Hugmyndum um nýjan skatt á lífeyrissjóði vex fylgi 15. maí 2012 08:30 ÍBÚABYGGÐ Viðræður eru nú í gangi um leiðir til að koma til móts við þá sem eru með lán tengd lánsveðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Landssamtök lífeyrissjóða höfnuðu í gær hugmyndum um að færa niður fasteignalán, sem tryggð eru með lánsveðum hjá ábyrgðarmönnum, að 110 prósentum af fasteignamati. Efnahagsráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra lögðu drög að samkomulagi þar um fyrir fulltrúa sjóðanna á fundi í gær. Fulltrúar Íbúðalánasjóðs sátu fundinn einnig. „Það eru vonbrigði að lífeyrissjóðirnir telji sig ekki geta tekið þátt í þessu með okkur. Þá hefur farið mikill tími í að bíða eftir afgreiðslu þeirra," segir Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður landssamtakanna, segir að ljóst sé að lífeyrissjóðunum sé ekki heimilt að færa niður innheimtanlegar kröfur. Það hafi lengi legið fyrir og í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna árið 2010 hafi verið fengið lögfræðiálit sem staðfesti þetta. „Heimildir okkar lífeyrissjóðanna til að fella niður innheimtanlegar skuldir eru bara ekki til staðar, það er alveg skýrt," segir Arnar og bendir á að stærstur hluti þessara lána, sem eru 2.400 talsins, sé í góðum skilum. Steingrímur segir hins vegar að ekki sé verið að fara fram á að farið verði á svig við lög. Þegar upp sé staðið græði allir á skynsamlegri úrlausn og slíkar aðgerðir gætu bætt eignasafn lífeyrissjóðanna. „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilunum í gegnum þessa erfiðleika. Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vaxandi kurr sé í garð lífeyrissjóðanna innan stjórnarflokkanna. Þykir mörgum að þeir hafi ekki sýnt nægilegan vilja til að koma til móts við skuldara með lánsveð. Raddir um að leiðir til að skattleggja lífeyrissjóðina til að ná þessum greiðslum inn og koma svo til móts við skuldarana verða æ háværari. Steingrímur vildi þó ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekki að fara út í það, en við þekkjum nú glímuna við þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum öðrum aðgerðum." Lífeyrissjóðirnir hafa lagt til þá lausn að þeir selji Íbúðalánasjóði umrædd lán og fengju í staðinn ríkisskuldabréf eða ígildi þeirra. „Með slíkum viðskiptum væri aðkomu lífeyrissjóðanna lokið," segir Arnar. - kóp Fréttir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða höfnuðu í gær hugmyndum um að færa niður fasteignalán, sem tryggð eru með lánsveðum hjá ábyrgðarmönnum, að 110 prósentum af fasteignamati. Efnahagsráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra lögðu drög að samkomulagi þar um fyrir fulltrúa sjóðanna á fundi í gær. Fulltrúar Íbúðalánasjóðs sátu fundinn einnig. „Það eru vonbrigði að lífeyrissjóðirnir telji sig ekki geta tekið þátt í þessu með okkur. Þá hefur farið mikill tími í að bíða eftir afgreiðslu þeirra," segir Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður landssamtakanna, segir að ljóst sé að lífeyrissjóðunum sé ekki heimilt að færa niður innheimtanlegar kröfur. Það hafi lengi legið fyrir og í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna árið 2010 hafi verið fengið lögfræðiálit sem staðfesti þetta. „Heimildir okkar lífeyrissjóðanna til að fella niður innheimtanlegar skuldir eru bara ekki til staðar, það er alveg skýrt," segir Arnar og bendir á að stærstur hluti þessara lána, sem eru 2.400 talsins, sé í góðum skilum. Steingrímur segir hins vegar að ekki sé verið að fara fram á að farið verði á svig við lög. Þegar upp sé staðið græði allir á skynsamlegri úrlausn og slíkar aðgerðir gætu bætt eignasafn lífeyrissjóðanna. „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilunum í gegnum þessa erfiðleika. Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vaxandi kurr sé í garð lífeyrissjóðanna innan stjórnarflokkanna. Þykir mörgum að þeir hafi ekki sýnt nægilegan vilja til að koma til móts við skuldara með lánsveð. Raddir um að leiðir til að skattleggja lífeyrissjóðina til að ná þessum greiðslum inn og koma svo til móts við skuldarana verða æ háværari. Steingrímur vildi þó ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekki að fara út í það, en við þekkjum nú glímuna við þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum öðrum aðgerðum." Lífeyrissjóðirnir hafa lagt til þá lausn að þeir selji Íbúðalánasjóði umrædd lán og fengju í staðinn ríkisskuldabréf eða ígildi þeirra. „Með slíkum viðskiptum væri aðkomu lífeyrissjóðanna lokið," segir Arnar. - kóp
Fréttir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira