Fantasíur Hildur Sverrisdóttir skrifar 4. júní 2012 09:15 Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta verkefninu. Það hefur síðan komið í ljós að í eldfimu verkefni er vandmeðfarið að hafa svo rúman ramma. Því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Ekki er stefnt að því að hér verði um tæmandi úttekt á fantasíum eða kortlagningu á hugarheimi íslenskra kvenna. Það eina sem hefur verið stefnt að er að búa til kynferðislegt efni á forsendum kvenna, og við það verður staðið. Með því er átt við að efnistök verða valin út frá viðmiðum rannsókna um hvatir og hugaróra kvenna. Efniviðurinn mun veita innsýn í hugarheim þeirra sem langaði að senda inn fantasíur. Fantasíurnar verða svo stílfærðar eða settar í söguform svo að konur geti notið þeirra. Fantasíurnar sem berast eru fyrstu skrefin í átt að bókinni en alls ekki þau síðustu. Mörg fordæmi eru fyrir verkefnum og bókum þar sem fólk af fúsum og frjálsum vilja, nafnlaust eða ekki, deilir sögum, spurningum, leyndarmálum eða hugmyndum sem fara svo í frekari vinnslu. Þessi aðferð hefur virkað vel í hinum ýmsu verkefnum hingað til og var því tekin til fyrirmyndar. Að taka þetta tiltekna verkefni fyrir, án þess að gagnrýna jafnframt þau verkefni sem unnin hafa verið eins, stenst ekki sanngjarna skoðun. Bókin er gerð með konur í huga, líkt og aðrar svipaðar bækur sem hafa verið gefnar út í einkaframtaki án athugasemda. Tilgangurinn er að hún efli og skemmti konum. Markmiðið er að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna, að setja svo stóran part af tilveru kvenna á eðlilegri og betri stað. Fantasíurnar eru sendar inn nafnlausar. Nafnleysið varð niðurstaðan eftir að meirihluti kvenna sem rætt var við um verkefnið sögðu að þó þær vildu deila fantasíum sínum með öðrum konum, gerðu þær það síður án þess að tryggt væri að ekki einu sinni ritstjóri bókarinnar vissi hver þær væru. Nafnleysið ber virðingu fyrir að hver og ein kona þurfi ekki að opinbera sig heldur sé í krafti leyndarinnar varpað ljósi á samhljóm kvenna sem hefur að mörgu leyti verið í þögn. Verkefnið er hugsað sem eitt af mörgum skrefum í þágu kvenna inn á markað þar sem karlmenn hafa um langt skeið haft tögl og hagldir. Ef vel tekst til gæti hér verið skref í átt að því að hægt sé að vinna ýmiss konar kynferðislegt efni á betri hátt og þar sem konur hafa rödd. Í verkefninu er lögð áhersla að tala til kvenna en vissulega þýðir nafnleysið að karlar geti sent inn sögur ef þeir endilega vilja. Ég mat það svo að mikilvægara væri að virða óskir um nafnleysi heldur en að girða fyrir þann möguleika, enda ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir hann hvernig sem útfærslan hefði verið. Innsendar sögur verða eftir sem áður metnar eftir forsendum kvenna. Ef innsend saga er þannig gerð að einhverjar konur gætu notið og samsamað sig henni þá samræmist það markmiðinu: að búa til kynferðislega örvandi efni fyrir konur, á þeirra forsendum. Verkefnið hefur þegar skilað þeim árangri að umræða um fantasíur kvenna hefur aukist og er það vel. Verkefnið virðist einnig eiga erindi þar sem innsendar fantasíur eru nú þegar orðnar margar. Sú staðreynd veitir öðru fremur innblástur og fullvissu um að þetta verkefni er skemmtilegt og þarft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ákvað að leggja út í tilraun sem, ef vel tækist til, gæti stuðlað að því að konur fengju betur notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum. Í upphafi verkefnisins var ákveðið að segja eins lítið og mögulegt var um aðferðafræði þess. Hugmyndin var sú, að þannig yrði komið í veg fyrir einhvers konar miðstýringu á því hvernig konur kysu að mæta verkefninu. Það hefur síðan komið í ljós að í eldfimu verkefni er vandmeðfarið að hafa svo rúman ramma. Því vil ég koma nokkrum atriðum á framfæri. Ekki er stefnt að því að hér verði um tæmandi úttekt á fantasíum eða kortlagningu á hugarheimi íslenskra kvenna. Það eina sem hefur verið stefnt að er að búa til kynferðislegt efni á forsendum kvenna, og við það verður staðið. Með því er átt við að efnistök verða valin út frá viðmiðum rannsókna um hvatir og hugaróra kvenna. Efniviðurinn mun veita innsýn í hugarheim þeirra sem langaði að senda inn fantasíur. Fantasíurnar verða svo stílfærðar eða settar í söguform svo að konur geti notið þeirra. Fantasíurnar sem berast eru fyrstu skrefin í átt að bókinni en alls ekki þau síðustu. Mörg fordæmi eru fyrir verkefnum og bókum þar sem fólk af fúsum og frjálsum vilja, nafnlaust eða ekki, deilir sögum, spurningum, leyndarmálum eða hugmyndum sem fara svo í frekari vinnslu. Þessi aðferð hefur virkað vel í hinum ýmsu verkefnum hingað til og var því tekin til fyrirmyndar. Að taka þetta tiltekna verkefni fyrir, án þess að gagnrýna jafnframt þau verkefni sem unnin hafa verið eins, stenst ekki sanngjarna skoðun. Bókin er gerð með konur í huga, líkt og aðrar svipaðar bækur sem hafa verið gefnar út í einkaframtaki án athugasemda. Tilgangurinn er að hún efli og skemmti konum. Markmiðið er að fagna kynferðislegum fantasíum kvenna, að setja svo stóran part af tilveru kvenna á eðlilegri og betri stað. Fantasíurnar eru sendar inn nafnlausar. Nafnleysið varð niðurstaðan eftir að meirihluti kvenna sem rætt var við um verkefnið sögðu að þó þær vildu deila fantasíum sínum með öðrum konum, gerðu þær það síður án þess að tryggt væri að ekki einu sinni ritstjóri bókarinnar vissi hver þær væru. Nafnleysið ber virðingu fyrir að hver og ein kona þurfi ekki að opinbera sig heldur sé í krafti leyndarinnar varpað ljósi á samhljóm kvenna sem hefur að mörgu leyti verið í þögn. Verkefnið er hugsað sem eitt af mörgum skrefum í þágu kvenna inn á markað þar sem karlmenn hafa um langt skeið haft tögl og hagldir. Ef vel tekst til gæti hér verið skref í átt að því að hægt sé að vinna ýmiss konar kynferðislegt efni á betri hátt og þar sem konur hafa rödd. Í verkefninu er lögð áhersla að tala til kvenna en vissulega þýðir nafnleysið að karlar geti sent inn sögur ef þeir endilega vilja. Ég mat það svo að mikilvægara væri að virða óskir um nafnleysi heldur en að girða fyrir þann möguleika, enda ekki hægt að koma alfarið í veg fyrir hann hvernig sem útfærslan hefði verið. Innsendar sögur verða eftir sem áður metnar eftir forsendum kvenna. Ef innsend saga er þannig gerð að einhverjar konur gætu notið og samsamað sig henni þá samræmist það markmiðinu: að búa til kynferðislega örvandi efni fyrir konur, á þeirra forsendum. Verkefnið hefur þegar skilað þeim árangri að umræða um fantasíur kvenna hefur aukist og er það vel. Verkefnið virðist einnig eiga erindi þar sem innsendar fantasíur eru nú þegar orðnar margar. Sú staðreynd veitir öðru fremur innblástur og fullvissu um að þetta verkefni er skemmtilegt og þarft.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun