Alda hnakkastulda ríður yfir Suðurland 12. júní 2012 07:00 Innbrotafaraldur í hesthús Lögreglunni á Selfossi hafa borist fjölmargar tilkynningar um innbrot í hesthús að undanförnu þar sem dýrum hnökkum og öðrum reiðtygjum er stolið. Fréttablaðið/Rósa Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Björn Grétarsson, varðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir faraldurinn afar óvenjulegan. Ekki er búið að taka saman nákvæman fjölda innbrota eða hnakka sem hefur verið stolið, en það verður gert næstu daga. „Mann grunar að þetta séu sömu aðilarnir í einhverjum tilvikum, en það er verið að ganga í þetta og grípa til ráðstafana. Þetta gengur ekki svona," segir Björn. Reiðhnakkur kostar á bilinu 200 til 600 þúsund krónur. Ekki er vitað hvernig þrjótarnir koma hnökkunum í verð. „Annaðhvort er farið með þá til fólks sem er sama hvaðan þeir koma, eða þeir eru sendir til útlanda," segir hann og bætir við að stuldirnir hafi færst í vöxt eftir efnahagshrunið. Magnús Ólason, varaformaður hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, segir undirbúning nágrannavörslu vera í pípunum. „Þetta er alveg skelfilegt," segir hann. „Þetta er gríðarlegt tjón sem fólk er að verða fyrir. Meðalverð hnakks er um 250 þúsund og það er verið að taka þrjá til fjóra í einu. Þetta gengur ekki svona." Lögreglan hafði nýlega hendur í hári manns á Stokkseyri sem hafði í fórum sínum nokkuð magn af stolnum reiðhnökkum og öðrum reiðtygjum. Maðurinn játaði á sig eitt innbrot. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að maðurinn verði yfirheyrður aftur. „Hann er búinn að gangast við einu innbrotinu, en það sem við tókum hjá honum er búið að samkenna við annað," segir hann. Um er að ræða heimamann á þrítugsaldri. Tilkynnt var um innbrot í hesthús í Heimsenda í Kópavogi í síðustu viku og hnökkum stolið. Í lok síðasta mánaðar var einnig brotist inn í tvö hesthús á Selfossi og hnakkar teknir þaðan. Fleiri slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Málin virðast þó ekki einungis vera bundin við Suðurland, en sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðigerði í lok maí. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Innbrotafaraldur í hesthús hefur gengið yfir Suðurland að undanförnu og hafa að minnsta kosti fimm slík verið tilkynnt til lögreglu síðustu mánuði. Síðast á sunnudagskvöld var brotist inn í hesthús í Norðurtröð á Selfossi og þaðan stolið tveimur hnökkum og fleiri verðmætum. Björn Grétarsson, varðstjóri lögreglunnar á Selfossi, segir faraldurinn afar óvenjulegan. Ekki er búið að taka saman nákvæman fjölda innbrota eða hnakka sem hefur verið stolið, en það verður gert næstu daga. „Mann grunar að þetta séu sömu aðilarnir í einhverjum tilvikum, en það er verið að ganga í þetta og grípa til ráðstafana. Þetta gengur ekki svona," segir Björn. Reiðhnakkur kostar á bilinu 200 til 600 þúsund krónur. Ekki er vitað hvernig þrjótarnir koma hnökkunum í verð. „Annaðhvort er farið með þá til fólks sem er sama hvaðan þeir koma, eða þeir eru sendir til útlanda," segir hann og bætir við að stuldirnir hafi færst í vöxt eftir efnahagshrunið. Magnús Ólason, varaformaður hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi, segir undirbúning nágrannavörslu vera í pípunum. „Þetta er alveg skelfilegt," segir hann. „Þetta er gríðarlegt tjón sem fólk er að verða fyrir. Meðalverð hnakks er um 250 þúsund og það er verið að taka þrjá til fjóra í einu. Þetta gengur ekki svona." Lögreglan hafði nýlega hendur í hári manns á Stokkseyri sem hafði í fórum sínum nokkuð magn af stolnum reiðhnökkum og öðrum reiðtygjum. Maðurinn játaði á sig eitt innbrot. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir að maðurinn verði yfirheyrður aftur. „Hann er búinn að gangast við einu innbrotinu, en það sem við tókum hjá honum er búið að samkenna við annað," segir hann. Um er að ræða heimamann á þrítugsaldri. Tilkynnt var um innbrot í hesthús í Heimsenda í Kópavogi í síðustu viku og hnökkum stolið. Í lok síðasta mánaðar var einnig brotist inn í tvö hesthús á Selfossi og hnakkar teknir þaðan. Fleiri slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Málin virðast þó ekki einungis vera bundin við Suðurland, en sex hnökkum var stolið úr hesthúsi í Víðigerði í lok maí. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira