Var plötuð í skólann en stýrir nú Herjólfi 27. september 2012 07:45 nýr vinnustaður Ingibjörg hefur meðal annars yfirumsjón með öryggismálum um borð í Herjólfi.fréttablaðið/óskar „Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri," segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð. Ingibjörg settist á skólabekk í stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 2005, en það bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hún var ein margra sem studdu það með ráð og dáð að skólinn yrði endurvakinn. Einn þeirra sem starfaði í nefnd um endurreisn skólans, Sveinn Magnússon, hringdi svo einn daginn og spurði hvort hún styddi ekki skólann enn þá. Ingibjörg hélt það nú, en á hana runnu tvær grímur þegar Sveinn bar upp raunverulegt erindi sitt. „Hann hringdi til að skrá mig á skólabekk. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast og sé ekki eftir þeirri ákvörðun," segir Ingibjörg. „Ég útskrifaðist svo vorið 2011 og fékk mína fyrstu vinnu sem skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Húsavík í sumarbyrjun. Og hingað er ég svo komin, enn á ný." Í umfjöllun Fréttablaðsins í tilefni sjómannadagsins sumarið 2008 var rætt við Ingibjörgu þar sem hún sagði frá því að hún stundaði nám við skólann, en hún er eina konan sem þaðan hefur útskrifast. Þá sagðist henni svo frá: „Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef meðal annars verið háseti, kokkur og er núna þerna hér á Herjólfi. Það er eiginlega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár." Nú þegar þetta liggur fyrir er eðlilegt að spyrja stýrimanninn hvort starf skipstjóra sé ekki rökrétt framhald þessarar sögu. Ingibjörg segir of snemmt að svara því. Lífið sé samt svo óútreiknanlegt að ómögulegt sé að útiloka að það verði ofan á. Starfinu sem Ingibjörg gegnir fylgir mikil ábyrgð. Hún hefur yfirumsjón með öryggismálum skipsins, sem er ekkert einfalt á stórri ferju eins og Herjólfi. En henni er treyst af öðrum yfirmönnum skipsins, enda var henni boðið starfið, og hún segir það hafa verið auðvelt að stíga inn í þá karlaveröld sem sjómennskan er. „Ég er hæstánægð og hér hef ég bestu kennara sem hægt er að finna í mínu fagi." svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Það má alveg kalla þetta draum sem hefur ræst. Ég vil vinna hérna heima í Eyjum og þetta er starfið sem ég vildi helst af öllu, enda hefur áhugi minn á starfinu alltaf orðið meiri og meiri," segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir, 2. stýrimaður á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Hún er nýútskrifuð með stýrimannsréttindi og var boðið starf stýrimanns. Hún þekkir skipið eins og handarbakið á sér, enda er þetta ekki hennar fyrsta starf þar um borð. Ingibjörg settist á skólabekk í stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum haustið 2005, en það bar að með nokkuð sérstökum hætti. Hún var ein margra sem studdu það með ráð og dáð að skólinn yrði endurvakinn. Einn þeirra sem starfaði í nefnd um endurreisn skólans, Sveinn Magnússon, hringdi svo einn daginn og spurði hvort hún styddi ekki skólann enn þá. Ingibjörg hélt það nú, en á hana runnu tvær grímur þegar Sveinn bar upp raunverulegt erindi sitt. „Hann hringdi til að skrá mig á skólabekk. Eftir nokkrar fortölur lét ég þó til leiðast og sé ekki eftir þeirri ákvörðun," segir Ingibjörg. „Ég útskrifaðist svo vorið 2011 og fékk mína fyrstu vinnu sem skipstjóri á hvalaskoðunarbát frá Húsavík í sumarbyrjun. Og hingað er ég svo komin, enn á ný." Í umfjöllun Fréttablaðsins í tilefni sjómannadagsins sumarið 2008 var rætt við Ingibjörgu þar sem hún sagði frá því að hún stundaði nám við skólann, en hún er eina konan sem þaðan hefur útskrifast. Þá sagðist henni svo frá: „Ég hef reyndar aldrei verið á fiskiskipi en ég hef meðal annars verið háseti, kokkur og er núna þerna hér á Herjólfi. Það er eiginlega ekkert eftir nema starfið efst uppi, það er að segja í brúnni. Ég myndi helst vilja í framtíðinni vera stýrimaður hér. Kannski get ég byrjað að leysa aðeins af eftir svona eitt, tvö ár." Nú þegar þetta liggur fyrir er eðlilegt að spyrja stýrimanninn hvort starf skipstjóra sé ekki rökrétt framhald þessarar sögu. Ingibjörg segir of snemmt að svara því. Lífið sé samt svo óútreiknanlegt að ómögulegt sé að útiloka að það verði ofan á. Starfinu sem Ingibjörg gegnir fylgir mikil ábyrgð. Hún hefur yfirumsjón með öryggismálum skipsins, sem er ekkert einfalt á stórri ferju eins og Herjólfi. En henni er treyst af öðrum yfirmönnum skipsins, enda var henni boðið starfið, og hún segir það hafa verið auðvelt að stíga inn í þá karlaveröld sem sjómennskan er. „Ég er hæstánægð og hér hef ég bestu kennara sem hægt er að finna í mínu fagi." svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira