Áhrif veiðigjalds verði rannsökuð 30. mars 2012 06:00 sjávarútvegur Umtalsverðar breytingar til batnaðar hafa verið gerðar á frumvarpi um fiskveiðistjórnun frá því frumvarpi sem Jón Bjarnason, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, lagði fram vorið 2011, að mati Daða Más Kristóferssonar hagfræðings. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið bað Daða og Þórodd Bjarnason félagsfræðing að vinna greinargerð um frumvarpið. Daði segir í sínum hluta, sem beinist að hagfræðinni, að takmarkanir á viðskiptum með aflahlutdeild hafi verið minnkaðar, frá frumvarpinu í fyrra, og einnig ákvæði sem hamli áframhaldandi hagræðingu. Hann telur hins vegar mikla þörf á því að rannsaka betur afleiðingar hækkunar veiðileyfagjalds á einstakar útgerðir. „Ljóst er að þær útgerðir sem eru skuldsettar vegna kaupa á aflaheimildum munu eiga erfitt uppdráttar við þessa breytingu. Ef marka má úttekt sérfræðingahóps á afkomu nokkurra helstu útgerðarfyrirtækja landsins er ljóst að þessi hækkun veiðigjalds er meiri en mörg þeirra ráða við." Daði segir ýmsa vankanta vera á frumvarpinu og það sé enn mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Þar beri hæst hækkun veiðigjaldsins, en einnig álögur sem leggjast munu á viðskipti með aflahlutdeild og framlag allra útgerða í pottana. „Mikilvægt er að kanna umfang þessara afleiðinga svo vega megi saman kostnað og væntanlegan ábata aðgerðanna." Ekki fengust upplýsingar um það í ráðuneytinu hvort slík úttekt væri væntanleg. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira
sjávarútvegur Umtalsverðar breytingar til batnaðar hafa verið gerðar á frumvarpi um fiskveiðistjórnun frá því frumvarpi sem Jón Bjarnason, þáverandi ráðherra sjávarútvegsmála, lagði fram vorið 2011, að mati Daða Más Kristóferssonar hagfræðings. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið bað Daða og Þórodd Bjarnason félagsfræðing að vinna greinargerð um frumvarpið. Daði segir í sínum hluta, sem beinist að hagfræðinni, að takmarkanir á viðskiptum með aflahlutdeild hafi verið minnkaðar, frá frumvarpinu í fyrra, og einnig ákvæði sem hamli áframhaldandi hagræðingu. Hann telur hins vegar mikla þörf á því að rannsaka betur afleiðingar hækkunar veiðileyfagjalds á einstakar útgerðir. „Ljóst er að þær útgerðir sem eru skuldsettar vegna kaupa á aflaheimildum munu eiga erfitt uppdráttar við þessa breytingu. Ef marka má úttekt sérfræðingahóps á afkomu nokkurra helstu útgerðarfyrirtækja landsins er ljóst að þessi hækkun veiðigjalds er meiri en mörg þeirra ráða við." Daði segir ýmsa vankanta vera á frumvarpinu og það sé enn mjög íþyngjandi fyrir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Þar beri hæst hækkun veiðigjaldsins, en einnig álögur sem leggjast munu á viðskipti með aflahlutdeild og framlag allra útgerða í pottana. „Mikilvægt er að kanna umfang þessara afleiðinga svo vega megi saman kostnað og væntanlegan ábata aðgerðanna." Ekki fengust upplýsingar um það í ráðuneytinu hvort slík úttekt væri væntanleg. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Gerður ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Sjá meira