Málamiðlun sem sögð er ganga of skammt 14. júní 2012 04:30 fundað Maria Dananaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og Richard Benyan, umhverfis- og sjávarútvegsráðherra Bretlands. Þau vildu bæði ganga lengra, án árangurs.nordicphotos/afp Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins (ESB) náðu í gær mikilvægu samkomulagi um að brottkasti á fiski innan sambandsins verði hætt og þar með dregið úr ofveiði. Tímasetningar samkomulagsins eru hins vegar gagnrýndar af umhverfisverndarsamtökum sem telja að gildistaka takmarkana við brottkasti einstakra tegunda muni koma of seint. Þetta var niðurstaða maraþonfundar ráðherranna í Lúxemborg þar sem tekist var á um hvort og hvenær bann við brottkasti ætti að verða að veruleika. Eins hvernig má ákvarða hver sjálfbær nýting einstakra stofna verður. Samkomulagið, sem er í raun málamiðlun, er sögulegt í þeim skilningi að í fyrsta sinn í um fjóra áratugi hefur náðst niðurstaða í því umdeilda deilumáli sem brottkast meðafla er. Talið er að vel yfir milljón tonn af vel nýtanlegum fiski sé hent frá borði af skipum sambandsins vegna þeirra reglna sem eru samofnar fiskveiðistefnu ESB. Nú hins vegar er stefnt á að banna brottkast með öllu. Bann við brottkasti á makríl og síld er líklegt til að taka gildi árið 2014. Bann við brottkasti þorsks og ýsu tekur hins vegar mun síðar gildi, og jafnvel ekki fyrr en 2019. Þetta segja sérfræðingar og umhverfissamtök að gæti reynst of seint, enda ástand þessara stofna, svo aðeins tveir séu nefndir, alvarlegt. Umhverfissinnar ganga jafnvel svo langt að segja að samkomulagið sé lítils virði og ofveiði innan ESB hafi verið framlengd um áratug eða meira. Samþykkt samkomulagsins kemur nú til kasta Evrópuþingsins þar sem það getur tekið breytingum. - shá Fréttir Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins (ESB) náðu í gær mikilvægu samkomulagi um að brottkasti á fiski innan sambandsins verði hætt og þar með dregið úr ofveiði. Tímasetningar samkomulagsins eru hins vegar gagnrýndar af umhverfisverndarsamtökum sem telja að gildistaka takmarkana við brottkasti einstakra tegunda muni koma of seint. Þetta var niðurstaða maraþonfundar ráðherranna í Lúxemborg þar sem tekist var á um hvort og hvenær bann við brottkasti ætti að verða að veruleika. Eins hvernig má ákvarða hver sjálfbær nýting einstakra stofna verður. Samkomulagið, sem er í raun málamiðlun, er sögulegt í þeim skilningi að í fyrsta sinn í um fjóra áratugi hefur náðst niðurstaða í því umdeilda deilumáli sem brottkast meðafla er. Talið er að vel yfir milljón tonn af vel nýtanlegum fiski sé hent frá borði af skipum sambandsins vegna þeirra reglna sem eru samofnar fiskveiðistefnu ESB. Nú hins vegar er stefnt á að banna brottkast með öllu. Bann við brottkasti á makríl og síld er líklegt til að taka gildi árið 2014. Bann við brottkasti þorsks og ýsu tekur hins vegar mun síðar gildi, og jafnvel ekki fyrr en 2019. Þetta segja sérfræðingar og umhverfissamtök að gæti reynst of seint, enda ástand þessara stofna, svo aðeins tveir séu nefndir, alvarlegt. Umhverfissinnar ganga jafnvel svo langt að segja að samkomulagið sé lítils virði og ofveiði innan ESB hafi verið framlengd um áratug eða meira. Samþykkt samkomulagsins kemur nú til kasta Evrópuþingsins þar sem það getur tekið breytingum. - shá
Fréttir Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira