Stjörnubjart í Grindavík Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Justin Shouse og félagar í Stjörnunni fóru á kostum í Grindavík í gær. Mynd/Daníel Stjarnan sigraði Grindavík 82-65 í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni í gær og minnkaði Stjarnan þar með muninn í einvíginu í 2-1. Eins og tölurnar gefa til kynna var Stjarnan mun betri í leiknum og sigurinn sanngjarn en tólf stigum munaði á liðunum í hálfleik 46-34. „Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjunum, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik," sagði Teitur en Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að sækja inn í teig og hitta úr opnum skotum í kjölfarið auk þess sem liðið lék frábæra vörn í leiknum. „Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breiðir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stórir. Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breytum aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum." „Ég hef engar áhyggjur af vörninni. Vörnin og baráttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir," sagði Teitur sem segir stóran sigur sinna manna ekki hjálpa liðinu neitt í komandi leikjum. „Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta," sagði Teitur að lokum. Grindvíkingar virkuðu andlausir í leiknum og virtust ekki klárir í að sópa Stjörnunni út úr úrslitakeppninni eins og liðið hefði gert með sigri. Ljóst er að liðið þarf að leika mun betur og af mun meiri ákefð ætli liðið að klára einvígið þegar liðin mætast í Garðabæ á sumardaginn fyrsta. Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Stjarnan sigraði Grindavík 82-65 í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni í gær og minnkaði Stjarnan þar með muninn í einvíginu í 2-1. Eins og tölurnar gefa til kynna var Stjarnan mun betri í leiknum og sigurinn sanngjarn en tólf stigum munaði á liðunum í hálfleik 46-34. „Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjunum, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik," sagði Teitur en Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að sækja inn í teig og hitta úr opnum skotum í kjölfarið auk þess sem liðið lék frábæra vörn í leiknum. „Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breiðir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stórir. Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breytum aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum." „Ég hef engar áhyggjur af vörninni. Vörnin og baráttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir," sagði Teitur sem segir stóran sigur sinna manna ekki hjálpa liðinu neitt í komandi leikjum. „Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta," sagði Teitur að lokum. Grindvíkingar virkuðu andlausir í leiknum og virtust ekki klárir í að sópa Stjörnunni út úr úrslitakeppninni eins og liðið hefði gert með sigri. Ljóst er að liðið þarf að leika mun betur og af mun meiri ákefð ætli liðið að klára einvígið þegar liðin mætast í Garðabæ á sumardaginn fyrsta.
Dominos-deild karla Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira