Leiðin frá hugmynd að frumgerð oft löng 25. apríl 2012 10:00 Letingjagræja Hönnuðir boltakastarans segja tækið hannað fyrir lata hundaeigendur til þess að hundar geti sjálfir skotið boltum til að sækja. Fréttablaðið/Vilhelm Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. „Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og það hafa komið mjög skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir í gegnum árin," segir Magnús Þór Jónsson prófessor í samtali við Fréttablaðið. Hann segir námskeiðið gefa nemendum skýra innsýn í ferlið sem liggur á bak við þróun og gerð véla. „Þetta sýnir þeim hversu langur vegur er milli hugmyndar og frumgerðar. Sú leið er oft erfið og krefst þolinmæði, en þau læra mikið af þessari vinnu og ekki síst mistökunum." Magnús segir námskeiðið oft hafa reynst góður stökkpallur fyrir nemendur yfir á vinnumarkaðinn. Marel og Össur hafa meðal annars komið að námskeiðinu og margir nemendur jafnvel hafið störf hjá þeim og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum eftir námið. Ein af skemmtilegri hugmyndum þessa árs er boltakastarinn fyrir lata hundaeigendur. Tækið er hannað með það fyrir augum að hundurinn geti hlaðið tækið sjálfur. Það virkar eins og lásbogi og þegar boltinn er lagður á réttan stað, dregst tækið til baka og skýtur boltanum. Arnar Lárusson, einn hönnuða tækisins segir hugmyndina eiga sér einfalda sögu. „Hjálmar, einn úr hópnum okkar, er einmitt latur hundaeigandi og við unnum þetta út frá hans pælingu." Arnar bætir því við að þetta námskeið veiti afar góða reynslu, fyrst og fremst til að beita þekkingu sinni við raunverulegar aðstæður. „Verkfræðin er afar strembið nám og þetta er í raun í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að beita okkar kröftum og þekkingu sem við höfum viðað að okkur síðustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að við getum gert ýmislegt." Aðspurður hvort þeir hyggi á fjöldaframleiðslu á boltakastaranum segir Arnar það óvíst. „Ég veit ekki alveg með okkar tæki, en það voru margar góðar hugmyndir í námskeiðinu og örugglega tækifæri til að þróa ýmislegt áfram." thorgils@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Sjálfvirkur pitsuskeri, boltakastari fyrir lata hundaeigendur og golfkerra framtíðarinnar voru meðal nýstárlegra tækja sem gaf að líta á sýningu verkfræðinema Háskóla Íslands í gær. Um var að ræða prófverkefni í námskeiðinu Tölvustýrður vélbúnaður, en þar fá nemendur að þróa hugmynd og fylgja henni allt fram að fullgerðu tæki. „Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og það hafa komið mjög skemmtilegar og fjölbreyttar hugmyndir í gegnum árin," segir Magnús Þór Jónsson prófessor í samtali við Fréttablaðið. Hann segir námskeiðið gefa nemendum skýra innsýn í ferlið sem liggur á bak við þróun og gerð véla. „Þetta sýnir þeim hversu langur vegur er milli hugmyndar og frumgerðar. Sú leið er oft erfið og krefst þolinmæði, en þau læra mikið af þessari vinnu og ekki síst mistökunum." Magnús segir námskeiðið oft hafa reynst góður stökkpallur fyrir nemendur yfir á vinnumarkaðinn. Marel og Össur hafa meðal annars komið að námskeiðinu og margir nemendur jafnvel hafið störf hjá þeim og öðrum nýsköpunarfyrirtækjum eftir námið. Ein af skemmtilegri hugmyndum þessa árs er boltakastarinn fyrir lata hundaeigendur. Tækið er hannað með það fyrir augum að hundurinn geti hlaðið tækið sjálfur. Það virkar eins og lásbogi og þegar boltinn er lagður á réttan stað, dregst tækið til baka og skýtur boltanum. Arnar Lárusson, einn hönnuða tækisins segir hugmyndina eiga sér einfalda sögu. „Hjálmar, einn úr hópnum okkar, er einmitt latur hundaeigandi og við unnum þetta út frá hans pælingu." Arnar bætir því við að þetta námskeið veiti afar góða reynslu, fyrst og fremst til að beita þekkingu sinni við raunverulegar aðstæður. „Verkfræðin er afar strembið nám og þetta er í raun í fyrsta sinn sem við fáum tækifæri til að beita okkar kröftum og þekkingu sem við höfum viðað að okkur síðustu þrjú ár. Þá kemur í ljós að við getum gert ýmislegt." Aðspurður hvort þeir hyggi á fjöldaframleiðslu á boltakastaranum segir Arnar það óvíst. „Ég veit ekki alveg með okkar tæki, en það voru margar góðar hugmyndir í námskeiðinu og örugglega tækifæri til að þróa ýmislegt áfram." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26. apríl 2012 00:30