Leifur og jakkafötin Sigríður Andersen skrifar 9. október 2012 06:00 Leifs heppna Eiríkssonar er minnst í Bandaríkjunum í dag, en um árabil hefur 9. október verið nefndur Dagur Leifs heppna þar í landi. Að þessu leyti hefur Leifi verið gert jafn hátt undir höfði og Kristófer Kólumbusi, sem drap niður fæti í Ameríku 500 árum síðar og á einnig sinn dag á hinu bandaríska dagatali. Þótt Leifur sé stundum ranglega talinn Norðmaður eða jafnvel sænskur vegna líkinda föðurnafnsins við sænskt símafélag vitum við betur. Það er ekki bara af sannleiksást sem Íslendingar halda því til haga að Leifur hafi verið íslenskur. Það er ekki síður vegna þess að það er auðvitað gaman að geta tengt okkar litla land við þessa miklu heimsálfu, ekki síst Bandaríkin, með tilvísun til landafundar. Ameríska-íslenska viðskiptaráðið mun gera þessum tengslum skil á morgunverðarfundi á Nordica hóteli í dag. Hvaða erindi átti Leifur annars til Ameríku? Er ekki trúlegt að hann hafi vænst þess að finna þar eitthvað sem ekki fannst fyrir á Grænlandi, Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndunum? Eitthvað sem gæti bætt kjör hans fólks? Trúlega varð honum ekki að ósk sinni því landafundur hans varð ekki öðrum samtíðarmönnum hans nein hvatning til ferðalaga vestur um haf næstu árhundruðin. Samskipti Íslands og Ameríku, einkum Bandaríkjanna og Kanada, urðu þó seinna varanleg. Þótt um tíma hafi varnarmálin verið mest áberandi í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna hafa viðskipti, menning og menntamál ávallt skipað þar ríkan sess. Bandarísk menning hefur auðvitað haft áhrif hvarvetna í heiminum en margir íslenskir listamenn hafa einnig náð að hasla sér völl á hinum víðfeðma markaði vestan hafs. Þá hafa íslenskir námsmenn jafnan átt greiðan aðgang að öllum þeim frábæru skólum sem finnast í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa í áratugi verið helsti áfangastaður íslenskra námsmanna í framhaldsnámi. Það skýtur hins vegar skökku við að enn skuli vera lagðir tollar á vörur frá Bandaríkjunum þegar þeir hafa verið afnumdir af innflutningi frá Evrópu og mörgum ríkjum utan Evrópu. Enn þá eru lagðir gríðarlegir tollar á bandarískan vörur, sem hamlar innflutningi þeirra til Íslands. Á bandarísk jakkaföt, og flestan annan fatnað, er lagður 15% tollur áður en hinum himinháa virðisaukaskatti er bætt við innflutningsverðið. Enginn tollur er hins vegar lagður á jakkaföt frá Evrópu, Kanada, Síle, Singapúr eða Króatíu, svo nefnd séu dæmi um lönd sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við. Það sama gildir með flestar aðrar vörur þótt tollurinn sé mishár. Með þessum hætti beinir ríkið fólki frá því að kaupa vörur frá Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að íslenskir neytendur njóti hindrunarlaust þess hagstæða verðs sem mikið vöruúrval og samkeppni á bandarískum markaði hefur getið af sér. Á sama tíma leggja stjórnvöld hér mikla áherslu á neytendavernd og samkeppni. Slíkt er auðvitað marklaust hjal á meðan vörur frá stærsta framleiðanda heims eru skattlagðar út af markaðinum í þágu aðallega evrópskra framleiðanda, allt á kostnað heimilanna í landinu. Ákvörðun um tolla er einhliða ákvörðun hvers ríkis. Afnám tolla er það líka og stjórnvöld eiga að taka Bandaríkin af svarta listanum. Íslenskir neytendur eiga það skilið og evrópskir framleiðendur hafa gott af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Leifs heppna Eiríkssonar er minnst í Bandaríkjunum í dag, en um árabil hefur 9. október verið nefndur Dagur Leifs heppna þar í landi. Að þessu leyti hefur Leifi verið gert jafn hátt undir höfði og Kristófer Kólumbusi, sem drap niður fæti í Ameríku 500 árum síðar og á einnig sinn dag á hinu bandaríska dagatali. Þótt Leifur sé stundum ranglega talinn Norðmaður eða jafnvel sænskur vegna líkinda föðurnafnsins við sænskt símafélag vitum við betur. Það er ekki bara af sannleiksást sem Íslendingar halda því til haga að Leifur hafi verið íslenskur. Það er ekki síður vegna þess að það er auðvitað gaman að geta tengt okkar litla land við þessa miklu heimsálfu, ekki síst Bandaríkin, með tilvísun til landafundar. Ameríska-íslenska viðskiptaráðið mun gera þessum tengslum skil á morgunverðarfundi á Nordica hóteli í dag. Hvaða erindi átti Leifur annars til Ameríku? Er ekki trúlegt að hann hafi vænst þess að finna þar eitthvað sem ekki fannst fyrir á Grænlandi, Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndunum? Eitthvað sem gæti bætt kjör hans fólks? Trúlega varð honum ekki að ósk sinni því landafundur hans varð ekki öðrum samtíðarmönnum hans nein hvatning til ferðalaga vestur um haf næstu árhundruðin. Samskipti Íslands og Ameríku, einkum Bandaríkjanna og Kanada, urðu þó seinna varanleg. Þótt um tíma hafi varnarmálin verið mest áberandi í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna hafa viðskipti, menning og menntamál ávallt skipað þar ríkan sess. Bandarísk menning hefur auðvitað haft áhrif hvarvetna í heiminum en margir íslenskir listamenn hafa einnig náð að hasla sér völl á hinum víðfeðma markaði vestan hafs. Þá hafa íslenskir námsmenn jafnan átt greiðan aðgang að öllum þeim frábæru skólum sem finnast í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa í áratugi verið helsti áfangastaður íslenskra námsmanna í framhaldsnámi. Það skýtur hins vegar skökku við að enn skuli vera lagðir tollar á vörur frá Bandaríkjunum þegar þeir hafa verið afnumdir af innflutningi frá Evrópu og mörgum ríkjum utan Evrópu. Enn þá eru lagðir gríðarlegir tollar á bandarískan vörur, sem hamlar innflutningi þeirra til Íslands. Á bandarísk jakkaföt, og flestan annan fatnað, er lagður 15% tollur áður en hinum himinháa virðisaukaskatti er bætt við innflutningsverðið. Enginn tollur er hins vegar lagður á jakkaföt frá Evrópu, Kanada, Síle, Singapúr eða Króatíu, svo nefnd séu dæmi um lönd sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við. Það sama gildir með flestar aðrar vörur þótt tollurinn sé mishár. Með þessum hætti beinir ríkið fólki frá því að kaupa vörur frá Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að íslenskir neytendur njóti hindrunarlaust þess hagstæða verðs sem mikið vöruúrval og samkeppni á bandarískum markaði hefur getið af sér. Á sama tíma leggja stjórnvöld hér mikla áherslu á neytendavernd og samkeppni. Slíkt er auðvitað marklaust hjal á meðan vörur frá stærsta framleiðanda heims eru skattlagðar út af markaðinum í þágu aðallega evrópskra framleiðanda, allt á kostnað heimilanna í landinu. Ákvörðun um tolla er einhliða ákvörðun hvers ríkis. Afnám tolla er það líka og stjórnvöld eiga að taka Bandaríkin af svarta listanum. Íslenskir neytendur eiga það skilið og evrópskir framleiðendur hafa gott af því.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar