Hinum megin mætast aftur á móti æskuvinirnir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells sem hafa báðir gert lið að meisturunum síðustu þrjú ár.
Staðan er 5-5

Þetta er þó bara í annað skiptið sem þeir félagar mætast sem þjálfarar því það gerðist í fyrsta sinn í átta liða úrslitunum fyrir tveimur árum. Stjörnumenn voru þá í sömu stöðu og nú en töpuðu þá í oddaleik á móti lærisveinum Sigurðar í Njarðvík. Síðan Sigurður lagði skóna á hilluna hefur hann unnið þrjú af fimm einvígum þeirra Teits, þar af tvö þau síðustu.
Stjörnumenn eru mættir þriðja árið í röð í einvígi liðanna í 4. og 5. sæti en hin einvígin fóru bæði í oddaleik sem vannst í bæði skiptin á útivelli. Það hefur hallað á liðið í fjórða sæti undanfarin ár enda hefur lið númer 5 unnið tvö ár í röð og fjórum sinnum á síðustu fimm árum.
Stjörnumenn hafa farið illa með Keflvíkinga í vetur og unnið þá bæði með glimrandi sóknarleik (107-91 sigur í fyrri leiknum í Garðabæ) og með frábærum varnarleik (94-69 sigur í seinni leiknum í Keflavík). Bæði unnu liðin 14 leiki og því má búast við einvígi tveggja jafnra liða en innbyrðisviðureignirnar benda til þess að Stjörnumenn hafi forskot í því hvernig liðin vega upp á móti hvoru öðru.
1972-þjálfaraárangurinn í KR

Innbyrðisleikir Þórs og Snæfells voru æsispennandi, Snæfell vann þann fyrri í Hólminum í framlengingu þar sem Hólmarar jöfnuðu í lokin en Þór vann þann seinni í Þorlákshöfn á flautukörfu.
Fyrstu skrefin hjá Þór

Það hefur sem dæmi aðeins gerst einu sinni frá árinu 1995 og svo skemmtilega vill til að þjálfari Fjölnismanna, sem unnu sinn fyrsta leik í úrslitakeppni vorið 2005, var einmitt Benedikt Guðmundsson, núverandi þjálfari Þórsliðsins.
Hin átta liðin sem hafa stigið sín fyrstu skref í úrslitakeppni undanfarin 17 ár hafa öll tapað sínum fyrsta leik.
Snæfell varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum en þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum síðan þá á liðið í ár það sameiginlegt með 2010-liðinu að koma inn í úrslitakeppnina í sjötta sæti.
Sjötta sætið reyndist vel síðast

Ingi Þór Steinþórsson er jafnframt eini þjálfarinn sem hefur gert lið að Íslandsmeisturum án þess að hafa heimavallarrétt í átta liða úrslitunum. Ingi var einnig þjálfari KR-liðsins sem varð meistari vorið 2000 eftir að hafa komið inn í fimmta sæti.
Það verður örugglega erfitt hjá þjálfurunum fjórum að koma hverjum öðrum mikið á óvart í komandi leikjum en það má búast við spennandi leikjum þar sem öll fjögur liðin telja sig eiga mjög góða möguleika á að komast áfram í undanúrslitin.