Nashyrningar í krossaprófi Pawel Bartoszek skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurningin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nashyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærðfræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í samræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambærilegar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisinsKannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skilningarvit? Í nashyrningaspurningunni hér að ofan var væntanlega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurningunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svarað með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangslaust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanemendur standa sig betur í lesskilningi en í raunvísindum samanborið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niðurstaða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkamshita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitniÍ sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafnaði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spilakassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossaprófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafnviss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvíslegt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refsingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikjafræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurningin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nashyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærðfræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í samræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambærilegar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisinsKannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skilningarvit? Í nashyrningaspurningunni hér að ofan var væntanlega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurningunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svarað með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangslaust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanemendur standa sig betur í lesskilningi en í raunvísindum samanborið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niðurstaða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkamshita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitniÍ sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafnaði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spilakassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossaprófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafnviss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvíslegt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refsingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikjafræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar