Stjörnubjart í Grindavík Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Justin Shouse og félagar í Stjörnunni fóru á kostum í Grindavík í gær. Mynd/Daníel Stjarnan sigraði Grindavík 82-65 í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni í gær og minnkaði Stjarnan þar með muninn í einvíginu í 2-1. Eins og tölurnar gefa til kynna var Stjarnan mun betri í leiknum og sigurinn sanngjarn en tólf stigum munaði á liðunum í hálfleik 46-34. „Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjunum, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik," sagði Teitur en Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að sækja inn í teig og hitta úr opnum skotum í kjölfarið auk þess sem liðið lék frábæra vörn í leiknum. „Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breiðir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stórir. Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breytum aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum." „Ég hef engar áhyggjur af vörninni. Vörnin og baráttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir," sagði Teitur sem segir stóran sigur sinna manna ekki hjálpa liðinu neitt í komandi leikjum. „Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta," sagði Teitur að lokum. Grindvíkingar virkuðu andlausir í leiknum og virtust ekki klárir í að sópa Stjörnunni út úr úrslitakeppninni eins og liðið hefði gert með sigri. Ljóst er að liðið þarf að leika mun betur og af mun meiri ákefð ætli liðið að klára einvígið þegar liðin mætast í Garðabæ á sumardaginn fyrsta. Dominos-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Stjarnan sigraði Grindavík 82-65 í þriðja leik liðanna í úrslitakeppninni í gær og minnkaði Stjarnan þar með muninn í einvíginu í 2-1. Eins og tölurnar gefa til kynna var Stjarnan mun betri í leiknum og sigurinn sanngjarn en tólf stigum munaði á liðunum í hálfleik 46-34. „Þessi leikur var rökrétt framhald af fyrri leikjunum, við erum á uppleið. Við erum að verða betri og við hefðum getað, ekki einu sinni með heppni, verið á leið á heimavöll 2-1 yfir en það varð ekki og við þurfum að fara heim og jafna seríuna," sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við vitum hvaða vinnu þetta kostar. Það er frábær karakter og barátta í liðinu, hún er til fyrirmyndar og við þurfum að taka það með okkur inn í næsta leik," sagði Teitur en Stjarnan lagði grunninn að sigrinum með því að sækja inn í teig og hitta úr opnum skotum í kjölfarið auk þess sem liðið lék frábæra vörn í leiknum. „Við náðum að sækja vel á körfuna, þeir eru breiðir Grindvíkingarnir en þeir eru ekkert rosalega stórir. Við fórum að hitta úr opnum skotum. Við breytum aðeins leikskipulaginu okkar, þeir voru búnir að svindla aðeins, skáta okkur full mikið og það náðum við að fara í gegnum." „Ég hef engar áhyggjur af vörninni. Vörnin og baráttan er til staðar og það heldur okkur inni í leikjunum og þegar við leikum sóknina betur þá erum við flottir," sagði Teitur sem segir stóran sigur sinna manna ekki hjálpa liðinu neitt í komandi leikjum. „Ég hef tekið þátt í svo mörgum úrslitakeppnum. Ég man eftir því þegar Njarðvík og Keflavík voru að vinna með 30 til 40 stiga mun og það voru stundum 60 til 70 stiga sveiflur á milli leikja. Það skiptir engu máli. Þetta var einn sigur, við minnkuðum muninn og nú þurfum við að fara heim og jafna þetta," sagði Teitur að lokum. Grindvíkingar virkuðu andlausir í leiknum og virtust ekki klárir í að sópa Stjörnunni út úr úrslitakeppninni eins og liðið hefði gert með sigri. Ljóst er að liðið þarf að leika mun betur og af mun meiri ákefð ætli liðið að klára einvígið þegar liðin mætast í Garðabæ á sumardaginn fyrsta.
Dominos-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira