Við viljum að unga fólkið eigi framlag 27. júní 2012 14:15 Hér eru yngstu starfsmenn verkfræðistofunnar EFLU á göngubrúnni yfir Hringbraut en stofan hannaði brúna. MYND/GVA Verkfræðistofan EFLA leggur áherslu á að virkja ungt fólk innan fyrirtækisins í sem flestum verkefnum þess. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Þorbjörnsson, segir stórar verkfræðistofur vera mikilvægar uppeldisstöðvar fyrir ungt tæknifólk. Starfsfólk EFLU á Íslandi um þessar mundir er rúmlega 220 talsins. Þar af eru yfir fjörutíu sem eru þrjátíu ára eða yngri og 75 manns í fyrirtækinu eru 35 ára eða yngri. Guðmundur Þorbjörnsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hann segir þessar tölur koma mörgum á óvart: „Margir virðast halda að í verkfræðifyrirtækjum starfi fyrst og fremst mosavaxnir verkfræðingar," segir Guðmundur og brosir, „en því fer fjarri. Þetta er mjög lifandi og dínamískt umhverfi og auðvitað hefur unga fólkið mikil áhrif á hvernig blærinn í fyrirtæki okkar er." Guðmundur segir enn fremur að íslenskar verkfræðistofur gegni stóru hlutverki í þjálfun ungs tækni- og vísindafólks á Íslandi. „Stærri stofurnar eru nokkurs konar uppeldisstöðvar. Við ölum upp lykilfólk sem í framtíðinni mun byggja upp innviði samfélagsins og atvinnulífsins. Það er mjög mikilvægt að þessari kynslóð séu sköpuð áframhaldandi tækifæri á Íslandi."Hvers er krafist af unga fólkinu? Guðmundur segir mikilvægt að nýir starfsmenn EFLU fái rétta leiðsögn. Þeim til leiðsagnar er skipaður svokallaður „fóstri" sem fylgir viðkomandi fyrstu mánuðina. „Unga fólkið gengur ekki fullskapað inn í verkefnin og við þurfum að leiðbeina þeim," segir Guðmundur og bætir við að þó sé nauðsynlegt fyrir nýliða að hafa góða undirstöðu á einhverju af helstu sviðum fyrirtækisins. „Grundvallaratriðið er að nýir starfsmenn spyrji spurninga því aðeins þannig þroskast þekkingin. Þetta er efnilegt fólk sem þarf ekki að óttast að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Við viljum að það eigi framlag. En það er jafnframt mikilvægt að meta hvert tilvik fyrir sig og þekkja mörkin."Sumarstarfsmenn safna reynslu Guðmundur segir flesta starfsmenn fyrirtækisins fastráðna en EFLA taki þó inn námsmenn á sumrin. „Við gefum þeim tækifæri til að taka þátt í raunverulegum verkefnum og þeir standa sig undantekningarlaust vel. Eins höfum við skipulagt verkefni, til dæmis í samstarfi við Nýsköpunarsjóð, en einnig rannsóknarverkefni sem við skilgreinum og vinnum á eigin vegum. Þá getum við oft nýtt sumarfólkið mjög vel í áhugaverðum hlutum, þar sem hugmyndaflugið fær að njóta sín vel." EFLA starfar mikið í alþjóðlegu umhverfi og það er enn fremur áhugaverður vinkill fyrir unga fólkið og bætir verulega í reynslubankann.Fólk með ný viðmið EFLA hefur getið sér gott orð fyrir umhverfisstefnu sína. Leitast er við að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar í samræmi við vottað umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins. Guðmundur segir yngri kynslóðina hafa annars konar meðvitund og skilning, bæði á umhverfinu og samfélaginu. „Við hvetjum unga fólkið til að deila hugmyndum sínum með okkur. Það er raunar mikið af ungu fólki hjá okkur sem vinnur á þessum nýju sviðum," segir Guðmundur en bætir því við að yngstu kynslóðinni sé þó dreift á öll svið fyrirtækisins.Ungt fólk í öllum verkefnum EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki í verkfræði, tækni og samfélagsgerð með meginstarfsemi á Íslandi og ráðgjöf víða um heim. Markmið þess er að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu og lausnir, sama hvert eðli eða umfang verksins er. Guðmundur leggur áherslu á mikilvægi ungs fólks í þessum hópi: „Við viljum hafa ungt og efnilegt fólk í bland við reynslumikla sérfræðinga með langan starfsaldur – og allt þar á milli." EFLA hefur séð um verkfræðilega hönnun og veitt ráðgjöf í mörgum af stærri verkefnum í samfélaginu. Reynslumikið fólk leiðir þar hópinn en leitast er við að hafa þá reynsluminni með. Guðmundur segir slík verkefni mikilvæg svo ungir starfsmenn fái tækifæri til að kynnast stærri umgjörð í veigameiri verkefnum: „Það er mikilvægt að tryggja hringrás þekkingarinnar. Unga fólkið í dag verður orðið lykilfólk eftir tíu til fimmtán ár." Unga fólkið hjá EFLUAlexandra Kjeld.Finnst þér námið nýtast þér í starfi þínu hjá EFLU? „Námið veitir breiðan grunnskilning á ýmsum málum en sértækari og staðbundnari fróðleik sankar maður síðan að sér jafnóðum í starfi. Námið er ekki síst þjálfun í vinnubrögðum faglegri framsetningu og upplýsingaöflun það er ef til vill mikilvægast þegar upp er staðið." Alexandra Kjeld umhverfissvið f. 1983Heiðrún Ösp Hauksdóttir. Hvað finnst þér ánægjulegast við starfið þitt? „Traustið sem manni er sýnt í vinnu verkefnin starfsumhverfið sveigjanleiki á vinnutíma og síðast en ekki síst félagsandinn sem er alveg gríðarlega góður hér á EFLU. Það kom mér raunar á óvart hversu hresst fólkið er sem vinnur hérna." Heiðrún Ösp Hauksdóttir byggingasvið f. 1983Steinþór Gíslason. Hvernig telur þú reynsluna sem þú færð hjá EFLU eiga eftir að nýtast þér? „Það besta við starfið mitt er að verkefnin eru bæði fjölbreytt og krefjandi. Ég er svo heppinn að vera umlukinn reynslumiklum og öflugum verkfræðingum sem ég reyni að læra sem mest af til þess að vera í þeirra sporum síðar meir." Steinþór Gíslason orkusvið f. 1983Hendrik Tómasson. Hvað hefur komið þér mest á óvart eftir að þú hófst störf hjá EFLU? „Það kom mér talsvert á óvart hvað yfirmenn hjá EFLU eru opnir og að þeir líta á alla starfsmenn sem jafningja. Einnig kom það mér á óvart hversu fljótt ég fékk tækifæri til að takast á við mjög stór og krefjandi verkefni. Mér hefur þótt mest krefjandi að standa mig vel í alþjóðlegu umhverfi tengdu olíuborpöllum og stýringu þeirra." Hendrik Tómasson iðnaðarsvið f. 1986 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Verkfræðistofan EFLA leggur áherslu á að virkja ungt fólk innan fyrirtækisins í sem flestum verkefnum þess. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Guðmundur Þorbjörnsson, segir stórar verkfræðistofur vera mikilvægar uppeldisstöðvar fyrir ungt tæknifólk. Starfsfólk EFLU á Íslandi um þessar mundir er rúmlega 220 talsins. Þar af eru yfir fjörutíu sem eru þrjátíu ára eða yngri og 75 manns í fyrirtækinu eru 35 ára eða yngri. Guðmundur Þorbjörnsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hann segir þessar tölur koma mörgum á óvart: „Margir virðast halda að í verkfræðifyrirtækjum starfi fyrst og fremst mosavaxnir verkfræðingar," segir Guðmundur og brosir, „en því fer fjarri. Þetta er mjög lifandi og dínamískt umhverfi og auðvitað hefur unga fólkið mikil áhrif á hvernig blærinn í fyrirtæki okkar er." Guðmundur segir enn fremur að íslenskar verkfræðistofur gegni stóru hlutverki í þjálfun ungs tækni- og vísindafólks á Íslandi. „Stærri stofurnar eru nokkurs konar uppeldisstöðvar. Við ölum upp lykilfólk sem í framtíðinni mun byggja upp innviði samfélagsins og atvinnulífsins. Það er mjög mikilvægt að þessari kynslóð séu sköpuð áframhaldandi tækifæri á Íslandi."Hvers er krafist af unga fólkinu? Guðmundur segir mikilvægt að nýir starfsmenn EFLU fái rétta leiðsögn. Þeim til leiðsagnar er skipaður svokallaður „fóstri" sem fylgir viðkomandi fyrstu mánuðina. „Unga fólkið gengur ekki fullskapað inn í verkefnin og við þurfum að leiðbeina þeim," segir Guðmundur og bætir við að þó sé nauðsynlegt fyrir nýliða að hafa góða undirstöðu á einhverju af helstu sviðum fyrirtækisins. „Grundvallaratriðið er að nýir starfsmenn spyrji spurninga því aðeins þannig þroskast þekkingin. Þetta er efnilegt fólk sem þarf ekki að óttast að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum. Við viljum að það eigi framlag. En það er jafnframt mikilvægt að meta hvert tilvik fyrir sig og þekkja mörkin."Sumarstarfsmenn safna reynslu Guðmundur segir flesta starfsmenn fyrirtækisins fastráðna en EFLA taki þó inn námsmenn á sumrin. „Við gefum þeim tækifæri til að taka þátt í raunverulegum verkefnum og þeir standa sig undantekningarlaust vel. Eins höfum við skipulagt verkefni, til dæmis í samstarfi við Nýsköpunarsjóð, en einnig rannsóknarverkefni sem við skilgreinum og vinnum á eigin vegum. Þá getum við oft nýtt sumarfólkið mjög vel í áhugaverðum hlutum, þar sem hugmyndaflugið fær að njóta sín vel." EFLA starfar mikið í alþjóðlegu umhverfi og það er enn fremur áhugaverður vinkill fyrir unga fólkið og bætir verulega í reynslubankann.Fólk með ný viðmið EFLA hefur getið sér gott orð fyrir umhverfisstefnu sína. Leitast er við að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar í samræmi við vottað umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins. Guðmundur segir yngri kynslóðina hafa annars konar meðvitund og skilning, bæði á umhverfinu og samfélaginu. „Við hvetjum unga fólkið til að deila hugmyndum sínum með okkur. Það er raunar mikið af ungu fólki hjá okkur sem vinnur á þessum nýju sviðum," segir Guðmundur en bætir því við að yngstu kynslóðinni sé þó dreift á öll svið fyrirtækisins.Ungt fólk í öllum verkefnum EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki í verkfræði, tækni og samfélagsgerð með meginstarfsemi á Íslandi og ráðgjöf víða um heim. Markmið þess er að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu og lausnir, sama hvert eðli eða umfang verksins er. Guðmundur leggur áherslu á mikilvægi ungs fólks í þessum hópi: „Við viljum hafa ungt og efnilegt fólk í bland við reynslumikla sérfræðinga með langan starfsaldur – og allt þar á milli." EFLA hefur séð um verkfræðilega hönnun og veitt ráðgjöf í mörgum af stærri verkefnum í samfélaginu. Reynslumikið fólk leiðir þar hópinn en leitast er við að hafa þá reynsluminni með. Guðmundur segir slík verkefni mikilvæg svo ungir starfsmenn fái tækifæri til að kynnast stærri umgjörð í veigameiri verkefnum: „Það er mikilvægt að tryggja hringrás þekkingarinnar. Unga fólkið í dag verður orðið lykilfólk eftir tíu til fimmtán ár." Unga fólkið hjá EFLUAlexandra Kjeld.Finnst þér námið nýtast þér í starfi þínu hjá EFLU? „Námið veitir breiðan grunnskilning á ýmsum málum en sértækari og staðbundnari fróðleik sankar maður síðan að sér jafnóðum í starfi. Námið er ekki síst þjálfun í vinnubrögðum faglegri framsetningu og upplýsingaöflun það er ef til vill mikilvægast þegar upp er staðið." Alexandra Kjeld umhverfissvið f. 1983Heiðrún Ösp Hauksdóttir. Hvað finnst þér ánægjulegast við starfið þitt? „Traustið sem manni er sýnt í vinnu verkefnin starfsumhverfið sveigjanleiki á vinnutíma og síðast en ekki síst félagsandinn sem er alveg gríðarlega góður hér á EFLU. Það kom mér raunar á óvart hversu hresst fólkið er sem vinnur hérna." Heiðrún Ösp Hauksdóttir byggingasvið f. 1983Steinþór Gíslason. Hvernig telur þú reynsluna sem þú færð hjá EFLU eiga eftir að nýtast þér? „Það besta við starfið mitt er að verkefnin eru bæði fjölbreytt og krefjandi. Ég er svo heppinn að vera umlukinn reynslumiklum og öflugum verkfræðingum sem ég reyni að læra sem mest af til þess að vera í þeirra sporum síðar meir." Steinþór Gíslason orkusvið f. 1983Hendrik Tómasson. Hvað hefur komið þér mest á óvart eftir að þú hófst störf hjá EFLU? „Það kom mér talsvert á óvart hvað yfirmenn hjá EFLU eru opnir og að þeir líta á alla starfsmenn sem jafningja. Einnig kom það mér á óvart hversu fljótt ég fékk tækifæri til að takast á við mjög stór og krefjandi verkefni. Mér hefur þótt mest krefjandi að standa mig vel í alþjóðlegu umhverfi tengdu olíuborpöllum og stýringu þeirra." Hendrik Tómasson iðnaðarsvið f. 1986
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira