Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2025 17:14 Ásmundur Skeggjason er talsmaður Félags makrílveiðimanna. Vísir/ÞÞ Tólf fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna fá engar skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna úthlutunar á aflahlutdeild á makríl. Ástæðan var sú að krafan var fyrnd. Með frumvarpinu sem varð að lögum í júní 2019 féllu veiðar á makríl undir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Minni útgerðarfyrirtæki gagnrýndu breytingarnar og sögðu að þannig færu miklar heimildir til veiða frá litlu útgerðunum til þeirra stærri. Breytingarnar fólu í sér að ákveðið var við úthlutun kvótans að miða við hversu mikið útgerðirnar veiddu tímabilið 2008 til 2018. Félag makrílveiðimanna vildi að miðað yrði við síðustu þrjú ár eða þrjú bestu veiðitímabilin af síðustu sex. Um er að ræða annað málið sem Félag makrílveiðimanna höfðar á hendur íslenska ríkinu. Fyrra málið var höfðað í janúar 2020 og lauk með frávísun Hæstaréttar frá héraðsdómi vorið 2023. Tekist var á um viðurkenningu á að óheimilt hefði verið að takmarka heimildir félagsmanna til makrílveiða. Sex mánuðum síðar stefndi félagið ríkinu til skaðabóta vegna úthlutunar. Þá voru liðin nokkur ár frá því að lögin tóku gildi en fyrningarfrestur er fjögur ár. Félagið taldi að við frávísun í fyrra málinu hefði myndast nýr fyrningarfrestur en á það féllst Hæstiréttur ekki. Benti rétturinn á að allt frá birtingu laganna í júní 2019 hefðu legið fyrir upplýsingar um að lögin myndu leiða til skerðingar fjárhagslegra hagsmuna félagsmanna og þar með valda þeim tjóni. Fyrningarfresturinn hefði í síðasta lagi byrjað við úthlutun Fiskistofu á aflamarki makríls í ágúst það ár. Ekki hefði skipt máli þótt ekki hefði verið hægt að staðreyna nákvæmlega endanlega fjárhæð tjónsins. Ekki var fallist á endurnýjaðan fyrningarfrest við dómsuppsögu í fyrra málinu enda væru sakarefni í málunum ólík. Sjávarútvegur Dómsmál Makrílveiðar Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Með frumvarpinu sem varð að lögum í júní 2019 féllu veiðar á makríl undir íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Minni útgerðarfyrirtæki gagnrýndu breytingarnar og sögðu að þannig færu miklar heimildir til veiða frá litlu útgerðunum til þeirra stærri. Breytingarnar fólu í sér að ákveðið var við úthlutun kvótans að miða við hversu mikið útgerðirnar veiddu tímabilið 2008 til 2018. Félag makrílveiðimanna vildi að miðað yrði við síðustu þrjú ár eða þrjú bestu veiðitímabilin af síðustu sex. Um er að ræða annað málið sem Félag makrílveiðimanna höfðar á hendur íslenska ríkinu. Fyrra málið var höfðað í janúar 2020 og lauk með frávísun Hæstaréttar frá héraðsdómi vorið 2023. Tekist var á um viðurkenningu á að óheimilt hefði verið að takmarka heimildir félagsmanna til makrílveiða. Sex mánuðum síðar stefndi félagið ríkinu til skaðabóta vegna úthlutunar. Þá voru liðin nokkur ár frá því að lögin tóku gildi en fyrningarfrestur er fjögur ár. Félagið taldi að við frávísun í fyrra málinu hefði myndast nýr fyrningarfrestur en á það féllst Hæstiréttur ekki. Benti rétturinn á að allt frá birtingu laganna í júní 2019 hefðu legið fyrir upplýsingar um að lögin myndu leiða til skerðingar fjárhagslegra hagsmuna félagsmanna og þar með valda þeim tjóni. Fyrningarfresturinn hefði í síðasta lagi byrjað við úthlutun Fiskistofu á aflamarki makríls í ágúst það ár. Ekki hefði skipt máli þótt ekki hefði verið hægt að staðreyna nákvæmlega endanlega fjárhæð tjónsins. Ekki var fallist á endurnýjaðan fyrningarfrest við dómsuppsögu í fyrra málinu enda væru sakarefni í málunum ólík.
Sjávarútvegur Dómsmál Makrílveiðar Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira