Keflvíkingar hafa aldrei byrjað verr í úrvalsdeild karla en liðið er enn án stiga eftir þrjá fyrstu leikina í Dominosdeildinni eftir naumt tap á móti KR í fyrrakvöld. Keflavíkurliðið hefur reyndar tapað fjórum í röð því liðið lá einnig í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum.
Ein af skýringunum á þessu er örugglega „fjarvera" stórskyttunnar Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem hefur aðeins skorað 18 stig á 93 mínútum í fyrstu þremur deildarleikjunum og hefur jafnframt klikkað á 25 af 28 þriggja stiga skotum sínum. sem þýðir 11 prósent nýting.
Magnús var sérstaklega slakur á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum 7 skotum sínum og var hvorki með stig eða stoðsendingu á 31 mínútu.
Ef einhver kann á takkana á Magga þá er það þjálfarinn Sigurður Ingimundarson og nú er að sjá hvort gamli Maggi Gunn kemur í leitirnar fyrir næsta leik sem er á móti KFÍ á Ísafirði.
Hvað er að hjá Magga Gunn?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti




Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum
Enski boltinn