Hærri skattar þýða færri ferðamenn 27. september 2012 05:30 Fleiri eða færri ferðamenn Samtök ferðaþjónustunnar óttast að erlendum ferðamönnum hér muni snarfækka ef stjórnvöld hækka virðisaukaskatt á greinina. Þá muni ferðamenn eyða minni peningum hér en ella.mynd/hag fréttablaðið/hag Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram sem eru samhljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfarið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér," sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal-tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 prósent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins," sagði Oddný. Með hækkunum á virðisaukaskatti mun það dragast „að erlendir ferðamenn verði ein milljón talsins á Íslandi til 2019," sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar greiningar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferðaþjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt," segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er að erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 8,6 prósent." Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikninga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG," segir Erna. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram sem eru samhljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfarið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér," sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal-tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 prósent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins," sagði Oddný. Með hækkunum á virðisaukaskatti mun það dragast „að erlendir ferðamenn verði ein milljón talsins á Íslandi til 2019," sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar greiningar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferðaþjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt," segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er að erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 8,6 prósent." Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikninga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG," segir Erna. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira