Aðkoma bíla og götur umhverfis mótsstað Landsmóts hestamanna í Víðidal í Reykjavík anna ekki umferð þúsunda bíla. Umferðarstofa hefur því hvatt vegfarendur og íbúa í hverfinu umhverfis mótstaðinn til að hjóla eða ganga um svæðið, annars velja aðrar leiðir.
Lögregla hefur jafnframt lagt bann við því að bílstjórar leggi bílum í vegöxlum á kaflanum frá Jafnaseli að Suðurlandsvegi. Af öryggisástæðum verða yfirgefnir bílar fjarlægðir þaðan.
Þá er bifhjólamönnum bent á að aka ekki háværum hjólum um svæðið því dæmi eru um að knapar hafi slasast alvarlega þegar hestar þeirra hafa fælst vegna hávaða.- bþh
