Helga Margrét lærir nýjan lífsstíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. „Þegar farið var í gegnum gamlar myndir frá því 2010 þá sáu læknarnir greinilegra brjósklos heldur en allir héldu þá og þar á meðal ég. Svo fór ég aftur í myndatöku núna og þá er brjósklosið ekki jafnslæmt í dag og það var 2010. Það kom okkur á óvart því verkurinn er sá sami og hann var árið 2010. Þetta var því aftur orðin spurning um hvað þetta væri," segir Helga Margrét. „Það var mikið sjokk að heyra það að ég hefði verið með brjósklos allan þennan tíma en á sama tíma var mér létt, það væri þá komið í ljós hvað þetta var," segir Helga en enn á ný breyttust aðstæður. „Eins og staðan er í dag þá er ég að hvíla alveg. Ég labba í klukkutíma á dag og það er nú eða aldrei að laga þetta. Körfuboltinn er líka kominn upp á hillu en ég fer á æfingu um leið og ég er orðin góð. Þó að það sé gaman í körfu þá er það ekki þess virði að stoppa mig á frjálsíþróttaferlinum," segir Helga, sem heldur áfram í meðferð vegna bakmeiðslanna. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessu. Ég geri mér ekki neinar vonir eða plön um einhverjar keppnir. Ég er ekki að stressa mig neitt á því að halda mér í formi því ég kem mér bara almennilega í form þegar ég er orðin góð," segir Helga. „Ég reyni að sitja eins lítið og ég get sem gengur reyndar ekki nógu vel í skólanum. Þetta er allavega annar lífsstíll að læra að kynnast þessu að vera ekki að æfa og vera bara í skólanum. Að geta verið í skólanum fram eftir. Á sama tíma átta ég mig á því að það er ekki lífsstíll sem ég vil temja mér," segir Helga, sem leggur stund á næringarfræði í Háskóla Íslands. Frjálsar íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Fjölþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur þurft að setja bæði frjálsíþróttaskóna og körfuboltaskóna inn í skáp á meðan hún reynir að koma skrokknum í lag. Helga Margrét hefur verið að glíma við huldumeiðsli undanfarin þrjú ár og hélt að hún væri búin að finna vandamálið á dögunum. „Þegar farið var í gegnum gamlar myndir frá því 2010 þá sáu læknarnir greinilegra brjósklos heldur en allir héldu þá og þar á meðal ég. Svo fór ég aftur í myndatöku núna og þá er brjósklosið ekki jafnslæmt í dag og það var 2010. Það kom okkur á óvart því verkurinn er sá sami og hann var árið 2010. Þetta var því aftur orðin spurning um hvað þetta væri," segir Helga Margrét. „Það var mikið sjokk að heyra það að ég hefði verið með brjósklos allan þennan tíma en á sama tíma var mér létt, það væri þá komið í ljós hvað þetta var," segir Helga en enn á ný breyttust aðstæður. „Eins og staðan er í dag þá er ég að hvíla alveg. Ég labba í klukkutíma á dag og það er nú eða aldrei að laga þetta. Körfuboltinn er líka kominn upp á hillu en ég fer á æfingu um leið og ég er orðin góð. Þó að það sé gaman í körfu þá er það ekki þess virði að stoppa mig á frjálsíþróttaferlinum," segir Helga, sem heldur áfram í meðferð vegna bakmeiðslanna. „Ég ákvað bara að einbeita mér að þessu. Ég geri mér ekki neinar vonir eða plön um einhverjar keppnir. Ég er ekki að stressa mig neitt á því að halda mér í formi því ég kem mér bara almennilega í form þegar ég er orðin góð," segir Helga. „Ég reyni að sitja eins lítið og ég get sem gengur reyndar ekki nógu vel í skólanum. Þetta er allavega annar lífsstíll að læra að kynnast þessu að vera ekki að æfa og vera bara í skólanum. Að geta verið í skólanum fram eftir. Á sama tíma átta ég mig á því að það er ekki lífsstíll sem ég vil temja mér," segir Helga, sem leggur stund á næringarfræði í Háskóla Íslands.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira