Jón Kaldal ritstýrir nýju blaði 11. júlí 2012 12:00 „Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til," segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi. Iceland Review Street edition er fríblað á dagblaðsformi og mun koma út á tveggja vikna fresti. „Þetta er blað á ensku og fyrst og fremst hugsað fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem heimsækja landið ár hvert. Samkvæmt könnunum er meðalaldur ferðamanna hérlendis um fertugt og átta af hverjum tíu segja helstu ástæðu ferðarinnar vera að sjá náttúru og landslag Íslands," segir Jón, sem ritstýrði áður Fréttatímanum og þar áður Fréttablaðinu. „Auðvitað hefur fólk alltaf áhuga á fólki svo við verðum með menningartengda umfjöllun líka. Hinn almenni ferðamaður hefur þó meiri áhuga á að vita hvar tíu bestu náttúrulaugarnar eru en tíu bestu barirnir svo við ætlum að sinna þeirri hlið eins vel og við getum," bætir hann við. Iceland Review tímaritið hefur verið leiðandi í enskri umfjöllun um Ísland frá því það var stofnað árið 1963. Það er með þúsundir áskrifenda um allan heim og heimasíðan þeirra er ein mest sótta síðan um Ísland á ensku. Þar sem það tímarit er prentað á glanspappír, kemur út fjórum til fimm sinnum á ári og er sölublað telur Jón þetta nýja blað þó ekki ógna stöðu þess á markaðinum. „Við lítum á þetta blað sem góða og þarfa viðbót. Því verður dreift í 25.000 eintökum á þá staði þar sem fólk er helst á ferðinni, bæði úti á landsbygðinni og á höfuðborgarsvæðinu, og er hugsað til þess að hjálpa fólki að kynnast Íslandi betur," segir hann að lokum. - trs Fréttir Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
„Þetta er verkefni sem ég hef lengi haft á bakvið eyrað og talið þörf á að ýta úr höfn. Heimur, útgefandi Iceland Review, var sammála því svo við ákváðum í sameiningu að slá til," segir Jón Kaldal ritstjóri Iceland Review Street edition, nýs blaðs sem kemur út í fyrsta skipti 20.júlí næstkomandi. Iceland Review Street edition er fríblað á dagblaðsformi og mun koma út á tveggja vikna fresti. „Þetta er blað á ensku og fyrst og fremst hugsað fyrir þann mikla fjölda ferðamanna sem heimsækja landið ár hvert. Samkvæmt könnunum er meðalaldur ferðamanna hérlendis um fertugt og átta af hverjum tíu segja helstu ástæðu ferðarinnar vera að sjá náttúru og landslag Íslands," segir Jón, sem ritstýrði áður Fréttatímanum og þar áður Fréttablaðinu. „Auðvitað hefur fólk alltaf áhuga á fólki svo við verðum með menningartengda umfjöllun líka. Hinn almenni ferðamaður hefur þó meiri áhuga á að vita hvar tíu bestu náttúrulaugarnar eru en tíu bestu barirnir svo við ætlum að sinna þeirri hlið eins vel og við getum," bætir hann við. Iceland Review tímaritið hefur verið leiðandi í enskri umfjöllun um Ísland frá því það var stofnað árið 1963. Það er með þúsundir áskrifenda um allan heim og heimasíðan þeirra er ein mest sótta síðan um Ísland á ensku. Þar sem það tímarit er prentað á glanspappír, kemur út fjórum til fimm sinnum á ári og er sölublað telur Jón þetta nýja blað þó ekki ógna stöðu þess á markaðinum. „Við lítum á þetta blað sem góða og þarfa viðbót. Því verður dreift í 25.000 eintökum á þá staði þar sem fólk er helst á ferðinni, bæði úti á landsbygðinni og á höfuðborgarsvæðinu, og er hugsað til þess að hjálpa fólki að kynnast Íslandi betur," segir hann að lokum. - trs
Fréttir Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira