Lögregla vill bát til eftirlits á Breiðafirði 5. maí 2012 10:00 breiðafjörður Eftir að arnarhreiðri var spillt í eyju á Breiðafirði vaknaði umræða um hvort lögreglan gæti haldið uppi fullnægjandi löggæslu á svæðinu. mynd/róbert a. stefánsson Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiðafirði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögreglunnar á Snæfellsnesi að embættið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það náttúruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grásleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrifum áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að," segir Ólafur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftirlitið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að ef hugmyndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgisgæslunnar; embættin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og embættið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verkefninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurnar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiðafirði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögreglunnar á Snæfellsnesi að embættið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það náttúruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grásleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrifum áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að," segir Ólafur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftirlitið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að ef hugmyndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgisgæslunnar; embættin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og embættið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verkefninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurnar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira