Mér líður ógeðslega illa en fæ ekki tíma hjá geðlækni fyrr en eftir hálft ár Ellen Calmon skrifar 10. maí 2012 06:00 Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlæknastofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geðlækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamóttökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatilfellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðastliðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og greinagóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinningalegum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmöguleika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta meðferð s.s. einstaklingsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferðunum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfjameðferða fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostnaði ef önnur meðferðarúrræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD einkenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræðimeðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðuneytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu samtökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjölbreyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeiningunum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg samskipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ einhvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlæknastofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geðlækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamóttökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatilfellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðastliðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og meðferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðarfullar og greinagóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinningalegum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmöguleika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta meðferð s.s. einstaklingsmeðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferðunum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfjameðferða fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostnaði ef önnur meðferðarúrræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD einkenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræðimeðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðuneytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu samtökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjölbreyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeiningunum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar