Nýju fötin keisarans Heiðar Már Guðjónsson skrifar 20. október 2012 06:00 Þrír hagfræðingar Seðlabanka Íslands rituðu svargrein á laugardag, 9. október, við grein okkar Manuel Hinds um staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Það er ágætt að þeir skuli bregðast við gagnrýni, en lakara að svörin eru útúrsnúningar. Hagfræðingarnir svara til dæmis ásökunum um staðreyndavillur í tilvitnunum í fræðigreinar, þar sem rangt var farið með niðurstöður, með því að tína til aðrar greinar sem ekki var vísað í umfjölluninni um þessi tilteknu atriði. Eins segja þeir að fullyrðingar í skýrslunni beri ekki skilja í samræmi við íslenska málvenju, s.s. í sambandi við ástand mála í El Salvador, heldur með einhverjum allt öðrum hætti sem öllu venjulegu fólki er ómögulegt að skilja. Seðlabankinn heldur einnig fast við þá kenningu sína, sem er einstök, að kostnaður við einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé allt grunnfé kerfisins, frekar en seðlar og mynt í umferð. Vald Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur aldrei verið valdameiri í sögu Íslands. Skýrt er kveðið á um sjálfstæði bankans í lögum frá 2001, og í skjóli þess neitar bankinn t.d. að upplýsa viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis, sem þó á að veita bankanum aðhald, um flestar upplýsingar. Seðlabankanum var síðan fengið æðsta vald um allar gjaldeyrishreyfingar landsins árið 2009 og þar með er bankinn orðinn valdamesta stofnun landsins gagnvart viðskiptalífinu og öllum almenningi. Seðlabanki Íslands, sem stýrt er af sömu aðilum og keyrðu tvær peningastefnur í þrot, vill nú fá aukin völd og reyna í þriðja sinn, með aðstoð hafta. Allt er þetta stutt miklum skýrslum sem margir trúa í blindni. Allt er þetta ótrúverðugt. Hvað þætti fólki um ef bankastjórar föllnu bankanna myndu skrifa skýrslu um endurreisn nýs fjármálakerfis og færu fram á ótakmörkuð völd til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd? Ábyrgð Seðlabankans Valdi fylgir ábyrgð. Seðlabankinn getur ekki byggt ákvarðanir sínar á tilfinningum eða rangfærslum. Því miður er það svo að bankinn veit ekki einu sinni hver skuldastaða þjóðarinnar er í raun og veru, og ef hann veit það hefur hann ekki fengið sig til að viðurkenna það. Í riti sínu „Hvað skuldar þjóðin“, sem kom út í febrúar 2011, hélt bankinn því ranglega fram, vikum fyrir kosningar um Icesave, að staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum væri betri en hún í raun og veru var. Seðlabankinn sagði að skuldastaðan gagnvart útlöndum væri um 23% af landsframleiðslu á meðan raunin var fjórum sinnum verri. Á grundvelli þessa mats hafa rangar, og afdrifaríkar, ákvarðanir verið teknar og nægir þar að nefna útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna. Efnislítil klæði Seðlabanki Íslands reynir að breiða yfir villur sínar með útúrsnúningum. Það samræmist engan veginn ábyrgð hans. Hvað varðar fullyrðingar bankans og skýrslur eru þær jafn efnislitlar og klæði keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þrír hagfræðingar Seðlabanka Íslands rituðu svargrein á laugardag, 9. október, við grein okkar Manuel Hinds um staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Það er ágætt að þeir skuli bregðast við gagnrýni, en lakara að svörin eru útúrsnúningar. Hagfræðingarnir svara til dæmis ásökunum um staðreyndavillur í tilvitnunum í fræðigreinar, þar sem rangt var farið með niðurstöður, með því að tína til aðrar greinar sem ekki var vísað í umfjölluninni um þessi tilteknu atriði. Eins segja þeir að fullyrðingar í skýrslunni beri ekki skilja í samræmi við íslenska málvenju, s.s. í sambandi við ástand mála í El Salvador, heldur með einhverjum allt öðrum hætti sem öllu venjulegu fólki er ómögulegt að skilja. Seðlabankinn heldur einnig fast við þá kenningu sína, sem er einstök, að kostnaður við einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé allt grunnfé kerfisins, frekar en seðlar og mynt í umferð. Vald Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur aldrei verið valdameiri í sögu Íslands. Skýrt er kveðið á um sjálfstæði bankans í lögum frá 2001, og í skjóli þess neitar bankinn t.d. að upplýsa viðskipta- og efnahagsnefnd Alþingis, sem þó á að veita bankanum aðhald, um flestar upplýsingar. Seðlabankanum var síðan fengið æðsta vald um allar gjaldeyrishreyfingar landsins árið 2009 og þar með er bankinn orðinn valdamesta stofnun landsins gagnvart viðskiptalífinu og öllum almenningi. Seðlabanki Íslands, sem stýrt er af sömu aðilum og keyrðu tvær peningastefnur í þrot, vill nú fá aukin völd og reyna í þriðja sinn, með aðstoð hafta. Allt er þetta stutt miklum skýrslum sem margir trúa í blindni. Allt er þetta ótrúverðugt. Hvað þætti fólki um ef bankastjórar föllnu bankanna myndu skrifa skýrslu um endurreisn nýs fjármálakerfis og færu fram á ótakmörkuð völd til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd? Ábyrgð Seðlabankans Valdi fylgir ábyrgð. Seðlabankinn getur ekki byggt ákvarðanir sínar á tilfinningum eða rangfærslum. Því miður er það svo að bankinn veit ekki einu sinni hver skuldastaða þjóðarinnar er í raun og veru, og ef hann veit það hefur hann ekki fengið sig til að viðurkenna það. Í riti sínu „Hvað skuldar þjóðin“, sem kom út í febrúar 2011, hélt bankinn því ranglega fram, vikum fyrir kosningar um Icesave, að staða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum væri betri en hún í raun og veru var. Seðlabankinn sagði að skuldastaðan gagnvart útlöndum væri um 23% af landsframleiðslu á meðan raunin var fjórum sinnum verri. Á grundvelli þessa mats hafa rangar, og afdrifaríkar, ákvarðanir verið teknar og nægir þar að nefna útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna. Efnislítil klæði Seðlabanki Íslands reynir að breiða yfir villur sínar með útúrsnúningum. Það samræmist engan veginn ábyrgð hans. Hvað varðar fullyrðingar bankans og skýrslur eru þær jafn efnislitlar og klæði keisarans í ævintýri H.C. Andersen.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar