Stjörnubjart í Grindavík Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Justin Shouse og félagar í Stjörnunni fóru á kostum í Grindavík í gær. Mynd/Daníel Stjarnan sigraði Grindavík 82-65 í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni í gær og minnkaði Stjarnan þar með muninn í einvíginu í 2-1. Eins og tölurnar gefa til kynna var Stjarnan mun betri í leiknum og sigurinn sanngjarn en tólf stigum munaði á liðunum í hálfleik 46-34. „Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjunum, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik," sagði Teitur en Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að sækja inn í teig og hitta úr opnum skotum í kjölfarið auk þess sem liðið lék frábæra vörn í leiknum. „Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breiðir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stórir. Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breytum aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum." „Ég hef engar áhyggjur af vörninni. Vörnin og baráttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir," sagði Teitur sem segir stóran sigur sinna manna ekki hjálpa liðinu neitt í komandi leikjum. „Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta," sagði Teitur að lokum. Grindvíkingar virkuðu andlausir í leiknum og virtust ekki klárir í að sópa Stjörnunni út úr úrslitakeppninni eins og liðið hefði gert með sigri. Ljóst er að liðið þarf að leika mun betur og af mun meiri ákefð ætli liðið að klára einvígið þegar liðin mætast í Garðabæ á sumardaginn fyrsta. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Stjarnan sigraði Grindavík 82-65 í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni í gær og minnkaði Stjarnan þar með muninn í einvíginu í 2-1. Eins og tölurnar gefa til kynna var Stjarnan mun betri í leiknum og sigurinn sanngjarn en tólf stigum munaði á liðunum í hálfleik 46-34. „Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjunum, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik," sagði Teitur en Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að sækja inn í teig og hitta úr opnum skotum í kjölfarið auk þess sem liðið lék frábæra vörn í leiknum. „Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breiðir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stórir. Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breytum aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum." „Ég hef engar áhyggjur af vörninni. Vörnin og baráttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir," sagði Teitur sem segir stóran sigur sinna manna ekki hjálpa liðinu neitt í komandi leikjum. „Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta," sagði Teitur að lokum. Grindvíkingar virkuðu andlausir í leiknum og virtust ekki klárir í að sópa Stjörnunni út úr úrslitakeppninni eins og liðið hefði gert með sigri. Ljóst er að liðið þarf að leika mun betur og af mun meiri ákefð ætli liðið að klára einvígið þegar liðin mætast í Garðabæ á sumardaginn fyrsta.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira