Óslóar-samkomulagið er verra en ekkert! Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 15. september 2012 06:00 Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birtar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breytingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandi og flestum Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórnvöldin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar-yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 samþykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir hernámið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraelsríkis á fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur samhljóða nú er að Óslóar-samkomulaginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðarferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal annars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eftirgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi landsins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palestínu sem Allsherjarþingið samþykkti 29. nóvember 1947. Hernámið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landamærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einnar og hálfrar milljónar Palestínumanna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svokallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur haft umsjón með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru 19 ár liðin síðan samkomulag um Óslóar-yfirlýsinguna var undirritað á grasflötinni framan við Hvíta húsið í Washington. Það voru Arafat, forseti Palestínu, og Rabin, forsætisráðherra Ísraels, sem gerðu það að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Margir urðu til að vara við því að þetta væri svikasátt en undirritaður var meðal þeirra sem vildu trúa því að gagnkvæm viðurkenning aðilanna yrði mikilvægt fyrsta skref að endanlegu friðarsamkomulagi sem átti að undirrita innan fimm ára. Reynslan hefur sýnt að efasemdarmennirnir höfðu rétt fyrir sér. Kannski var það morðið á Rabin sem innsiglaði örlög Óslóar-yfirlýsingarinnar. Nýjar yfirlýsingar hinna ólíku flokka í Palestínu hafa verið birtar og eru raddir þeirra býsna samhljóma, einnig Fatah, þess stjórnmálaafls sem var leiðandi og er enn, jafnvel þótt Hamas, eða listi þeirra Umbætur og breytingar, hafi unnið þingmeirihluta í síðustu kosningunum sem fram fóru á herteknu svæðunum árið 2006. Ríkisstjórn sem styðst við þann þingmeirihluta er einungis við völd á Gaza og er einangruð af Ísrael, Bandaríkjunum, Evrópusambandi og flestum Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi. Eina NATO-ríkið sem mér er kunnugt um að hafi samband við stjórnvöldin á Gaza er Noregur. Ekki þarf af spyrja um afstöðu Hamas-samtakanna til Óslóar-yfirlýsingarinnar. Þau hafa alla tíð gagnrýnt hana þótt þau hafi í raun allt frá árinu 2003 samþykkt grundvöll hennar, sem er landamærin frá því fyrir hernámið í Sex daga stríðinu árið 1967 og þar með tilvist Ísraelsríkis á fjórum fimmtu af upphaflegri Palestínu. Krafan sem hljómað hefur samhljóða nú er að Óslóar-samkomulaginu verði kastað fyrir róða. Ástæðan er sú að það hefur verið notað af Ísrael sem skálkaskjól fyrir áframhaldandi landrán og stækkun landtökusvæðanna. Í orði er stundum vísað til friðarferlis, en ekkert slíkt er í gangi og var aldrei. Það var kannski hægt að tala um ferli en enginn áhugi hefur verið á réttmætum friði af hálfu Ísraels. Friðarsamkomulag yrði að grundvallast meðal annars á landamærunum frá 1967, sem fela þó í sér stórkostlega eftirgjöf af hálfu Palestínumanna. Með því sætta þeir sig við að halda einungis fimmtungi landsins. Sameinuðu þjóðirnar ætluðu þeim þó nokkurn veginn helming í tillögunni um skiptingu Palestínu sem Allsherjarþingið samþykkti 29. nóvember 1947. Hernámið 1948 breytti þeirri mynd og með tímanum hefur meirihluti Palestínumanna sæst á landamærin frá 1967 án þess þó að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur sé gleymdur né örlög einnar og hálfrar milljónar Palestínumanna sem búa við skertan rétt innan Ísraels. Mikilsvert er að samhljómur hafi skapast um að hafna afleiðingum Óslóar-samkomulagsins, segja skilið við það og slíta svokallaðri öryggissamvinnu við Ísrael, sem CIA, bandaríska leyniþjónustan, hefur haft umsjón með.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun