Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur fundið sér nýjan þjálfara en hún hefur verið þjálfaralaus síðan í haust. Þá var ákveðið að slíta samstarfi hennar við Stefán Jóhannsson.
„Ég er komin með þjálfara og verður tilkynnt á næstu dögum hver það er. Það á enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ég er mjög ánægð með þessa niðurstöðu, sem ég taldi besta fyrir minn feril," segir Ásdís sem vill ekki gefa upp nafn nýja þjálfans að svo stöddu.
Hún vill heldur ekki segja hvort hún muni halda kyrru fyrir á Íslandi eða flytja út fyrir landsteinana. „Við getum orðað það þannig að ég er ekki búin að segja upp leigusamningnum mínum," segir hún.
Ásdís varð í ellefta sæti í spjótkasti á Ólympíuleikunum í sumar en hún setti glæsilegt Íslandsmet í undankeppninni er hún kastaði 62,77 m. Hún stefnir á að ná enn lengra á Ólympíuleikunum í Ríó eftir fjögur ár.
Ásdís var nýlega valin frjálsíþróttamaður ársins af Frjálsíþróttasambandi Íslands.
Ásdís: Er ekki búin að segja upp leigusamningnum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





