland heim um flugstöðina. Sérhagsmunagæsla Landsnets felst m.a. í skilgreiningunni á hagkvæmni. Neikvæðu afleiðingarnar sem felast í hönnunarvinnu Landsnets og ráðgjafanna traustu eru hreinlega af allt annarri stærðargráðu en mögulega afleiddar breytingar á hinu skilgreinda „flutningsgjaldi“ sem vísað er í. Um er að ræða neikvæða ímynd svæðisins í heild í marga áratugi, lækkun fasteignaverðs, verri skilyrði til uppbyggingar ferðamennsku og minnkun gæða rýmisins sem íbúar svæðisins búa við. Víðtæk efnahagsleg neikvæð áhrif eru það sem hlýst af sérhagsmunagæslunni, sem og slæm fyrstu kynni erlendra gesta af landinu. Það sorglega er auðvitað að til eru umhverfisvænni sem og hagkvæmari lausnir – um það eru dæmi víða sem ekki er rými fyrir hér. Landsnet hefur þær ekki. Vill fyrirtækið fá nýjar lausnir í hendur í gegnum fjölmiðla? Málið er flóknara en svo. E.t.v. er háspennulínan sem liggur niður í Reyðarfjörð dæmi um nýsköpunina sem forstjórinn er að tala um. Eða vinningstillagan í arkitektasamkeppninni 2008 – hreinræktað stálgrindarmastur. Er ástandið á Hellisheiði að mati forstjórans merki um framsýnina sem hann telur Landsnet framfylgja? Ryðguð stálgrindarmöstur í umvörpum – bæði ný og gömul. Þetta er það sem Landsnet getur státað sig af – í reynd afrakstur fákeppni og hvergi merki um framsýni að finna. Suðvesturlínur er enn eitt dæmið um úrelda hugsun og fullkominn skort á framsýni. Hvernig getur forstjóri Landsnets fullyrt svona stoltur að hann sé með hagkvæmustu lausnina? Á hverju byggir það? Útreikningar undirritaðs sýna allt annað.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun