180 kindum fargað vegna vanfóðrunar 16. maí 2012 08:00 fé vanrækt Verstu málin hafa komið upp hjá sauðfjárbændum sem eiga sjálfir um sárt að binda. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. fréttablaðið/vilhelm Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að málum vegna skorts á viðunandi aðbúnaði og lélegrar fóðrunar hafi farið fjölgandi undanfarin ár. Málin séu ekki aðeins fleiri heldur einnig verri. Stofnunin hafi því tekist á við óvenju mörg stór dýravelferðarmál í vetur. Sauðfjárbú eru í meirihluta þar sem slík mál koma upp. Af fimm bæjum hefur samtals um 170 til 180 kindum verið fargað í vetur. Halldór segir málin alvarleg þó þau séu undantekningin, enda sjái bændur almennt vel um sinn búpening. „Þetta eru á milli fjörutíu og fimmtíu mál sem ná því að fara á málaskrá á árinu. Svo eru mörg mál til viðbótar sem koma inn með óformlegum hætti og er lokið með einfaldri ábendingu héraðsdýralæknis um hvað betur megi fara. Það eru svo bara allra verstu málin sem enda með kæru, og í sumum tilfellum eru dýrin illa haldin," segir Halldór. Að mati Matvælastofnunar er skortur á aðbúnaði sauðfjár og léleg fóðrun og umhirða of algeng og spurður um hvort eitthvað eitt einkenni verstu málin segir Halldór að svo sé. „Það eru undirliggjandi félagsleg vandamál sem verða til þess að dýrin verða útundan, enda ætla ég engum að fara illa með dýr viljandi." Halldór segir að á undanförnum árum hafi það aukist að eigendur smali ekki fé saman að hausti. Slíkt sé ólíðandi hirðuleysi og ótækt að menn sinni ekki fé með fullnægjandi hætti yfir veturinn. Það sé eigandans fyrst og síðast að smala fé en sveitarfélögin beri einnig ábyrgð á því að fé sé smalað. Halldór segir að vanræksla einskorðist ekki við búfé. Það sama eigi við um stærri gripi, hross og nautgripi sem og önnur dýr. Matvælastofnun beitir, í málum sem þessum, úrræðum á borð við að taka sauðfé úr vörslu bænda, slátra fé og kæra brot til lögreglu, en stofnunin minnir á að koma ábendingum um slæma meðferð dýra á framfæri, til dæmis við héraðsdýralækna. - shá Fréttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þrír sauðfjárbændur hafa verið kærðir til lögreglu í vetur vegna brota á lögum um dýravelferð. Tvö önnur mál bíða sömu meðferðar. Farga hefur þurft sauðfé af fimm sauðfjárbúum vegna vanfóðrunar. Undirliggjandi félagslegur vandi eigendanna reynist vera ástæða vanrækslunnar í verstu málunum. Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að málum vegna skorts á viðunandi aðbúnaði og lélegrar fóðrunar hafi farið fjölgandi undanfarin ár. Málin séu ekki aðeins fleiri heldur einnig verri. Stofnunin hafi því tekist á við óvenju mörg stór dýravelferðarmál í vetur. Sauðfjárbú eru í meirihluta þar sem slík mál koma upp. Af fimm bæjum hefur samtals um 170 til 180 kindum verið fargað í vetur. Halldór segir málin alvarleg þó þau séu undantekningin, enda sjái bændur almennt vel um sinn búpening. „Þetta eru á milli fjörutíu og fimmtíu mál sem ná því að fara á málaskrá á árinu. Svo eru mörg mál til viðbótar sem koma inn með óformlegum hætti og er lokið með einfaldri ábendingu héraðsdýralæknis um hvað betur megi fara. Það eru svo bara allra verstu málin sem enda með kæru, og í sumum tilfellum eru dýrin illa haldin," segir Halldór. Að mati Matvælastofnunar er skortur á aðbúnaði sauðfjár og léleg fóðrun og umhirða of algeng og spurður um hvort eitthvað eitt einkenni verstu málin segir Halldór að svo sé. „Það eru undirliggjandi félagsleg vandamál sem verða til þess að dýrin verða útundan, enda ætla ég engum að fara illa með dýr viljandi." Halldór segir að á undanförnum árum hafi það aukist að eigendur smali ekki fé saman að hausti. Slíkt sé ólíðandi hirðuleysi og ótækt að menn sinni ekki fé með fullnægjandi hætti yfir veturinn. Það sé eigandans fyrst og síðast að smala fé en sveitarfélögin beri einnig ábyrgð á því að fé sé smalað. Halldór segir að vanræksla einskorðist ekki við búfé. Það sama eigi við um stærri gripi, hross og nautgripi sem og önnur dýr. Matvælastofnun beitir, í málum sem þessum, úrræðum á borð við að taka sauðfé úr vörslu bænda, slátra fé og kæra brot til lögreglu, en stofnunin minnir á að koma ábendingum um slæma meðferð dýra á framfæri, til dæmis við héraðsdýralækna. - shá
Fréttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira