Situr í varðhaldi og vill milljón frá ríkinu 16. maí 2012 10:30 Einar Marteinsson Einar ‚Boom' Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Í stefnunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að Einar hafi um árabil grunað að lögregla hafi hlerað síma hans vegna þess að hann hafi verið í forsvari fyrir vélhjólasamtökin Fáfni sem síðan gerðust aðili að Hells Angels. „Íslensk stjórnvöld virðast telja að stefnandi standi í glæpsamlegri starfsemi hvers konar í tengslum við starfsemi vélhjólasamtakanna og hafa hann og aðra meðlimi samtakanna undir miklu eftirliti, bæði með símahlustun og einnig eru stefnandi og aðrir meðlimir félagsins iðulega stoppaðir þegar þeir aka saman á vélhjólum sínum og við önnur tækifæri," segir í stefnunni. Vegna þessa sendi Einar lögreglunni bréf í fyrra og bað um yfirlit yfir allar rannsóknaraðgerðir sem hefði verið beitt gegn honum frá árinu 2000 til 2011. Í ljós kom að sími hans hafði verið hleraður í einn mánuð frá febrúar og fram í mars 2009. Að því er segir í stefnunni gekk erfiðlega að afla gagna frá lögreglu um ástæður hlerunarinnar en þegar þau loksins hafi skilað sér hafi mátt sjá að hann hafi verið grunaður um alvarleg afbrot, stórfelldan fíkniefnainnflutning, handrukkanir, hótanir, ofbeldi, verndarstarfsemi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. „Engin afmörkun er á þeim brotum sem stefnandi er talinn hafa framið eða tilvísun til tiltekins afbrots á ákveðinni dagsetningu. Engin gögn sem tilheyra málinu benda til þess að rannsókn gagnvart stefnanda sé studd raunverulegum gögnum, öðrum en sögusögnum um stefnanda og félagið Fáfni og Hells Angels," segir í stefnunni. Málið leiddi sem áður segir aldrei til saksóknar á hendur Einari og með þessu, og löngum málsmeðferðartíma í kerfinu, telur Einar að lögreglan hafi brotið gróflega gegn honum. Stefnan var gefin út í janúar og verður tekin fyrir síðar í mánuðinum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Einar ‚Boom' Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Í stefnunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að Einar hafi um árabil grunað að lögregla hafi hlerað síma hans vegna þess að hann hafi verið í forsvari fyrir vélhjólasamtökin Fáfni sem síðan gerðust aðili að Hells Angels. „Íslensk stjórnvöld virðast telja að stefnandi standi í glæpsamlegri starfsemi hvers konar í tengslum við starfsemi vélhjólasamtakanna og hafa hann og aðra meðlimi samtakanna undir miklu eftirliti, bæði með símahlustun og einnig eru stefnandi og aðrir meðlimir félagsins iðulega stoppaðir þegar þeir aka saman á vélhjólum sínum og við önnur tækifæri," segir í stefnunni. Vegna þessa sendi Einar lögreglunni bréf í fyrra og bað um yfirlit yfir allar rannsóknaraðgerðir sem hefði verið beitt gegn honum frá árinu 2000 til 2011. Í ljós kom að sími hans hafði verið hleraður í einn mánuð frá febrúar og fram í mars 2009. Að því er segir í stefnunni gekk erfiðlega að afla gagna frá lögreglu um ástæður hlerunarinnar en þegar þau loksins hafi skilað sér hafi mátt sjá að hann hafi verið grunaður um alvarleg afbrot, stórfelldan fíkniefnainnflutning, handrukkanir, hótanir, ofbeldi, verndarstarfsemi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. „Engin afmörkun er á þeim brotum sem stefnandi er talinn hafa framið eða tilvísun til tiltekins afbrots á ákveðinni dagsetningu. Engin gögn sem tilheyra málinu benda til þess að rannsókn gagnvart stefnanda sé studd raunverulegum gögnum, öðrum en sögusögnum um stefnanda og félagið Fáfni og Hells Angels," segir í stefnunni. Málið leiddi sem áður segir aldrei til saksóknar á hendur Einari og með þessu, og löngum málsmeðferðartíma í kerfinu, telur Einar að lögreglan hafi brotið gróflega gegn honum. Stefnan var gefin út í janúar og verður tekin fyrir síðar í mánuðinum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira