Fundarsköp bæjarstjórnar í Garði kærð til ráðuneytis 19. maí 2012 09:00 Hitafundur í Garði Bæjarstjórnarfundurinn var opinn öllum þar til fundargerð skólanefndar var til umræðu. Forseti bæjarstjórnar lokaði þá fundinum fyrir almenningi þar til málið hafði verið rætt.mynd/víkurfréttir Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jónína Holm, lokaði bæjarstjórnarfundi þegar umræða um fundargerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fundarsköp á aukafundi bæjarstjórnar til innanríkisráðuneytisins. Reynir segir forsendur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitarstjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunarefnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu," segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla" sem unnin var af fagaðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrslan leggur einnig til að staða sérkennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði auglýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjarfélags," segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjarstjórnar á miðvikudag þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þorsteinsson var settur af sem formaður skólanefndar í kjölfar stjórnarskiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórnarinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjarins og taka þátt í bæjarmálum er óskynsamlegt," segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í málefnalegri umræðu um skólamál." Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennurum við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkonur þeirra séu kennarar við skólann". Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætluninni." Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar forseti bað hann um að víkja úr ræðustól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jónína Holm, lokaði bæjarstjórnarfundi þegar umræða um fundargerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fundarsköp á aukafundi bæjarstjórnar til innanríkisráðuneytisins. Reynir segir forsendur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitarstjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunarefnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu," segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla" sem unnin var af fagaðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrslan leggur einnig til að staða sérkennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði auglýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjarfélags," segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjarstjórnar á miðvikudag þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þorsteinsson var settur af sem formaður skólanefndar í kjölfar stjórnarskiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórnarinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjarins og taka þátt í bæjarmálum er óskynsamlegt," segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í málefnalegri umræðu um skólamál." Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennurum við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkonur þeirra séu kennarar við skólann". Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætluninni." Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar forseti bað hann um að víkja úr ræðustól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira