DV ehf., sem á og rekur dagblaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Samtals hefur DV því tapað 136,1 milljón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til ársreikningaskráar 24. október síðastliðinn.
Hlutafé í DV ehf. var aukið um fjörutíu milljónir króna í fyrra. Sú aukning fór öll í að mæta taprekstrinum og samkvæmt ársreikningi var uppsafnað tap um 91 milljón króna um síðustu áramót.
Skuldir félagsins jukust umtalsvert í fyrra, fóru úr 81 milljón króna í 131 milljón króna. Þar á meðal er aukning á ógreiddri staðgreiðslu launa starfsmanna félagsins og ógreiddu tryggingagjaldi og vextir vegna þeirra. Samtals hækkaði sú upphæð um sautján milljónir króna á milli ára.
Fréttablaðið greindi frá því í október að skuld DV ehf. vegna staðgreiðslu skatta stæði í um 50 milljónum króna í júlí síðastliðnum og skuld félagsins vegna ógreidds tryggingagjalds stæði í 26 milljónum króna.
Morgunblaðið greindi stuttu síðar frá því að Umgjörð ehf., félag í eigu Ástu Jóhannsdóttur, hefði veitt DV 15 milljóna króna skammtímalán til að borga inn á skuld sína hjá Tollstjóra vegna vangreiddra vörsluskatta. Láninu var síðan breytt í nýtt hlutafé á hluthafafundi hinn 22. október. Auk þess var veitt heimild til frekari aukningar á hlutafé. Umgjörð var þriðji stærsti eigandi DV um síðustu áramót með 18,6 prósenta hlut. Hlutur þess hefur væntanlega aukist töluvert við hlutafjáraukninguna.- þsj
136 milljóna tap á DV frá stofnun

Mest lesið


Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna
Viðskipti innlent

Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum
Viðskipti erlent

Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér
Viðskipti innlent

Um forvitna yfirmanninn
Atvinnulíf

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum
Viðskipti innlent

Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista
Viðskipti innlent

Kaffi heldur áfram að hækka í verði
Neytendur
