Segir Öryggisráðið ónýtt tæki 14. júní 2012 08:30 össur skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vill draga þá sem bera ábyrgð á voðaverkum í Sýrlandi fyrir alþjóðlega dómstóla. Íslendingar styðja tillögu í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þess efnis. „Ég hef fyrir hönd Íslands hvatt til þess að Öryggisráðið taki ákvörðun um að vísa stórfelldum brotum sýrlensku ríkisstjórnarinnar á mannréttindum og mannúðarlögum til Alþjóðadómstólsins." Össur segir núverandi skipulag Öryggisráðsins, þar sem einstakar þjóðir hafi neitunarvald að fornri venju, óásættanlegt. Rússar og Kínverjar standi gegn straumi alþjóðasamfélagsins gagnvart Sýrlandsstjórn. „Þetta sýnir hvað Öryggisráðið er gersamlega ónýtt tæki." Utanríkisráðherra segir ljóst að friðarleið Kofis Annan hafi ekki skilað árangri. Ekki sé hægt að koma hjálpargögnum til nauðstaddra og mikil neyð hafi skapast. Hann segir hernaðaraðgerðir mögulegan kost. „Já, mér finnst það koma til greina ef alþjóðasamfélagið verður því sammála," segir hann. „Á hinn bóginn er það þannig að menn vilja skakka leikinn með einhverjum hætti, en geta það ekki þar sem sú regla er almennt viðurkennd að menn fara ekki með einhvers konar valdi inn í lönd nema öryggisráðið telji það nauðsynlegt og þar er málið stopp."- kóp Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vill draga þá sem bera ábyrgð á voðaverkum í Sýrlandi fyrir alþjóðlega dómstóla. Íslendingar styðja tillögu í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þess efnis. „Ég hef fyrir hönd Íslands hvatt til þess að Öryggisráðið taki ákvörðun um að vísa stórfelldum brotum sýrlensku ríkisstjórnarinnar á mannréttindum og mannúðarlögum til Alþjóðadómstólsins." Össur segir núverandi skipulag Öryggisráðsins, þar sem einstakar þjóðir hafi neitunarvald að fornri venju, óásættanlegt. Rússar og Kínverjar standi gegn straumi alþjóðasamfélagsins gagnvart Sýrlandsstjórn. „Þetta sýnir hvað Öryggisráðið er gersamlega ónýtt tæki." Utanríkisráðherra segir ljóst að friðarleið Kofis Annan hafi ekki skilað árangri. Ekki sé hægt að koma hjálpargögnum til nauðstaddra og mikil neyð hafi skapast. Hann segir hernaðaraðgerðir mögulegan kost. „Já, mér finnst það koma til greina ef alþjóðasamfélagið verður því sammála," segir hann. „Á hinn bóginn er það þannig að menn vilja skakka leikinn með einhverjum hætti, en geta það ekki þar sem sú regla er almennt viðurkennd að menn fara ekki með einhvers konar valdi inn í lönd nema öryggisráðið telji það nauðsynlegt og þar er málið stopp."- kóp
Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira