Barnaskattar Jóhönnu Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 17. apríl 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á „stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” Þegar ástandið í efnahagsmálum er eins og það er núna og verðbólga mikil, getur staðan hreinlega orðið þannig að ávöxtun sparifjár verði neikvæð með skattlagningu verðbóta. Matthías gerir ekkert nema mótmæla skattlagningu á börn, vekja athygli á ósanngirninni sem felst í skattlagningu verðbóta og hvetja til aðgerða til að efla sparnað. Hver eru viðbrögðin? Jú, Jóhanna svaraði Matthíasi og vandaði honum ekki kveðjurnar. Hún sakaði hann m.a. um þráhyggju, væntanlega vegna þess að hann benti á staðreyndir máli sínu til stuðnings. Fátt fer meira í taugarnar á forsætisráðherra en þegar fólk leyfir sér að gera það. Í þessu tilviki hefði Jóhanna þó átt að fagna ábendingunni, enda sjálf talið sig andstæðing skattlagningar barna, í það minnsta þegar hún var í stjórnarandstöðu. En skoðum barnaskattastefnu Jóhönnu að öðru leyti en því sem viðkemur fjármagnstekjunum. Hvernig skyldi tekjuskatti barna vera háttað? Fjárhæð frítekjumarks barna yngri en 16 ára var 8.395 krónur á mánuði þegar Jóhanna tók við - og er enn 8.395 krónur! Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 40% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 50%. Ég veit ekki hvaða orð stjórnarandstöðuþingmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefði notað til að lýsa þessu en þau hefðu verið stór. Kannski hefði hún notað orðin barnaskattpíningarstefna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fer mikinn í ritdeilu við þann aldna heiðursmann Matthías Bjarnason hér á síðum blaðsins. Matthíasi ofbauð skattlagning á barnabörn sín og benti á að fjármagnstekjuskattar hefðu hækkað mjög í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig taldi hann það vera ósanngjarnt að fjármagnstekjuskattur væri tekinn af verðbótum og hvatti til sparnaðar ungmenna með því að skora á „stjórnvöld að fella niður fjármagnstekjuskatt á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti yrðir stuðlað að stórauknum sparnaði barna og ungmenna.” Þegar ástandið í efnahagsmálum er eins og það er núna og verðbólga mikil, getur staðan hreinlega orðið þannig að ávöxtun sparifjár verði neikvæð með skattlagningu verðbóta. Matthías gerir ekkert nema mótmæla skattlagningu á börn, vekja athygli á ósanngirninni sem felst í skattlagningu verðbóta og hvetja til aðgerða til að efla sparnað. Hver eru viðbrögðin? Jú, Jóhanna svaraði Matthíasi og vandaði honum ekki kveðjurnar. Hún sakaði hann m.a. um þráhyggju, væntanlega vegna þess að hann benti á staðreyndir máli sínu til stuðnings. Fátt fer meira í taugarnar á forsætisráðherra en þegar fólk leyfir sér að gera það. Í þessu tilviki hefði Jóhanna þó átt að fagna ábendingunni, enda sjálf talið sig andstæðing skattlagningar barna, í það minnsta þegar hún var í stjórnarandstöðu. En skoðum barnaskattastefnu Jóhönnu að öðru leyti en því sem viðkemur fjármagnstekjunum. Hvernig skyldi tekjuskatti barna vera háttað? Fjárhæð frítekjumarks barna yngri en 16 ára var 8.395 krónur á mánuði þegar Jóhanna tók við - og er enn 8.395 krónur! Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 40% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 50%. Ég veit ekki hvaða orð stjórnarandstöðuþingmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir hefði notað til að lýsa þessu en þau hefðu verið stór. Kannski hefði hún notað orðin barnaskattpíningarstefna?
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar