Verður örugglega troðið í grillið á okkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2012 07:00 Hlynur Bæringsson og félagar tóku hraustlega á því á æfingu landsliðsins í gær.Fréttablaðið/Anton Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. „Þeir þurfa að hitta á lélegan dag í Reykjavík og það er okkar verk að vera trylltir og pirra þá því þeir kunna ekki við það. Þessir stóru karlar sem eru vanir því að spila í flottustu höllunum og koma í leikina í einkaþotum með sínum félagsliðum eru ekkert vanir því að koma alla leið til Íslands," segir Logi Gunnarsson, landsleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins, sem er þó raunsær og segir möguleika íslenska liðsins stjarnfræðilega. Auk Serba mætir Ísland landsliðum Ísraela, Slóvaka, Svartfellinga og Eista í riðli sínum. Leikið er heima og að heiman næstu fjórar vikurnar eða tíu leikir á 26 dögum. Ísland er fyrir fram talin lakasta þjóðin í riðlinum en landsliðsþjálfarinn, Peter Öqvist, hefur miklar væntingar til sinna manna. „Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Svíinn. Liðið hefur æft tvisvar á dag undanfarinn mánuð og Öqvist vonast til þess að leikmenn Íslands sýni í keppninni hve hæfileikaríkir og góðir þeir séu. „Það væri yndislegt ef þeir gætu sýnt það í svona landsleik. Ef þið sæjuð hvað þessir strákar eru í raun og veru góðir er vafalítið nóg af ungum strákum sem vildu feta í fótspor þeirra. Þeir eru frábærar fyrirmyndir." Leikmenn Íslands fengu kærkominn æfingaleik gegn stórliði Litháens á dögunum sem tapaðist með fimmtíu stigum. Litháar léku við hvern sinn fingur og tróðu með tilþrifum yfir leikmenn Íslands. „Það verður örugglega troðið í grillið á okkur í þessari keppni og jafnvel á morgun [í dag]. Það er allt í lagi," segir Hlynur Bæringsson sem verður í baráttunni undir körfunni við Serbana hávöxnu. Hlynur segir íslenska liðið ætla að loka á miðherja Serbanna og tvímenna á stóru mennina í námunda við körfuna. „Við reynum að láta þeim líða illa með boltann. Það er oft þannig þegar þú ert 2.13 metrar þá líður þér ekkert vel að fá pressu lengra frá körfunni en þú ert vanur," segir Hlynur. Leikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur í kvöld leik í undankeppni Evrópumótsins. Mótherjinn er landslið Serbíu sem hefur án nokkurs vafa á að skipa einu sterkasta landsliði heims. Silfurverðlaun á Evrópumótinu 2009 og fjórða sæti á heimsmeistaramótinu ári síðar eru til marks um getu þeirra. „Þeir þurfa að hitta á lélegan dag í Reykjavík og það er okkar verk að vera trylltir og pirra þá því þeir kunna ekki við það. Þessir stóru karlar sem eru vanir því að spila í flottustu höllunum og koma í leikina í einkaþotum með sínum félagsliðum eru ekkert vanir því að koma alla leið til Íslands," segir Logi Gunnarsson, landsleikjahæsti leikmaður íslenska liðsins, sem er þó raunsær og segir möguleika íslenska liðsins stjarnfræðilega. Auk Serba mætir Ísland landsliðum Ísraela, Slóvaka, Svartfellinga og Eista í riðli sínum. Leikið er heima og að heiman næstu fjórar vikurnar eða tíu leikir á 26 dögum. Ísland er fyrir fram talin lakasta þjóðin í riðlinum en landsliðsþjálfarinn, Peter Öqvist, hefur miklar væntingar til sinna manna. „Það þýðir ekkert annað en að vænta þess að við munum vinna nokkra leiki. Maður verður að gera sér grein fyrir að sum liðanna í riðlinum eru afar sterk og ekkert lélegt lið. Ég vil þó sjá frammistöðu sem við getum verið stolt af," segir Svíinn. Liðið hefur æft tvisvar á dag undanfarinn mánuð og Öqvist vonast til þess að leikmenn Íslands sýni í keppninni hve hæfileikaríkir og góðir þeir séu. „Það væri yndislegt ef þeir gætu sýnt það í svona landsleik. Ef þið sæjuð hvað þessir strákar eru í raun og veru góðir er vafalítið nóg af ungum strákum sem vildu feta í fótspor þeirra. Þeir eru frábærar fyrirmyndir." Leikmenn Íslands fengu kærkominn æfingaleik gegn stórliði Litháens á dögunum sem tapaðist með fimmtíu stigum. Litháar léku við hvern sinn fingur og tróðu með tilþrifum yfir leikmenn Íslands. „Það verður örugglega troðið í grillið á okkur í þessari keppni og jafnvel á morgun [í dag]. Það er allt í lagi," segir Hlynur Bæringsson sem verður í baráttunni undir körfunni við Serbana hávöxnu. Hlynur segir íslenska liðið ætla að loka á miðherja Serbanna og tvímenna á stóru mennina í námunda við körfuna. „Við reynum að láta þeim líða illa með boltann. Það er oft þannig þegar þú ert 2.13 metrar þá líður þér ekkert vel að fá pressu lengra frá körfunni en þú ert vanur," segir Hlynur. Leikur Íslands og Serbíu fer fram í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 20.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira