Opinbera afskriftir yfir 100 milljónum 26. apríl 2012 09:30 Fyrsti flutningsmaður Eygló segir málið ekki varða bankaleynd, enda sé um upplýsingar í skattskýrslum að ræða. Um sé að ræða kröfu á þá sem eru skattskyldir til þess að skila upplýsingum til Ríkisskattstjóra.fréttablaðið/gva Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir framtalsskyldir aðilar tilgreina allar skuldaeftirgjafir sem þeir hafa fengið, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki. Allar afskriftir að fjárhæð 100 milljónir eða meira verði síðan birtar í álagningaskrá og skattskrá, ásamt upplýsingum um frá hverjum þær stafa. Eygló segir tilgang frumvarpsins þann að gæta jafnræðis. Ljóst sé að afskrifa þurfi hluta skulda og mikilvægt sé að taka þann hluta sem ekki er hægt að borga út úr kerfinu. „Það er mikilvægt að jafnræðis og sanngirnis sé gætt við það. Að fjármálafyrirtæki geti staðið fyrir framan þjóðina og rökstutt hvernig staðið er að afskriftunum. Með þessu er verið að tryggja gagnsæi." Eygló segir ekki síður mikilvægt að tryggja jafnræði varðandi það hvaða upplýsingar eru gerðar opinberar. „Það hafa vaknað ýmsar spurningar um það af hverju upplýsingar um sum fyrirtæki koma fram í fjölmiðlum, en önnur ekki. Það er óeðlilegt að handvelja þær upplýsingar sem almenningur fær um afskriftir." Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir þetta. Óheppilegt sé að til þessa hafi opinberlega birst upplýsingar um sumar afskriftir, en aðrar ekki og mikilvægt sé að gæta jafnræðis í því. Verulegir almannahagsmunir standi til þess að upplýsingarnar verði birtar. „Leynd um verulegar afskriftir er til þess fallin að skapa tortryggni. Það er mikilvægur hluti endurreisnarstarfsins að eyða óþarfa tortryggni og skapa á ný traust á fjármálakerfið. Það verður best gert með opnum og gagnsæjum ferlum og skipulegri miðlun upplýsinga. Þess vegna er það niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarp þingmannanna verði að lögum." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. Samkvæmt frumvarpinu skulu allir framtalsskyldir aðilar tilgreina allar skuldaeftirgjafir sem þeir hafa fengið, óháð því hvort þær teljist til tekna eða ekki. Allar afskriftir að fjárhæð 100 milljónir eða meira verði síðan birtar í álagningaskrá og skattskrá, ásamt upplýsingum um frá hverjum þær stafa. Eygló segir tilgang frumvarpsins þann að gæta jafnræðis. Ljóst sé að afskrifa þurfi hluta skulda og mikilvægt sé að taka þann hluta sem ekki er hægt að borga út úr kerfinu. „Það er mikilvægt að jafnræðis og sanngirnis sé gætt við það. Að fjármálafyrirtæki geti staðið fyrir framan þjóðina og rökstutt hvernig staðið er að afskriftunum. Með þessu er verið að tryggja gagnsæi." Eygló segir ekki síður mikilvægt að tryggja jafnræði varðandi það hvaða upplýsingar eru gerðar opinberar. „Það hafa vaknað ýmsar spurningar um það af hverju upplýsingar um sum fyrirtæki koma fram í fjölmiðlum, en önnur ekki. Það er óeðlilegt að handvelja þær upplýsingar sem almenningur fær um afskriftir." Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir þetta. Óheppilegt sé að til þessa hafi opinberlega birst upplýsingar um sumar afskriftir, en aðrar ekki og mikilvægt sé að gæta jafnræðis í því. Verulegir almannahagsmunir standi til þess að upplýsingarnar verði birtar. „Leynd um verulegar afskriftir er til þess fallin að skapa tortryggni. Það er mikilvægur hluti endurreisnarstarfsins að eyða óþarfa tortryggni og skapa á ný traust á fjármálakerfið. Það verður best gert með opnum og gagnsæjum ferlum og skipulegri miðlun upplýsinga. Þess vegna er það niðurstaða nefndarinnar að mæla með því að frumvarp þingmannanna verði að lögum." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira