Landsnet greiðir fyrir risa- stjóriðju á kostnað almennings 28. mars 2012 08:00 Í svargrein sinni við gagnrýni undirritaðs velur Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, að misnota aðstöðu sína í tilraun til þess afvegaleiða lesendur. Enginn misskilningur er til staðar af hálfu undirritaðs og ágæt þekking á hlutverki Landsnets fyrir hendi, þótt eflaust sé hún meiri hjá forstjóra fyrirtækisins, eðli málsins samkvæmt. Eftir frekari skoðun er þó ljóst að staðan er verri en ég upphaflega ætlaði. Landsnet hefur skv. lögum skyldum að gegna gagnvart þjóðfélaginu öllu en sinnir þeim ekki með samfélagslega hagsmuni að leiðarljósi. Stóriðjuvæðing af gamla skólanum er leiðarljósið. Fyrirtækið getur ekki eingöngu séð til þess að almenningur borgi fyrir raforkuflutningskerfi stóriðjuvera – í stað þess að arðsemi stóriðjurekstursins geri það – heldur eru kostnaðarútreikningar beintengdir stórri kostnaðarbreytu sem fyrirtækið skilgreinir sjálft á forsendum sérhagsmuna, í samráði við ráðgjafana sem forstjórinn treystir svo vel (raforkulög 65/2003, sbr. breytingu á 12. gr. með lögum 19/2011). Þótt kveðið sé á um þjóðhagslega hagkvæmni og umhverfissjónarmið virðist enga skilgreinda hvata að finna í þá veru. Þvert á útúrsnúninga forstjóra fyrirtækisins þá getur Landsnet einmitt hámarkað hagnað sinn á kostnað samfélagsins, innan ramma laganna. Undirritaður hefur ekki misskilið skoðun sína, þrátt fyrir tilraunir forstjóra Landsnets til þess að halda öðru fram. Táknmynd liðinna tíma endurspeglast ekki síst í aðferðafræði Landsnets sem vinnur ötullega að því að fá sífellt fleiri í samfélaginu upp á móti sér. Sú aðferðafræði við greiningu á gæðum gegn hagkvæmni – svo ekki sé talað um sjónræn áhrif – er sömuleiðis endurspeglun úreltra forsendna og einkennist af skammtímasjónarmiðum um arðsemi en ekki samfélagslegri hagkvæmni til langs tíma. Ef Landsnet vill fræðast um þróun nýrra lausna verður fyrirtækið að opna vettvang fyrir það en ekki loka sig af með ráðgjöfum sínum. Það er e.t.v. mat forstjóra Landsnets að möstrin sem ráðgert er að reisa hafi lítil umhverfisáhrif. Í matsskýrslu kemur hinsvegar fram að þessi nýju möstur eru helmingi hærri en þau sem þar eru fyrir og þau munu standa í tvöfaldri til þrefaldri röð í þeirri hæð og þekja 110m til 140m breitt svæði yfir marga tugi kílómetra. Nýr háspennuskógur á Reykjanesskaga verður að veruleika! Þá liggja engar upplýsingar fyrir um sjónræn áhrif tengivirkis á Njarðvíkurheiði með tilheyrandi víravirki ásamt stórri 18m hárri 4.000m2 byggingu – beint við bæjardyr Reykjanesbæjar. E.t.v. er það mat forstjórans að allt þetta hafi engin áhrif á umhverfið. Í reynd er um alvarleg neikvæð umhverfisáhrif að ræða (matsskýrsla bls.28 og 60). Myndir á vefsvæðinu www.sudvesturlinur.is eru ósannfærandi og sjónarhornin virðast valin með það í huga að gera sem minnst úr sjónrænum áhrifum nýju mastranna. Þar eru t.a.m. nokkrar myndir þar sem ekkert sést – hvorki fyrir né eftir breytingu. Eru þetta þá ósýnileg möstur? Er það nútímaverkfræðin sem forstjóri Landsnets vísar til? Reynt er að því er virðist að fela þá neikvæðu birtingarmynd sem mun blasa við Suðurnesjafólki sem og öllum ferðamönnum sem sækja Ísland heim um flugstöðina. Sérhagsmunagæsla Landsnets felst m.a. í skilgreiningunni á hagkvæmni. Neikvæðu afleiðingarnar sem felast í hönnunarvinnu Landsnets og ráðgjafanna traustu eru hreinlega af allt annarri stærðargráðu en mögulega afleiddar breytingar á hinu skilgreinda „flutningsgjaldi“ sem vísað er í. Um er að ræða neikvæða ímynd svæðisins í heild í marga áratugi, lækkun fasteignaverðs, verri skilyrði til uppbyggingar ferðamennsku og minnkun gæða rýmisins sem íbúar svæðisins búa við. Víðtæk efnahagsleg neikvæð áhrif eru það sem hlýst af sérhagsmunagæslunni, sem og slæm fyrstu kynni erlendra gesta af landinu. Það sorglega er auðvitað að til eru umhverfisvænni sem og hagkvæmari lausnir – um það eru dæmi víða sem ekki er rými fyrir hér. Landsnet hefur þær ekki. Vill fyrirtækið fá nýjar lausnir í hendur í gegnum fjölmiðla? Málið er flóknara en svo. E.t.v. er háspennulínan sem liggur niður í Reyðarfjörð dæmi um nýsköpunina sem forstjórinn er að tala um. Eða vinningstillagan í arkitektasamkeppninni 2008 – hreinræktað stálgrindarmastur. Er ástandið á Hellisheiði að mati forstjórans merki um framsýnina sem hann telur Landsnet framfylgja? Ryðguð stálgrindarmöstur í umvörpum – bæði ný og gömul. Þetta er það sem Landsnet getur státað sig af – í reynd afrakstur fákeppni og hvergi merki um framsýni að finna. Suðvesturlínur er enn eitt dæmið um úrelda hugsun og fullkominn skort á framsýni. Hvernig getur forstjóri Landsnets fullyrt svona stoltur að hann sé með hagkvæmustu lausnina? Á hverju byggir það? Útreikningar undirritaðs sýna allt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í svargrein sinni við gagnrýni undirritaðs velur Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, að misnota aðstöðu sína í tilraun til þess afvegaleiða lesendur. Enginn misskilningur er til staðar af hálfu undirritaðs og ágæt þekking á hlutverki Landsnets fyrir hendi, þótt eflaust sé hún meiri hjá forstjóra fyrirtækisins, eðli málsins samkvæmt. Eftir frekari skoðun er þó ljóst að staðan er verri en ég upphaflega ætlaði. Landsnet hefur skv. lögum skyldum að gegna gagnvart þjóðfélaginu öllu en sinnir þeim ekki með samfélagslega hagsmuni að leiðarljósi. Stóriðjuvæðing af gamla skólanum er leiðarljósið. Fyrirtækið getur ekki eingöngu séð til þess að almenningur borgi fyrir raforkuflutningskerfi stóriðjuvera – í stað þess að arðsemi stóriðjurekstursins geri það – heldur eru kostnaðarútreikningar beintengdir stórri kostnaðarbreytu sem fyrirtækið skilgreinir sjálft á forsendum sérhagsmuna, í samráði við ráðgjafana sem forstjórinn treystir svo vel (raforkulög 65/2003, sbr. breytingu á 12. gr. með lögum 19/2011). Þótt kveðið sé á um þjóðhagslega hagkvæmni og umhverfissjónarmið virðist enga skilgreinda hvata að finna í þá veru. Þvert á útúrsnúninga forstjóra fyrirtækisins þá getur Landsnet einmitt hámarkað hagnað sinn á kostnað samfélagsins, innan ramma laganna. Undirritaður hefur ekki misskilið skoðun sína, þrátt fyrir tilraunir forstjóra Landsnets til þess að halda öðru fram. Táknmynd liðinna tíma endurspeglast ekki síst í aðferðafræði Landsnets sem vinnur ötullega að því að fá sífellt fleiri í samfélaginu upp á móti sér. Sú aðferðafræði við greiningu á gæðum gegn hagkvæmni – svo ekki sé talað um sjónræn áhrif – er sömuleiðis endurspeglun úreltra forsendna og einkennist af skammtímasjónarmiðum um arðsemi en ekki samfélagslegri hagkvæmni til langs tíma. Ef Landsnet vill fræðast um þróun nýrra lausna verður fyrirtækið að opna vettvang fyrir það en ekki loka sig af með ráðgjöfum sínum. Það er e.t.v. mat forstjóra Landsnets að möstrin sem ráðgert er að reisa hafi lítil umhverfisáhrif. Í matsskýrslu kemur hinsvegar fram að þessi nýju möstur eru helmingi hærri en þau sem þar eru fyrir og þau munu standa í tvöfaldri til þrefaldri röð í þeirri hæð og þekja 110m til 140m breitt svæði yfir marga tugi kílómetra. Nýr háspennuskógur á Reykjanesskaga verður að veruleika! Þá liggja engar upplýsingar fyrir um sjónræn áhrif tengivirkis á Njarðvíkurheiði með tilheyrandi víravirki ásamt stórri 18m hárri 4.000m2 byggingu – beint við bæjardyr Reykjanesbæjar. E.t.v. er það mat forstjórans að allt þetta hafi engin áhrif á umhverfið. Í reynd er um alvarleg neikvæð umhverfisáhrif að ræða (matsskýrsla bls.28 og 60). Myndir á vefsvæðinu www.sudvesturlinur.is eru ósannfærandi og sjónarhornin virðast valin með það í huga að gera sem minnst úr sjónrænum áhrifum nýju mastranna. Þar eru t.a.m. nokkrar myndir þar sem ekkert sést – hvorki fyrir né eftir breytingu. Eru þetta þá ósýnileg möstur? Er það nútímaverkfræðin sem forstjóri Landsnets vísar til? Reynt er að því er virðist að fela þá neikvæðu birtingarmynd sem mun blasa við Suðurnesjafólki sem og öllum ferðamönnum sem sækja Ísland heim um flugstöðina. Sérhagsmunagæsla Landsnets felst m.a. í skilgreiningunni á hagkvæmni. Neikvæðu afleiðingarnar sem felast í hönnunarvinnu Landsnets og ráðgjafanna traustu eru hreinlega af allt annarri stærðargráðu en mögulega afleiddar breytingar á hinu skilgreinda „flutningsgjaldi“ sem vísað er í. Um er að ræða neikvæða ímynd svæðisins í heild í marga áratugi, lækkun fasteignaverðs, verri skilyrði til uppbyggingar ferðamennsku og minnkun gæða rýmisins sem íbúar svæðisins búa við. Víðtæk efnahagsleg neikvæð áhrif eru það sem hlýst af sérhagsmunagæslunni, sem og slæm fyrstu kynni erlendra gesta af landinu. Það sorglega er auðvitað að til eru umhverfisvænni sem og hagkvæmari lausnir – um það eru dæmi víða sem ekki er rými fyrir hér. Landsnet hefur þær ekki. Vill fyrirtækið fá nýjar lausnir í hendur í gegnum fjölmiðla? Málið er flóknara en svo. E.t.v. er háspennulínan sem liggur niður í Reyðarfjörð dæmi um nýsköpunina sem forstjórinn er að tala um. Eða vinningstillagan í arkitektasamkeppninni 2008 – hreinræktað stálgrindarmastur. Er ástandið á Hellisheiði að mati forstjórans merki um framsýnina sem hann telur Landsnet framfylgja? Ryðguð stálgrindarmöstur í umvörpum – bæði ný og gömul. Þetta er það sem Landsnet getur státað sig af – í reynd afrakstur fákeppni og hvergi merki um framsýni að finna. Suðvesturlínur er enn eitt dæmið um úrelda hugsun og fullkominn skort á framsýni. Hvernig getur forstjóri Landsnets fullyrt svona stoltur að hann sé með hagkvæmustu lausnina? Á hverju byggir það? Útreikningar undirritaðs sýna allt annað.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar