Fólk í greiðsluaðlögun gæti hrakist úr námi 25. september 2012 06:00 Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Einstæð móðir fjögurra barna sem stundar nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kveðst óttast að hrekjast frá námi eftir að hafa fengið neitun um fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sótti um og fékk samþykkta greiðsluaðlögun í sumar. Enginn hafi hins vegar varað hana við því að ferlið gæti haft þessi áhrif á möguleika hennar til að stunda nám. Í desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn gætu áfram fengið framfærslulán frá lánastofnunum vegna væntanlegs láns frá LÍN. Fyrir þá breytingu var alveg lokað á að fólk í greiðsluaðlögun gæti tekið á sig frekari lánaskuldbindingar. Fari svo að áðurnefnd kona hrekist frá námi segir hún fátt annað í stöðunni en að leita félagslegra úrræða hjá sveitarfélagi sínu, enda hafi hún sem námsmaður ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Ávinning samfélagsins af slíkum málalokum fyrir fólk í hennar stöðu segir hún vandséðan. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn ekki vita hversu margir kunni að vera í sömu stöðu. „Við höfum heyrt af einstökum tilvikum þar sem fólk talar um þetta, en vitum svo sem ekkert hvernig þau hafa endað," segir hún, enda sé þar um að ræða mál viðkomandi og viðskiptabanka þeirra. Fyrir árið 1992 var sjóðurinn með svokallað samtímagreiðslukerfi, en núverandi fyrirkomulag, þar sem bankar brúa bilið til útgreiðslu námslána með framfærslulánum sínum, var hluti af aðhaldsaðgerðum þess tíma, að sögn Guðrúnar. Ef taka ætti upp samtímagreiðslukerfi nú myndi það kosta fimm til sex milljarða króna. Í svari Íslandsbanka segir að umsóknir um framfærslulán séu metnar sérstaklega hverju sinni. „Þó viðkomandi aðili sé í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þá er það ekki algild regla að honum sé synjað um lán hjá bankanum. Hvert tilvik fyrir sig er skoðað og metið og ákvarðanir teknar út frá þeirri skoðun hverju sinni," segir þar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Dæmi eru um að námsmenn í greiðsluaðlögun Umboðsmanns skuldara fái ekki fyrirgreiðslu hjá viðskiptabanka sínum til að brúa bil sem myndast fram að útgreiðslu námslána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Einstæð móðir fjögurra barna sem stundar nám við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kveðst óttast að hrekjast frá námi eftir að hafa fengið neitun um fyrirgreiðslu hjá Íslandsbanka. Konan, sem ekki vill láta nafns síns getið, sótti um og fékk samþykkta greiðsluaðlögun í sumar. Enginn hafi hins vegar varað hana við því að ferlið gæti haft þessi áhrif á möguleika hennar til að stunda nám. Í desember 2010 samþykkti Alþingi breytingar á lögum um greiðsluaðlögun til að tryggja að námsmenn gætu áfram fengið framfærslulán frá lánastofnunum vegna væntanlegs láns frá LÍN. Fyrir þá breytingu var alveg lokað á að fólk í greiðsluaðlögun gæti tekið á sig frekari lánaskuldbindingar. Fari svo að áðurnefnd kona hrekist frá námi segir hún fátt annað í stöðunni en að leita félagslegra úrræða hjá sveitarfélagi sínu, enda hafi hún sem námsmaður ekki áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Ávinning samfélagsins af slíkum málalokum fyrir fólk í hennar stöðu segir hún vandséðan. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN, segir sjóðinn ekki vita hversu margir kunni að vera í sömu stöðu. „Við höfum heyrt af einstökum tilvikum þar sem fólk talar um þetta, en vitum svo sem ekkert hvernig þau hafa endað," segir hún, enda sé þar um að ræða mál viðkomandi og viðskiptabanka þeirra. Fyrir árið 1992 var sjóðurinn með svokallað samtímagreiðslukerfi, en núverandi fyrirkomulag, þar sem bankar brúa bilið til útgreiðslu námslána með framfærslulánum sínum, var hluti af aðhaldsaðgerðum þess tíma, að sögn Guðrúnar. Ef taka ætti upp samtímagreiðslukerfi nú myndi það kosta fimm til sex milljarða króna. Í svari Íslandsbanka segir að umsóknir um framfærslulán séu metnar sérstaklega hverju sinni. „Þó viðkomandi aðili sé í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þá er það ekki algild regla að honum sé synjað um lán hjá bankanum. Hvert tilvik fyrir sig er skoðað og metið og ákvarðanir teknar út frá þeirri skoðun hverju sinni," segir þar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira