Virðingarvert framtak Kiwanis Ögmundur Jónasson skrifar 21. júní 2012 06:00 Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni. Ekki er það svo að ég vilji halda út á þá braut að fjármagna velferðarkerfi okkar með söfnunum, fjarri því. Hins vegar hafa safnanir tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi þá getur viðbótarfjármagn sem safnað er í samfélaginu skipt sköpum fyrir þá starfsemi sem nýtur góðs af, hvort takist að kaupa tiltekið tæki sem ella hefði ekki verið keypt eða aðstaða bætt sem ella hefði ekki orðið. Í öðru lagi er samfélagslegt átak til góðra verka ætíð félagslega styrkjandi. Ég fékk rækilega að kynnast því á sínum tíma þegar ég gegndi stöðu heilbrigðisráðherra og ferðaðist um landið, hve víða velferðarstofnanir eiga trausta bakhjarla í héraði sem stóðu vaktina fyrir þær öllum stundum. Þessum samfélagslega stuðningi og ræktarsemi á að sýna virðingu. Hann treystir innviði samfélagsins. Kiwanismenn ætla sér með þessu söfnunarátaki að styrkja annars vegar alþjóðlegt átak Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til að stöðva stífkrampa. Stífkrampi er óþekktur á Vesturlöndum en landlægur í 34 fátækustu ríkjum heims. Hins vegar á að styrkja viðurkennd sambýli í bæjarfélögum hér þar sem Kiwanisklúbbar starfa en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist Kiwanishreyfingunni. Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu frábæra framtaki athygli og velvilja. Tilgangurinn er góður. Og bara góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni. Ekki er það svo að ég vilji halda út á þá braut að fjármagna velferðarkerfi okkar með söfnunum, fjarri því. Hins vegar hafa safnanir tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi þá getur viðbótarfjármagn sem safnað er í samfélaginu skipt sköpum fyrir þá starfsemi sem nýtur góðs af, hvort takist að kaupa tiltekið tæki sem ella hefði ekki verið keypt eða aðstaða bætt sem ella hefði ekki orðið. Í öðru lagi er samfélagslegt átak til góðra verka ætíð félagslega styrkjandi. Ég fékk rækilega að kynnast því á sínum tíma þegar ég gegndi stöðu heilbrigðisráðherra og ferðaðist um landið, hve víða velferðarstofnanir eiga trausta bakhjarla í héraði sem stóðu vaktina fyrir þær öllum stundum. Þessum samfélagslega stuðningi og ræktarsemi á að sýna virðingu. Hann treystir innviði samfélagsins. Kiwanismenn ætla sér með þessu söfnunarátaki að styrkja annars vegar alþjóðlegt átak Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til að stöðva stífkrampa. Stífkrampi er óþekktur á Vesturlöndum en landlægur í 34 fátækustu ríkjum heims. Hins vegar á að styrkja viðurkennd sambýli í bæjarfélögum hér þar sem Kiwanisklúbbar starfa en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist Kiwanishreyfingunni. Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu frábæra framtaki athygli og velvilja. Tilgangurinn er góður. Og bara góður.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar