Sum leyndarmál Victoriu finnast aðeins í Fríhöfninni 30. mars 2012 10:40 Ásta Dís Óladóttir er framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. "Victoria"s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki veraldar og því hefur langþráður draumur íslenskra kvenna nú ræst með sérversluninni í Leifsstöð,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, sem er sú þriðja sem opnar verslun sem þessa á flugvelli í Evrópu, hinar verslanirnar eru á flugstöð 5 á Heathrow-flugvelli og Schiphol-flugvelli í Hollandi. "Margir óvæntir dýrgripir finnast eingöngu í verslun Victoria Secret hér. Þar má nefna töskur, ferðatöskur, seðlaveski, snyrtibuddur, iPad-hulstur, fartölvutöskur og margt fleira sem ekki býðst viðskiptavinum Victoria"s Secret í Bandaríkjunum. Því fá dömur á faraldsfæti eitthvað alveg einstakt hjá Victoria"s Secret hér,“ segir Ásta Dís. Umræddir fylgihlutir eru hágæða tískuvara með flottum frágangi á fóðri og rennilásum; nokkuð sem hver kona getur gengið stolt með. Gæðin skína alls staðar í gegn hjá Victoria"s Secret og það kitlar kvenlega vitund að skoða sig um í versluninni, því auk mikils úrvals nærbuxna, hlýrabola og stuttermabola má þar finna munúðarfullan ilm og krem, ásamt úrvali armbanda, lyklakippa og annars sem hentar vel fyrir allan aldur. En hví eru brjóstahaldarar Victoria Secret ekki seldir á flugvellinum? "Sala á brjóstahöldurum krefst meiri þjónustu og tíma en konur hafa þegar þær ferðast. Verslunin þyrfti einnig að vera minnst þrisvar sinnum stærri til að geta boðið upp á brjóstahaldaralínu Victoria"s Secret, með mátunaraðstöðu og fleiru. Því munu þeir ekki verða til sölu á flugvöllum,“ útskýrir Ásta Dís. "Íslenskar konur hafa tekið búðinni afar vel og útlendingar eru mjög hrifnir af henni, enda vita þeir að þar eru vörur sem fást ekki á þeirra heimamarkaði,“ upplýsir Ásta Dís. Í mánuði hverjum koma nýjar vörur í verslunina og skiptir hún nánast um útlit á hverri árstíð. Því er vel þess virði að leggja örlítið fyrr af stað í ferðalagið og koma við í Victoria"s Secret í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Heilsa Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
"Victoria"s Secret er eitt vinsælasta undirfatamerki veraldar og því hefur langþráður draumur íslenskra kvenna nú ræst með sérversluninni í Leifsstöð,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, sem er sú þriðja sem opnar verslun sem þessa á flugvelli í Evrópu, hinar verslanirnar eru á flugstöð 5 á Heathrow-flugvelli og Schiphol-flugvelli í Hollandi. "Margir óvæntir dýrgripir finnast eingöngu í verslun Victoria Secret hér. Þar má nefna töskur, ferðatöskur, seðlaveski, snyrtibuddur, iPad-hulstur, fartölvutöskur og margt fleira sem ekki býðst viðskiptavinum Victoria"s Secret í Bandaríkjunum. Því fá dömur á faraldsfæti eitthvað alveg einstakt hjá Victoria"s Secret hér,“ segir Ásta Dís. Umræddir fylgihlutir eru hágæða tískuvara með flottum frágangi á fóðri og rennilásum; nokkuð sem hver kona getur gengið stolt með. Gæðin skína alls staðar í gegn hjá Victoria"s Secret og það kitlar kvenlega vitund að skoða sig um í versluninni, því auk mikils úrvals nærbuxna, hlýrabola og stuttermabola má þar finna munúðarfullan ilm og krem, ásamt úrvali armbanda, lyklakippa og annars sem hentar vel fyrir allan aldur. En hví eru brjóstahaldarar Victoria Secret ekki seldir á flugvellinum? "Sala á brjóstahöldurum krefst meiri þjónustu og tíma en konur hafa þegar þær ferðast. Verslunin þyrfti einnig að vera minnst þrisvar sinnum stærri til að geta boðið upp á brjóstahaldaralínu Victoria"s Secret, með mátunaraðstöðu og fleiru. Því munu þeir ekki verða til sölu á flugvöllum,“ útskýrir Ásta Dís. "Íslenskar konur hafa tekið búðinni afar vel og útlendingar eru mjög hrifnir af henni, enda vita þeir að þar eru vörur sem fást ekki á þeirra heimamarkaði,“ upplýsir Ásta Dís. Í mánuði hverjum koma nýjar vörur í verslunina og skiptir hún nánast um útlit á hverri árstíð. Því er vel þess virði að leggja örlítið fyrr af stað í ferðalagið og koma við í Victoria"s Secret í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli.
Heilsa Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira