Hráefnið skiptir öllu máli 25. maí 2012 06:00 Eigendurnir, þau Ellert og Eva. Mynd/Rakel Ósk Veitingastaðurinn Eldofninn er lítill og vinalegur pitsustaður, staðsettur í Grímsbæ við Bústaðaveginn. Þar er boðið upp á girnilegar eldbakaðar pitsur eftir ítalskri forskrift. „Þetta er lítill fjölskyldustaður, rekinn af okkur hjónunum og strákunum okkar og svo að sjálfsögðu erum við með frábært aðstoðarfólk," segir Eva Karlsdóttir sem er eigandi ásamt manni sínum Ellert A. Ingimundarsyni leikara.Fyrsta flokks hráefni Hráefni er ekki bara hráefni, eru einkennisorð sem höfð eru að leiðarljósi hjá Eldofninum og því er það valið af kostgæfni. „Hráefnið skiptir öllu máli, til dæmis er enginn sykur notaður í pitsusósuna heldur plómutómatar sem eru náttúrulega sætir, en sósan er löguð daglega ásamt deiginu. Best geymda leyndarmál Eldofnsins er svo hvítlauks- og eldofnsolíurnar sem einnig eru gerðar á staðnum." Hakkið, sem er án allra íblöndunarefna, kemur frá Kjöthöllinni og er steikt á staðnum, klettasalatið er frá Hveratúni og basilíkan kemur beint frá bónda. „Basil er órjúfanlegur partur af Margarítu special, rauð sósan, mozzarella-sneiðar, ólífuolía og basillauf, sem sagt rauður, hvítur og grænn, sem eru litir ítalska fánans."Eldofn og kaffi frá Ítalíu Árið 2008 fóru þau hjónin til Ítalíu og ætluðu að finna eldofn og skoða ítalska pitsustaði. „Við fórum í sex verksmiðjur að skoða ofna áður en við ákváðum að kaupa ofninn okkar og að sjálfsögðu borðuðum við svo pitsur í öll mál. Eldofninn sem við keyptum er með snúningsplötu sem auðveldar jafna bökun og minnkar líkur á að pitsurnar brenni við. Þannig getum við útbúið fyrsta flokks eldbakaðar pitsur og veitt viðskiptavininum óskipta athygli í leiðinni áhyggjulaust." Eldofninn selur einnig sérinnflutt kaffi frá Ítalíu sem þau hjónin fundu fyrir tilviljun á ferðalagi sínu. „Við ætluðum bara að taka nokkur kíló af kaffi með heim og rákumst inn í fjölskyldufyrirtækið Italcaffé í Ceperana í La Spezia héraðinu. Þeir vildu endilega að við myndum selja kaffið þeirra á Íslandi. Okkur leist vel á og slógum bara til." Sífellt fleiri kúnnar koma núorðið á Eldofninn eingöngu til þess að kaupa sér kaffi eða baunir til að taka með heim.Eldofninn er vinalegur staður í miðju íbúðahverfi.Ánægður viðskiptavinur besta auglýsingin Hjá Eldofninum er mikið lagt upp úr því að veita góða þjónustu og jákvætt og persónulegt viðmót haft að leiðarljósi í öllum samskiptum við kúnnann. „Hingað koma reglulega nýir viðskiptavinir eingöngu vegna góðrar umfjöllunar frá öðrum, þannig að ánægður viðskiptavinur er besta auglýsingin," segir Eva stolt af orðspori Eldofnsins.Tilboð og opnunartímar Ýmis tilboð eru í gangi á Eldofninum. „Við erum með hádegistilboð á virkum dögum; pitsa með tveimur áleggstegundum og súperdós og svo er tíu prósent afsláttur þegar fólk sækir." Ekki er boðið upp á heimsendingu nema um stórar pantanir sé að ræða. Eldofninn er opinn frá klukkan 11.30 til 21 þriðjudaga til fimmtudaga og til 22 á föstudögum. Á laugardögum er opið frá 17-22 og á sunnudögum frá 17-21 en á mánudögum er lokað. Á heimasíðu Eldofnsins, eldofninn.is, er hægt að skoða matseðilinn ásamt fleiru en einnig er Eldofninn að finna á síðu staðarins á Facebook. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Veitingastaðurinn Eldofninn er lítill og vinalegur pitsustaður, staðsettur í Grímsbæ við Bústaðaveginn. Þar er boðið upp á girnilegar eldbakaðar pitsur eftir ítalskri forskrift. „Þetta er lítill fjölskyldustaður, rekinn af okkur hjónunum og strákunum okkar og svo að sjálfsögðu erum við með frábært aðstoðarfólk," segir Eva Karlsdóttir sem er eigandi ásamt manni sínum Ellert A. Ingimundarsyni leikara.Fyrsta flokks hráefni Hráefni er ekki bara hráefni, eru einkennisorð sem höfð eru að leiðarljósi hjá Eldofninum og því er það valið af kostgæfni. „Hráefnið skiptir öllu máli, til dæmis er enginn sykur notaður í pitsusósuna heldur plómutómatar sem eru náttúrulega sætir, en sósan er löguð daglega ásamt deiginu. Best geymda leyndarmál Eldofnsins er svo hvítlauks- og eldofnsolíurnar sem einnig eru gerðar á staðnum." Hakkið, sem er án allra íblöndunarefna, kemur frá Kjöthöllinni og er steikt á staðnum, klettasalatið er frá Hveratúni og basilíkan kemur beint frá bónda. „Basil er órjúfanlegur partur af Margarítu special, rauð sósan, mozzarella-sneiðar, ólífuolía og basillauf, sem sagt rauður, hvítur og grænn, sem eru litir ítalska fánans."Eldofn og kaffi frá Ítalíu Árið 2008 fóru þau hjónin til Ítalíu og ætluðu að finna eldofn og skoða ítalska pitsustaði. „Við fórum í sex verksmiðjur að skoða ofna áður en við ákváðum að kaupa ofninn okkar og að sjálfsögðu borðuðum við svo pitsur í öll mál. Eldofninn sem við keyptum er með snúningsplötu sem auðveldar jafna bökun og minnkar líkur á að pitsurnar brenni við. Þannig getum við útbúið fyrsta flokks eldbakaðar pitsur og veitt viðskiptavininum óskipta athygli í leiðinni áhyggjulaust." Eldofninn selur einnig sérinnflutt kaffi frá Ítalíu sem þau hjónin fundu fyrir tilviljun á ferðalagi sínu. „Við ætluðum bara að taka nokkur kíló af kaffi með heim og rákumst inn í fjölskyldufyrirtækið Italcaffé í Ceperana í La Spezia héraðinu. Þeir vildu endilega að við myndum selja kaffið þeirra á Íslandi. Okkur leist vel á og slógum bara til." Sífellt fleiri kúnnar koma núorðið á Eldofninn eingöngu til þess að kaupa sér kaffi eða baunir til að taka með heim.Eldofninn er vinalegur staður í miðju íbúðahverfi.Ánægður viðskiptavinur besta auglýsingin Hjá Eldofninum er mikið lagt upp úr því að veita góða þjónustu og jákvætt og persónulegt viðmót haft að leiðarljósi í öllum samskiptum við kúnnann. „Hingað koma reglulega nýir viðskiptavinir eingöngu vegna góðrar umfjöllunar frá öðrum, þannig að ánægður viðskiptavinur er besta auglýsingin," segir Eva stolt af orðspori Eldofnsins.Tilboð og opnunartímar Ýmis tilboð eru í gangi á Eldofninum. „Við erum með hádegistilboð á virkum dögum; pitsa með tveimur áleggstegundum og súperdós og svo er tíu prósent afsláttur þegar fólk sækir." Ekki er boðið upp á heimsendingu nema um stórar pantanir sé að ræða. Eldofninn er opinn frá klukkan 11.30 til 21 þriðjudaga til fimmtudaga og til 22 á föstudögum. Á laugardögum er opið frá 17-22 og á sunnudögum frá 17-21 en á mánudögum er lokað. Á heimasíðu Eldofnsins, eldofninn.is, er hægt að skoða matseðilinn ásamt fleiru en einnig er Eldofninn að finna á síðu staðarins á Facebook.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf